Heilsustofa Lilju og Ella
Við höfum fært okkur um set og getum nú boðið upp á úrval spa meðferða.

Tyrkneskt bað
Saltskrúbb
Vafningar til að losna við appelsínuhúð
Paraffin meðferð
Vatnsmeðferð- djúp slökun og losun
Hunangsnudd
Shea og kokosoliunudd
Aðgangur að sundlaug, eimbaði og sauna.

Paratímar í boði

Í samstarfi við Ágústu Nellý Hafsteinsdóttur snyrtifræðing bjóðum við upp á
litun, plokkun og vaxmeðferð.

Sem fyrr bjóðum við upp á
Heilsunudd 
Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun
Orkusviðsmeðferð
Heildræn meðferð
NES líf-sviðsmæling
Rannsóknir hafa sýnt að mun betri og varanlegri árangur næst með NES heilsumælingu og infoceuticals ef skjólstæðingur setur sér skýr markmið og skuldbindur sig til að nýta sér mælinguna og dropana í amk 4 skipti yfir 4-5 mánaða tímabil. Ef um langvarandi eða krónisk vandamál er að ræða getur tekið lengri tíma að ná markmiði. Einnig er möguleiki að árangur náist fyrr og upprunaleg áætlun er þá endurskoðuð.
Við hvetjum skjólstæðinga okkar því til að skuldbinda sig í 4 skipti til að ná varanlegum árangri til bættrar heilsu.

“Sjúkleiki líkamans þjakar jafnvel einnig andann; hvorugur getur verið hraustur án heilbrigðis hins “ Amenhotep IV


Við bjóðum þér að fá margs konar heilsunudd allt frá klassísku heilnuddi eða partanuddi yfir í lúxus heitsteina nudd.
Nudd að óskum viðskiptavina
Þétt og kröftugt eða ljúft og slakandi.
Við bjóðum einnig upp á höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun sem er ákaflega ljúf en árangursrík meðhöndlun.

September 2008
Nú bjóðum við einnig upp á hina byltingarkenndu NES mælingu
á lífsviði þínu.


Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun eða orkusviðsmeðferð
Lestu hér um áhrif hbs meðferðar!


Finnur þú fyrir fælni og kvíða?
Orkusviðsmeðferð  er undursamleg, einföld og árangursrík meðferð þróuð af sálfræðingum í Bandaríkjunum og víðar.

Á barnið þitt við vandamál að stríða?
Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun er ekki bara fyrir fullorðna!

Sérstakur afsláttur fyrir börn yngri en 7 ára.



Um Lilju og Ella
Erlendur er heilsunuddari og útskrifaðist frá Nuddskóla Íslands í maí 2004. Hann hefur starfað í Nuddhöndin þín, Laugar Spa og sjálfstætt frá vorinu 2003.
Lilja Petra er höfuðbeina-og spjaldhryggsjafnari og útskrifaðist frá   The College of Cranio-Sacral Therapy vorið 2005 og lauk námskeiði í orkusviðsmeðferð í mars 2005. Hún er einnig lífeindafræðingur að mennt með lífeðlisfræðirannsóknir sem sérgrein.
Bæði eru þau shamballa heilarar og hafa kennt sjálfseflingu og heilun bæði hér heima og erlendis síðustu 10 ár.
Lilja hefur búið til hrifkjarna(blómadropa) sl. 11 ár og hafa þeir verið seldir víða um heim.
Við lítum  ávallt til bæði hugar og líkama. Þannig vinnum við með líkama og sál sem eina heild til hjálpar sérhverjum einstaklingi. Við skoðum lífstíl og annað sem áhrif hefur á líkamlega og andlega líðan og bendum á leiðir til úrbóta.
Bæði erum við í Bandalagi íslenskra græðara sem nýlega voru sett lög um af Alþingi en þau kveða á um menntun og gæði þeirrar þjónustu sem græðarar veita.

Klassískt vöðvanudd
Með klassísku nuddi er leitast við að mýkja vöðva og hjálpa til með blóð- og sogæðavökva.

Íþróttanudd
Íþróttanudd er sérhæfð útgáfa á hinu hefðbundna klassíska vöðvanuddi. Beitt er þeim  aðferðum sem henta íþróttaiðkendum hvort er, fyrir keppni, í keppni svo og eftir að keppni er lokið.

Heildrænt nudd
Lögð er áhersla á heildræna hugsun og þá heimspeki sem liggur henni að baki. Samspil orku og efnis.  Nuddið sameinar skilning á þessu tvennu.

Triggerpunkta meðferð
Viðbragðspunktar í vöðvum eru kallaðir triggerpunktar. 
Unnið er að því að losa um spennu í triggerpunktunum og er þetta sérlega áhrifarík aðferð til að vinna með vöðvabólgu og vefjagigt.

Ilmkjarnaolíur og ilmolíumeðferð
Lækningamáttur ilmkjarnaolía er m.a. sótthreinsandi vinna gegn veirum. Þær vinna á og koma í veg fyrir bólgur (m.a. beinhimnubólgu sem hrjáir fjölmarga) vinna gegn sveppasýkingu, koma í veg fyrir sýkingu, auka jafnvægi, minnka streitu, örva, fjörga, hafa áhrif á hormónastarfsemi, efla ónæmiskerfið og margt fleira.

Heitsteinanudd.

Það er upprunnið hjá indíánum og eru fjörusteinar hitaðir og notaðir til að djúphita vöðvana. Við hið aukna blóðflæði sem það framkallar hreinsast vöðvarnir af úrgangsefnum og veitir þetta mikla slökun og vellíðan. Einstaklega ljúf meðferð.

Nudd að  hætti Ella.
Hér blandar Elli saman nokkrum aðferðum til að vinna á áhrifaríkan
hátt með vandamál einstaklings.

Höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð (HBS meðferð)
Þetta er óvenjulega mild en jafnframt öflug meðferð, sem hefur það meginmarkmið að skapa heilbrigt jafnvægi á öllum sviðum líkamsstarfseminnar og viðhalda því.
Meðferðin getur bæði fjarlægt sjúkdómseinkenni og þær truflanir sem valda þeim, en getur einnig haft djúpa og áhrifamikla heilandi verkun á fjölmörg líkamleg vandamál, hvort sem um er að ræða einfaldan sársauka eða langvinnt og flókið heilbrigðisvandamál.
Meðferðina má nota við fólk á öllum aldri, allt frá nýfæddum börnum til aldraðra. Hún er mjög hentug fyrir ungbörn og til að nota við bráðar og sársaukafullar aðstæður vegna þess hversu mild hún er, en hún er einnig mjög þægilegt og slakandi meðferðarform.

Orkusviðsmeðferð EFT
Þetta er einföld en mjög áhrifarík meðferð við kvíða, fælni og áföllum hverskonar. Hún hefur verið þróuð af sálfræðingum austan og vestan hafs.

Orkusviðsmeðferð (Energy Field Therapy-Emotional Freedom technique) er tiltölulega ný meðferðartækni, sem er grundvölluð á austrænum hugmyndum um orkukerfi líkamans. Best þekkta dæmið um þetta er nálastunguaðferðin, sem hefur rutt sér til rúms á Vesturlöndum síðustu áratugina. Í núverandi mynd kom orkusviðsmeðferð fyrst fram í Bandaríkjunum fyrir rúmum 15 árum. 
Sálfræðingur að nafni Roger Callahan vann þá með skjólstæðing, sem þjáðist af vatnshræðslu. Hann hafði reynt alls konar meðferð, svo sem atferlismeðferð, samtalsmeðferð o.fl. án þess að ná tilætluðum árangri. Eftir að hafa kynnt sér kínversk fræði um miðlínupúnkta líkamans, bað hann skjólstæðinginn um að banka létt á ákveðinn púnkt á andlitinu og viti menn, vatnshræðslan hvarf eins og dögg fyrir sólu. Callahan og aðstoðarmenn hans gerðu nú kerfisbundnar tilraunir með ýmsa púnkta á andliti og líkama skjólstæðinga og komu sér upp kerfi, sem hafði nánast lygilega góð áhrif á ýmis þrálát vandamál.

TFT (Thought Field Therapy) sem þessi aðferð var fyrst kölluð, hefur síðan þróast og ýmsu verið bætt við og kallast hún nú ýmist TFT eða EFT. Heitin eru Emotion Free Technique eða Energy Field Therapy, allt eftir því hvaða meðferðaraðili á í hlut. Þekkt nöfn í þessu sambandi eru auk Roger Callahans, Fred Gallo og Gary Craig.

Orkusviðsmeðferð má nota í mjög mörgum tilvikum. Áhrifaríkust er hún í þeim tilvikum, þegar einstaklingur hefur lent í sálarkreppu, sem kemur upp aftur og aftur, tengist neikvæðum hugsunum og tilfinningum og virðist engan endi ætla að taka. Dæmi um það eru andleg viðbrögð við dramatískri reynslu, svo sem slysum, alvarlegum sjúkdómum og að lenda í lífshættu. Einnig hefur náðst mjög góður árangur við angist, fælni og þunglyndi.  Þeir, sem beitt hafa þessari tækni í meðferð, telja sig ná árangri í um 70- 80% tilvika. Það er tilvalið að nota þessa aðferð í mörgum öðrum tilvikum, svo sem til þess að vinna á stöðugum (krónískum) sársauka og draga úr streitu.

Hrifkjarnar
Blómadropar hafa verið notaðir um aldaraðir til að græða líkama og sál. Droparnir vinna á orkulíkama mannsins og koma þar á jafnvægi sem síðan hefur áhrif á efnislíkamann.

Áfalla meðferð
Öll höfum við orðið fyrir áföllum, stórum sem smáum og eigum misgott með að takast á við þau.
Hægt er að nota sambland af orkusviðsmeðferð og hbs meðferð til að losa um þær hömlur sem áföllin skapa í líkama okkar og huga.

Lög um græðara Nudd Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun Heilun Shamballa námskeið Hrifkjarnar Ýmsar greinar
Puls.is
Heilsu og Hamingjulindin
Fyrir líkama og sál
Lagafellslaug, Mosfellsbæ

Sími 6990858
Ný heilsulind í Mosfellsbæ

Kynntu þér dagskrá okkar.
Opið hús-hugleiðslur-námskeið-kynningar
Free Web Hosting