Mikilvægi tanna í hbs meðferð
Tennur og mikilvægi þeirra í hbs meðferð
Lokaritgerð í höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun frá 
TheCollege of Cranio-sacral therapy
Vor 2005
Lilja Petra Asgeirsdóttir
Inngangur

Andlitið er sá hluti líkama okkar sem flestir taka eftir. Þar eru samankomin mörg af skynfærum okkar og tjáningarmiðill. Augun eru spegill sálarinnar og úr þeim er hægt að lesa sjúkdóms sögu okkar (iridologia)  og oft á tíðum tilfinningaástand. Tennurnar eru okkur einnig mjög mikilvægar því þær hjálpa okkar ekki eingöngu við að tyggja mat sem fyrsta stig í meltingu og upptöku á næringu heldur eru þær líka mikilvægar til að við getum tjáð okkur í máli.

Í fornöld varðaði það við skógargang (útlegð) ef maður sló tennur úr öðrum.
               
Skakkt bit, missir á tönnum og skakkar tennur geta valdið miklum óþægindum sem koma ekki bara fram í andliti heldur víða í líkamanum vegna óbeinna tenginga andlitsbeina við himnukerfið og fleygbein sem aftur tengist við hryggsúluna og spjaldhrygg. Sömuleiðis getur verið mikið álag á tyggivöðva sem síðan togar í beinin og skekkir afstöðu þeirra innbyrðis. Annar algengur kvilli er vandamál í tempero-mandibular liðamótum (kjálka-gagnauga lið).
Fæðingargalli getur kallað á margar aðgerðir sem hafa speglandi áhrif út um allan líkamann og er þar fyrst að nefna klofinn góm og skarð í vör. Ýmsir aðrir áverkar  geta kallað á breytingu á andlitsbeinum svo sem eftir umferðarslys eða högg af mannavöldum.

       
Daglega öndum við að okkur ýmsum eiturefnum eða fáum þau í gegnum fæðu og safnast hluti þeirra saman í andlitsbeinum. Margir einstaklingar eru  með amalgam fyllingar í tönnum sem smátt og smátt eyðast og kvikasilfur og aðrir málmar sem í þeim eru ferðast um líkamann og valda skaða þar sem þeir setjast til.

“ Tönn fyrir tönn
Tennur voru mikils metnar á fyrri öldum. Því var refsivert að spilla þeim. Hin elstu lög byggja á forsendunni ,,auga fyrir auga og tönn fyrir tönn." Þessa forsendu má rekja til löggjafar Hammúrabís, konungs í Babýlon (1730-1688 f.Kr.), en hún er einnig áberandi í lögum þeim, sem kennd eru við Móses (líkl. á 13. öld f.Kr.), löggjafa Gyðinga. Kveðið er á um í lögum Hammúrabís, að sá maður, sem sló tönn úr öðrum manni, skyldi missa tönn. Hér er átt við frjálsa menn. Á hinn bóginn skyldi þræll, sem braut tönn í frjálsum manni, missa tönn og vera hýddur 6x60 svipuhöggum. Húðlátið hefur vafalaust oft haft dauðann í för með sér.” iii

En hvaða læknisráð höfuð við haft gegnum tíðina?

Til eru fjölmargar heimildir um tannúrtöku langt aftur í aldir en oftast voru það bartskerar eða járnsmiðir sem sáu um slíkt á miðöldum. 

Það var fyrst á 17.öld sem frakkinn Pierre Fauchard skrifaði kennslubók fyrir tannlæknanema þar sem lýst er helstu tannsjúkdómum og tannholdssjúkdómum.     

Hér á landi hófust tannlækningar seint á 19.öld en tannréttingar eru mun yngri grein tannlækninga og sú sem hefur hvað mest áhrif á höfuðbeina-og spjaldhryggskerfið vegna þeirra krafta sem þar er beitt til lengri tíma.

Á Íslandi eru skráðir 9 starfandi sérfræðingar sem sjá um tannréttingar og bitlækningar. Yfirleitt er mjög dýrt að fara í gegnum slíkt ferli sem réttingar eru og ekki allir sem fá kostnað niðurgreiddan af ríkinu.

Á síðustu árum hafa komið fram æ fleiri tannlæknar/tannréttingasérfræðingar (orthodontists) sem vinna með hreyfingum höfuðbeinanna og cranio kerfisins og er það vel.

Gerald H. Smith lýsir í grein sinni því sem hann kallar CRANIODONTICS en það gerir hann til að beina athygli lesanda að því að sérhvert tannlæknaverk eða kjálkaaðgerð hefur bein áhrif á samband 22 höfuðbeina.

Ýmsir kvillar hafa verið settir í samband við tannréttingar og ýmiss tannlæknaverk og má þar nefna, verki í andliti, höfuðverk, migreni, skútabólgu, eyrnabólgu, háls og bakverkir, verkir í hnjám, síþreyta og einbeitingarleysi.

Nokkrum tannlæknum er nú orðið ljóst mikilvægi þess að líta ekki aðeins staðbundið á munnhol sjúklings heldur hina heildrænu mynd þegar verið er að meðhöndla. Sumir hafa farið þá leið að læra meira eða þá að leita samvinnu við aðra aðila sem geta veitt þá þjónustu sem þeir telja að skjólstæðingur þeirra þurfi með.

Við erum nú komin inn á 21.öldina og tímabært að sérfræðingar á heilbrigðissviði taki upp frekari samvinnu við meðferðaraðila sem hafa sérhæft sig í heildrænni meðferð af ýmsum toga.

Höfuðbeina og spjaldhryggsjafnarar eru vænlegur kostur fyrir tannlækna og sérfræðinga í tannréttingum til að vinna með til að meðferð takist fljótt og vel og án viðvarandi aukaverkana sem oft hefur verið raunin hingað til. 


iv“Höfuð manna eru alls ekki keimlík hvert öðru né eru saumar höfuðbeinanna eins hjá öllum. Vitneskja um líkamann er háð vitneskju um manninn í heild.”
Hippokrates


Hippókrates hafði rétt fyrir sér þarna. Skoðum nú nokkra þætti í líffærafræði og lífeðlisfræði mannsins sem óhjákvæmilega tengist tönnum og heildrænni meðferð einstaklings. Einnig skulum við skoða árþúsunda gamla visku sem tengist tönnum.


Tennur

Hlutverk tanna

”Aðalhlutverk tanna er að tyggja fæðuna. Barnatennur örva að auki vöxt kjálkanna og halda rými fyrir fullorðinstennurnar. Tennur skipta miklu fyrir útlit og hljóðmyndun en erfitt er að ná framburði vissra hljóða, einkum s, f, v, þ og ð, nema framtennur séu heilar.”v

Gerð tanna

”Tennur skiptast í krónu, sem er hinn sýnilegi hluti tannarinnar og stendur upp í munnholið, og rót sem situr í kjálkabeininu.

Aðalvefur tannarinnar er tannbeinið. Um það bil 70% þess eru steinefni, 20% lífræn efni og 10% vatn.

Bein tannkrónunnar er hulið hörðu lagi sem nefnt er glerungur. Glerungurinn er harðasti vefur líkamans og eru 95% hans steinefni en að öðru leyti vatn og lífræn efni.

Yfirborð rótanna er þakið þunnu lagi, svonefndum steinungi.

Innan í tönninni er holrúm eða göng sem opnast í rótarendana og þar inni er tannkvikan. Oft er tannkvikan kölluð "taugin", sem er naumast réttnefni því að þar er fleira en taugavefur, m.a. blóðæðar sem flytja tönninni næringu.”vi

Myndun tanna


Mannfólkinu eru ætlaðar tvær samstæður tanna um ævina. Barnatönnum er ætlað að þjóna hlutverki sínu meðan á vexti höfuðs og kjálkanna stendur. Barnatennur víkja síðan fyrir fullorðinstönnum sem ætlað er að endast alla ævi.

Vísar að tönnum, eða tannkím, byrja að myndast löngu fyrir tanntöku eða strax á 6. til 7. fósturviku. Þá er fóstrið aðeins um 1,5 cm langt. Við fæðingu hafa krónur barnatannanna þegar myndast og kölkun þeirra að mestu lokið þótt þær sitji enn niðri í kjálkabeininu. Þær koma síðan upp á næstu tveimur og hálfa ári en rótarmyndun lýkur við þriggja og hálfs árs aldurinn.

Tannkím fyrstu fullorðinstanna myndast á svipuðum tíma og kím barnatanna en myndun þess lýkur við 5 ára aldurinn. Kölkun fyrstu fullorðinstanna hefst hins vegar rétt fyrir fæðingu.

Í fullorðnum einstaklingi eru venjulega 32 tennur.
Tannkímið myndast úr taugafrumum sem er einnig uppistaðan í ósjálfráða taugakerfinu. Þessi þróunartenging er undirliggjandi ástæða þeirra fjölmörgu vefrænu einkenna sem orsakast beint eða óbeint vegna bitskekkju. Skakkar tennur senda brengluð skilaboð inn í taugakerfið sem kallar á svörun frá samsvarandi líffæri (lifur, milta, brisi, hjarta, heila osfrv), vöðvum, innkirtlakerfi (skjaldkirtli, brisi, kalkkirtlum, nýrnahettum), kerfisójafnvægi, flæðistregðu í sogæðakerfi, stoðkerfis vandamálum eins og hryggskekkju, brjósklosi, settaugarbólgu og truflun á starfsemi sympatiska og parasympatiska (sef og driftauga kerfis) taugakerfisins. Slíkt ójafnvægi getur haft veruleg áhrif á heilbrigði einstaklings og þarf ekki annað en að skoða tennur afreksfólks í iþróttum til að sjá að aðeins þeir sem hafa fallegar, beinar tennur standa þar efst á palli.”vii

“Sjúkdómar eru hreinsunarvandamál sem skapast af útlosun eiturefna”viii

Fyllingarefni í tönnum

Í tæp 200 ár hefur kvikasilfursblandan amalgam verið notuð til að holufylla tennur. Það var frakkinn Taveau sem kynnti þessa efnablöndu árið 1826. Í henni er silfur, tin og kvikasilfur.
Í dag er að mestu notað plastefni sem við vitum í raun ekki hvaða áhrif munu hafa á líkamann í framtíðinni.
“Kvikasilfur og tin eru taugaeitur. Kvikasilfur hefur þann eiginleika að geta eyðilagt og eða skemmt flutnings þræði innan hverrar taugar”ix

“Nýjustu rannsóknir eins fremsta eiturefna sérfræðings Þýskalands, Max Daunderer MD, sýnir að báðir kjálkar, kinn kjálki og neðri kjálki eru orðnir að eiturefna sorphaug fyrir eftirtalin efni.

1. Skordýraeitur
2. Leysiefni sem safnast að mestu til í neðri kjálka
3. Formaldehýð sem er að mestu í neðri kjálka
4. Amalgam (kvikasilfur, tin, kopar og silfur) sem er að mestu í kjálkabeini og kinnkjálkaholum (skútum)
5. Palladium sem safnast að mestu í kinnkjálka
Með lífsýnum (biopsium) hefur Daunderer komist að því að eiturefni sem við öndum að okkur safnast í kjálkabein nálægt rótarendum. Daunderer hefur einnig komist að því að í illkynja meinum hjá sjúklingum sem voru með amalgam fyllingar í tönnum var að finna nokkuð magn amalgams. Mest magn fannst í illkynja melanoma (húðkrabbamein), heila krabbameini, blöðru og magakrabbameini, ristil krabbameini og tungukrabbameini.”x

Bitsjúkdómar og fleygbeinsafbökunarmynstur

Þegar samanbit er heilbrigt og eðlilegt er samstarf gott milli tanna, tyggingarvöðva og kjálkaliða sem skiptir máli þegar fólk tyggur, talar, syngur, geispar, kyngir og brosir. Við kyngjum samtals 2400 sinnum á sólarhring og í öll þau skipti mætast tennur í efri og neðri góm. Í hvert sinn fer í gang sjálfréttingar og jafnvægis ferli fyrir hin 28 bein höfuðkúpunnar.

Það sem getur raskað þessu er missir tanna, skekkja í tönnum og þvingað samanbit, óstöðugt eða lágt samanbit, lélegar gervitennur, gnístrun tanna eða ef fólk verður fyrir höggi. Við þessar aðstæður getur fólk fengið bitsjúkdóma.
Helstu einkenni þeirra eru höfuðverkur, eyrnaverkur, eymsli og þreyta í kinnum og kjálkum. Óþægindi og sársauki við að tyggja og opna munninn mikið en einnig aumar tennur.

Tannréttingar, tannviðgerðir og kjálkaaðgerðir hafa bein áhrif á afstöðu 22 beina. Í líffærafræði Gray´s kemur fram að bein sem myndast í himnu starfa sem himnur alla tíð.
Skeljahluti hnakkabeins og gagnaugabeins, hvirfilbein og ennisbein urðu öll til í himnu á fósturskeiði. Lifandi bein eru mettuð af blóði sem eykur hreyfanleika þeirra. Samskeyti beina (saumar) innihalda æðar, taugaflækjur og bandvef, Sharpeys trefjar og rauð blóðkorn.
Dr Marc Pick sýndi fram á að dura mater sem umlykur heila teygir sig líka inn í sauma.Öll hjálpartæki, tannréttingartæki sem sett eru á tennurnar hafa  áhrif á himnukerfið. Jafnvel ein lítil teygja sem er strekkt hefur mikil áhrif þar á. Læknarnir Darick Nordstrom, Bob Walker, Granny Langly-Smith, Gaery Barbery, Jim Carlson, Runar Johnson, James Jecmen og fleiri hafa sýnt fram á samband afbökunarmynstra í fleygbeini og önnur skekkjumynstur í kúpubeinum og spennu í himnukerfi við skekkju í biti og skekkju í tönnum.
Með því að losa um höfuðbein og tengda vöðva er hægt að losa á árangursríkan hátt um höfuðbeina-og spjaldhryggskerfið. Jórturvöðvarnir sem tengjast vænghyrnuþynnu  fleygbeins hafa sterk áhrif á allt höfuðbeina-og spjaldhryggskerfið með gagnvirkri himnuspennu. Pterygoid sling sem samanstendur af innri og ytri jórturvöðva er undir beinum áhrifum fra skekkju í kinnkjálka og röngu biti. Skekkja í kinnkjálka hefur því bein áhrif á fleygbein. Fleygbeinið tengist 12 öðrum beinum auk þess sem fjölmargar taugar fara þar um eða rétt við. Þar sem fleygbeinið hefur mjög víðtæka tengingu við himnukerfið getur afbökun þess og skekkjumynstur þar haft áhrif á mænubast, mænu, spjaldhrygg, grindarhol og innkirtlakerfi í gegnum heiladingul sem situr í því miðju.  Bitskekkja sem er ekki stærri en sem nemur þykkt á tveim ljósritunarblöðum getur valdið króniskum verkjum.
Bitskekkja af klassa II kemur fram í því að gómbein er með háa hvelfingu. Þetta orsakast af því að plógbeinið er togað upp vegna extension afbökunar í fleygbeini. Lagfæring á bitskekkju hjálpar til við að laga afbökun í höfuðkúpunni

Mynd 11 http://www.icnr.com/articles/craniodontics.html  Mynd 12 http://www.icnr.com/articles/craniodontics.html  Sphenobasilar Extension Hátt gómbein er vegna samdráttar fleygbeins  “sphenobasilar extension”
Mynd 13 http://www.icnr.com/articles/craniodontics.html  Mynd 14 http://www.icnr.com/articles/craniodontics.html  Sphenobasilar Flexion Lágt gómbein orsakast af þenslu mynstri fleygbeins  “sphenobasilar flexion”  Þessi klassi II, flokkur II sýnir flexion afbökun. Þar sem plógbeinið er beintengt við harða góminn  speglast það í flötu gómbeini.

Mynd 15 http://www.icnr.com/articles/craniodontics.html  Mynd 16 http://www.icnr.com/articles/craniodontics.html Hægri hliðarbeygja getur leitt til bitskekkju þar sem ein tönn er lokuð frá  hinum (utan við hinar) þeim megin sem skekkjumynstrið er. 
Gerald H. Smith hefur sett fram tækni sem auðvelt er að endurtaka og þannig meta breytingar á afstöðu beina og tanna eftir hbs meðferð sem kallast DORA (Dental Orthogonal Radiographic Analysis- AAFO Journal, Vol. 14, Number 3, May/June/July 1997)


Mynd 17 Röntgen mynd af hálsi og höfði. http://www.icnr.com/cs/cs_13.html


Orkubrautirnar og tenging við tennur.

Sérhver tönn tengist hryggjarlið í gegnum orkubrautir líkamans og einnig innra líffæri eða kirtli. Skemmd í augntönnum getur td. bent til gallsteina í lifur og gallblöðru. Gulur litur á tönnum sérstaklega augntönnum bendir til eiturefnasöfnunar í líffærum sem staðsett eru miðlægt í kvið þ.e. lifur, gallblöðru, maga, brisi eða milta.xi

Kínverjar hafa skilið samband orkubrauta og líffæra í 6000 ár en það var ekki fyrr en þýski læknirinn  Dr Voll rakti rafbrautirnar og sannaði tilvist þeirra sem vestræn læknisvísindi fóru að notfæra sér þessi sannindi. Til eru mismunandi kort sem sýna orkubrautirnar og hvernig þær fara í gegnum tennurnar. Sameiginlegt með öllum þessum kortum er sú staðreynd að  orka líkamans flæðir frá toppi til táar. Auðvelt er að nálgast orkubrautirnar í fingrum, tám og munni.
Ef við notum tennur til að mæla orkuflæði gegnum líkamann er hægt að sýna fram á tengingu einstakra tanna við einstök líffæri eða vefi. Sjá meðfylgjandi kort.
Mikilvægt er að nota kortin í báðar áttir þar sem rót eða upptök vandamála í tönn getur verið í því líffæri sem orkubraut viðkomandi tannar fer í gegnum. Hér erum við enn og aftur minnt á mikilvægi þess að líta heildrænt á hvern einstakling og vandamál þeirra.

Mynd 17 Orkubrautur líkamans  http://www.acusporthealth.com/images/large_poster.jpg


Höfuð
Lítum nú á tannvandamál í aðeins öðru samhengi og skoðum beinin sem tennurnar sitja í og tengingu þeirra við önnur andlits- og höfuðbein.


Höfuðkúpa, cranium:
* Kúpubein (utan um heila), ossa crani:
o ennisbein, os frontale (1)
o hvirfilbein, os parietale (2)
o hnakkabein, os occipitale (1)
o fleygbein, os sphenoidale (1)
o sáldbein, os ethmoidale (1)
o gagnaugabein, os temporale (2).
o Í holrýmum gagnaugabeins:
* hamar, mallius (2)
* steðji, incus (2)
* ístað, stapes (2)
* Andlitsbein, ossa faciale:
o neðri kjálki, mandibula (1)
o kinn kjálki, maxilla (2)
o gómbein, palatinum (2)
o nefbein, os nasale (2)
o plógbein, vomer (1)
o neföður, conchae nasales (2)
o kinnbein, os zygomaticum (2)
o tárabein, os lacrimale (2)
* Tungubein, os hyoideum (1)

Saumar í höfuðkúpu tengja saman bein og eru liðamót sem víkka út og dragast saman og leyfa þannig breytingar á þrýstingi í heilahimnum, vöðvum og bandvef. En einnig öndunar og æða takti og breytingum í blóðþrýstingi og þrýstingi í mænuvökva.
Umfangsmestur þessarra sauma höfuðkúpunnar er skeljasaumur á mótum hvirfilbeins og gagnaugabeins. Hann þarf stórt svæði til að geta tekið á móti og jafna öll þau mismunandi áföll, stór og smá sem ferðast gegnum gagnaugabein frá kjálkalið.
Það er ekki bara hinn líffærafræðilegi þáttur sem ræður hversu hreyfanleg beintengsl eru heldur einnig viðhorf. Því opnari og afslappaðri sem persóna er því frjálsari og hreyfanlegri  eru saumarnir.
Fæðingaferlið og öndun ungbarna getur haft mikil áhrif á hvernig andlits og höfuðbein þroskast og sambandið þeirra á milli jafnt sem alls líkamans.

Lýsing á einstökum beinum og beintengslum er í viðauka þessarrar ritgerðar. Þar er einnig að finna frekari skýringu á skekkjumynstrum í fleyg-og hnakkabeins brjósktengslum.


Liðamót


Gríðarlegt álag er á kjálkaliðinn alla daga þar sem hann er mikilvægur þegar við tölum, borðum og sýnum svipbrigði svo eitthvað sé nefnt. Um 38% af öllum taugaboðum  til heila koma frá andliti, munni og kjálkaliðs svæði. Það eru 136 vöðvar sem eru á og í kringum þessi liðamót og hreyfing á kjálkalið hefur áhrif á hreyfimynstur um 38% hreyfivöðva líkamans sérstaklega í hálsi, brjóstsvæði og grindarbotni. Það eru 16 vöðvahópar sem tengjast kjálkaliðnum sem er meira en nokkuð annað bein í líkamanum fyrir utan herðablaðið. Tyggivöðvinn, “masseter” hefur mesta samdráttarstyrk á hvern þráð(fiber)sem nokkur vöðvi hefur í líkamanum og hefur því mest áhrif á mynstur í liðnum.
Rannsókn Apostole  og félaga á 314 börnum á aldrinum 6-8 ára sýndi að tilfinningalegt álag jók líkur á viðkvæmum kjálkalið hjá börnunum.
Vandamál í kjálkalið eru tíð og getur það valdið m.a. höfuðverkjum, gnístrun tanna, mígreni, vandamálum við að tyggja, eyrnaverk, stífleika í hálsi, kyngingarerfiðleikum, verkjum bak við augu, þokusýn, smellum í kjálkalið ofl.


Hið gagnvirka himnukerfi


Himnukerfið samanstendur af  mænuslíðri samfelldri himnu sem er utan um miðtaugakerfið og skiptist í heilahimnu og mænubast. Heilahimnunni er skipt í tvö lög  þar sem innra lagið myndar nokkrar himnur.
* hjarnasigð
* hnykilsigð
*  hnykiltjald
* söðulþind
Þar sem himnurnar festast við höfuðkúpuna myndast bláæðastokkar sem sjá um fráveitu frá heila.
Dura mater umlykur öll bein höfuðkúpunnar að innan og er einnig hluti af beintengslum þeirra.
Allir hlutar himnukerfisins tengjast saman og mynda kerfi með gagnvirka spennu. Þess vegna hefur misræmi í afstöðu höfuðbeina gríðarlega þýðingu fyrir spennu í himnukerfinu.
Heilahimnan hefur föst beintengsl við ennisbein, hvirfilbein, gagnaugabein, hnakkabein, fleygbein og sáldbein, einnig á C2-3 og á S2 (spjaldhryggslið) og rófubein. Því er svo sterk tenging milli spjaldhryggs og höfuðbeina í gegnum himnukerfið og öll áföll sem verða á öðru hvoru endurspeglast gegnum gagnvirka himnuspennu um allt kerfið.


Mynd 28 Tjaldið og sigðin     Mynd 29 Bláæðastokkar
http://www.osteodoc.com/sutherland.htm               http://education.yahoo.com/reference/gray/illustrations/figure?id=567


Ef höfuð verður fyrir áfalli geta himnurnar orðið snúnar og samþjappaðar. Þetta getur leitt til þess að beinaafstaða getur brenglast og valdið sársauka og vandamálum.
Eitt aðalmarkmið Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnunar er einmitt frjálst og óhindrað flæði mænuvökva um allt kerfið.

Mynd 30 Heila- og mænubast frá höfði til spjalds.
http://www.cranio-sacral.org.uk/Images/spine.jpg


Taugar

Ítaugun andlits er flókin en hér mun ég taka sérstaklega fyrir þrenndartaugina.
Heilataug V hefur 3 greinar sem eru augntaugagrein, kjálkagrein og kjálkabarðsgrein.
Þrenndartaug á upptök sín í brú heila.


Mynd 33 Upptök heilatauga http://www.becomehealthynow.com/images/organs/nervous/cranial_nerves.jpg

Kjálkagrein (Maxillary grein) sendir greinar til efri tanna áður en hún kemur fram á yfirborðið við neðra augntóttargat.

Mynd 34 Þrenndartaugin, kjálkagrein http://www.bartleby.com/107/200.html#i779

Kjálkabarðsgrein (mandibular grein) sendir greinar til neðri tanna.

Hreyfirót sendir greinar í tyggivöðva, mið og liðlæga jórturvöðva og annarra smærri vöðva(.“ D stig cranio sacral jöfnunar bls 52)

Mynd 35 Þrenndartaug http://www.bartleby.com/107/illus778.html
Skynsvæði höfuðs sem sýnir dreifingu hinna þriggja greina fimmtu heilataugar.


Ein  dauðvona tönn getur valdið geislandi óþægindum á öllu skynsvæði þrenndartaugar þeim megin. Því er mikilvægt að vinna með taugina frá upptökum í heilabrú til tannar en ekki bara staðbundið í tönninni ef um slíkt er að ræða.


Meðferðartilfelli.


1. tilfelli
Tannréttingar

Ég var svo heppin að hafa í fjölskyldunni 19 ára stúlku sem stóð til að byrjaði í tannréttingum. Við skulum til einföldunar kalla stúlkuna Erlu.

Tilgangur meðferðar áður en réttingar hefjast er að slaka á yfirborðsspennu í andlitsbeinum og undirbúa þannig hið stóra breytingaferli sem óhjákvæmilega á sér stað í öllum beinum og hbs kerfi þess sem fer í réttingar.

1. meðferð 27-07-04
Hún var eins og lítill skelfdur fugl er hún kom til mín í fyrstu meðferð. Sjálf er hún lítil og nett og munnurinn virkar alltof lítill til að hýsa allar þessar tennur sem Skaparinn hefur gefið okkur.
Ég byrjaði á því að opna kerfið og voru allar þverhimnur tiltölulegar mjúkar. Sama var að segja um höfuðbein. Fleygbeinið fór í hægri snúning og hægri hliðlæga beygju. Þetta er í fullu samræmi við útskýringar Darick Nordstrom og félaga um að slíkt mynstur geti leitt til utanliggjandi tanna og bitskekkju. (sjá bls 9)
Andlitsbein voru ósamhverf og meiri virkni hægra megin en vinstra megin. Þarna var einnig um snúning að ræða.
Ég vann með neðri kjálka og losaði um kjálkaliðinn auk þess að nota orkuskot gegnum liðamótin.
Efri kjálki fór einnig inn í sama munstur snúnings og hliðarbeygju og var þetta tengt tilfinningum og varð mikil og góð slökun á andlitsbeinum eftir að ég tengdi inn á tilfinningarnar.
     
Er hún stóð upp af bekknum var hún sjálfsörugg og afslöppuð. Spennan sem verið hafði í hbs kerfinu var horfin og takturinn var orðinn rólegri og opnari.
     
Vegna aðstæðna varð ekkert úr tannréttingum hjá stúlkunni í þetta sinn og bíður það enn þess að hún hafi fjármagn til slíkra lagfæringa. Á meðan þess er beðið væri gott að halda áfram að vinna með fleygbeins afbökunarmynstur og með andlitsbein og vöðva. Einnig væri gott að vinna frekar með andlega vanlíðan og kvíða sem hrjáir stúlkuna. Áframhaldandi heildræn meðferð gæti leitt til þess að tannréttingarnar yrðu umfangsminni en upphaflegar áætlanir gera ráð fyrir.

2. tilfelli
Meðferð 30-07-04

Sól er  á fertugs aldri. Hún hefur verið í HBS meðferð hjá mér í 10 mánuði en ég hef samt ekki unnið með andlitsbeinin sérstaklega fyrr en nú.
Sól fór í tannréttingar fyrir15 árum sem tóku um 4 ár og fylgdu þeim mikil óþægindi.

Hún hefur haft fjölbreytileg sjúkdómseinkenni á síðustu árum þar á meðal bláæða blóðtappa í báðum fótum. Einkenni frá lungum, bandvef, augum, höfuðverki með meiru.

Ég byrjaði á að opna kerfið sem var óvenju opið og mjúkt. Mikill stífleiki var í hálsi sem losnaði um. Í fleygbeini var mikill vindingur og afbökunarmynstur og leiddi verkur niður í mjöðm og síðu er unnið var með það.

Andlitsbein öll voru mikið á hreyfingu og spenna í þeim.
Neðri kjálki: í honum var mikill snúningur og festa og leiddi verkur í hendi og hné.

Unnið var sérstaklega með TMJ en þar var geysilega mikil festa vinstra megin og kom verkur í sköflung vi. megin er unnið var þar.
Einnig var unnið með efri kjálka og kinnbein og losnaði um mikið í öllu andlitinu og fannst Sól eins og margföldu lagi af grímu væri losað í burtu.
Er fyrst var tengt við efri kjálka innan frá kom lítil hreyfing fram og var orsaka að leita í spennu í plógbeini og gómbeini sem losað var um. Við það kom fram kyrkingartilfinning svo í framhaldi vann ég með háls, málbein og lungu en þar losnaði í kjölfarið um mikla spennu í berkjum og alveoli sem leiddi aftur í bak og síðu, verkur sem Sól þekkti vel.
Að lokum vann ég með sjóntaugina en Sól hefur haft verk í höfði sem lá í kringum augu og aftur í hnakka. Hún er nú komin með ný gleraugu en sjónin hefur versnað undanfarin ár.
Var áberandi minni virkni vinstra megin í hnakka hluta  heila en einnig var brennipunktur þar sem sjóntaugin víxlast.

4.ágúst 2004

Sól hefur liðið vel síðustu viku. Hbs kerfið var allt mjúkt og opið.
Ég byrjaði á því að vinna með spjaldhrygginn og kom þar fram mikið skekkjumynstur sem tengdist fleygbeini.
Eftir losun á þverhimnum vann ég með sáldbeinið í fyrsta sinn frá því hún kom til mín í meðferð. Þar kom fram geysilega mikið skekkjumynstur, snúningur til vinstri og fann hún verk í nýra meðan ég vann með það en einnig kom upp minning frá líftíma í Afríku þar sem hún hafði verið með bein í gegnum nefið.
Það létti mikið á nefsvæði.
Í fleygbeini og kjálka kom fram sama skekkjumynstur.
Spenna var mun minni í öllum andlitsbeinum en er ég vann með neðri kjálka sem enn fer í hliðarsnúning til vinstri kom upp minning frá tannréttinga tímanum.
Ég vann einnig með augntóttir og sjóntaug eins og síðast en þar hafði einnig létt mjög á þrýstingi. Í þetta sinn tengdi ég inn á tárakirtla, vöðva og ítaugun en hún er enn með sýkingu í auga sem staðið hefur nokkrar vikur. Einnig vann ég eins og síðast með TMJ, orkuskot og tengdi inn á tyggivöðva.

Sól hefur haldið áfram að koma í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð og vinn ég áfram þannig að líkaminn segi mér hvað þarf næst að vinna með þar sem af nógu er að taka.

3. tilfelli.

Ása er á fimmtugs aldri. Hún fór í tannréttingar og kjálkaaðgerð fyrir 7 árum síðan. Í aðgerðinni skaddaðist vinstri kinnkjálka grein V.heilataugar og hefur það valdið henni miklum óþægindum síðan.
Hún sefur nú með góm en einnig eru tvær tennur límdar saman og teinn í neðri góm til að tennurnar fari ekki af stað aftur eftir  réttingarnar.

Við meðferð kemur í ljós mikil spenna í sigð og er hún nánast föst og breyttist það lítið í þeim 7 meðferðum sem hún fékk. Í neðri kjálka kom fram hægri snúningur og einnig í plógbeini. Þar kom einnig fram samþjöppun.
Almennt leið Ásu betur eftir meðferð og fannst að vöðvaverkir í öxlum og baki hefðu minnkað og eins að henni liði betur í andliti.
Ég tel þó að þar sem kinnkjálkabein eru límd saman og þar sem framtennur uppi eru samlímdar muni ekki nást fram sú losun sem þyrfti til að ná enn betri árangri. Hér hefði þurft fulla samvinnu við tannlækni til að bæta varanlega ástand himnukerfis og beina afstöðu í andliti og höfði.


4. tilfelli

Iðunn er 14 ára unglingur sem er í tannréttingum. Hún kemur til mín daginn eftir að strekkt var á teygjum og fann hún fyrir miklum óþægindum í andlitinu vegna þess.
Hún finnur alla jafna fyrir verk í kjálkum í um viku eftir hverja meðferð hjá tannlækninum og á erfitt með svefn.
Mikil spenna og þroti var í andlitsbeinum sérstaklega í neðri kjálka og kinnkjálkum. Neðanhnakkasvæði var mjúkt og rófubein laust. Orkustöðvar voru þéttar og dökkar og voru þær hreinsaðar. Sigðin var mjúk og fín en tjaldið fremur stíft. Mikil spenna var í fleygbeini Unnið var með plógbein niður í gegnum fleygbein og losnaði um mikla spennu. Eftir meðferð leið Iðunni aðeins betur í andlitinu.
Æskilegt væri að hún héldi áfram að koma í meðferð meðan á tannréttingum stendur og eins eftir að þeim lýkur til að koma á jafnvægi í kerfinu.

5.tilfelli
Tannleysi

K. kemur til mín vegna mikillar þreytu og almennrar vanlíðanar. Þegar sjúkdóms saga er tekin kemur í ljós að hún hefur farið í gegnum miklar tannviðgerðir og vantar jaxla báðum megin auk þess sem hún er með brú í neðri góm og titan nagla aftarlega.
Hún hefur einnig lent í alvarlegu umferðarslysi sem olli ýmsum beinbrotum og öðrum skaða. Eggjastokkar og leg hafa verið fjarlægð og einnig gallblaðran. Hún þjáist af þunglyndi.Við skoðun kemur í ljós að allar þverhimnur eru mjög stífar. Mikil skekkjumynstur fundust í fleygbeini sérstaklega hægri snúningur og sigðin var mjög stíf. Fleyg-hnakka brjósktengsl voru mjög þétt. (compressed).
Ég vann almennt með kerfið og leið henni mun betur eftir fyrstu 2 meðferðirnar heldur en áður. Það sem þjáir hana þó ekki hvað síst er að geta ekki notað andlitið og andlitstjáningu vegna tannleysis. Hún brosir því ekki og heldur munninum lokuðum sem allra mest. Mikil vinna er eftir til að koma lagi á hin ýmsu svæði sem hafa orðið fyrir mörgum áföllum á síðustu áratugum.

Áframhaldandi meðferðarúrræði.
Hér þarf að nálgast verkefnið frá mörgum sjónarhornum.
* Í fyrsta lagi þarf K á tönnum að halda áður en of mikil beineyðing á sér stað í kjálkabeinum vegna tannleysisins. Fram að því og eins á eftir er mikilvægt að vinna með andlitsbeinin og kálkaliðinn sem er mjög stífur. Eins er nauðsynlegt að vinna með vöðva andlits.
* Vegna brottnáms legsins og eggjastokka þarf að gæta að innkirtlakerfinu og virkni heiladinguls og undirstúku.
*  Hún hefur fengið leiðbeiningar um breytt mataræði og hreinsun á innri líffærum (afeitrun) til að koma lagi á meltingu og aðra líkamsstarfsemi.
* Unnið verður með kvíða og þunglyndi bæði með orkusviðsmeðferð, hrifkjörnum (blómadropum) og höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun.


6. tilfelli
Tannskemmd-taugaskemmd.

Í haust fór ég af stað með mikla hreinsun á líkama mínum sem byrjaði með notkun á Compound X til að hreinsa og drepa sníkjudýr, síðan 9 daga fasta sem ég geri raunar 1-2 á ári nú orðið og loks lifrarhreinsun. Í kjölfarið hef ég einnig breytt mikið mataræði og sinni líkamanum betur en nokkru sinni.

Fljótlega fann ég fyrir því að fylling í 1.jaxli vinstra megin í efri góm var léleg og kulaði í tönnina. Því fór ég til tannlæknis sem deyfði taugina til tannarinnar og hreinsaði hana síðan upp og fyllti að nýju. Þar sem holan var djúp var hann nokkuð efins um að þetta gengi upp en tók samt áhættuna.

Næstu dagana fann ég fyrir kuli í tönninni, öllu meiri en áður en skellti skuldinni á nýja fyllingu sem þyrfti aðlögun.
Eftir viku var kominn geislandi seyðingur út frá tönninni og allt skynsvæði vinstri heilataugar V, þrenndartaugar.  Ég fór því aftur til tannlæknisins sem minnkaði fyllinguna þar sem það var smá möguleiki að ekki þyrfti annað til en að hún hefði verið aðeins of há. Hann hafði þó miklar efasemdir enn og aftur og taldi að tönninn væri að deyja og þyrfti því að opna fyllinguna, drepa taugina (rótina) og dæla þar inn bakteríudrepandi efni áður en fyllt yrði upp í að nýju og tæki þetta nokkrar ferðir til hans.

Ég var ekki alveg tilbúin að kyngja þessu og ákvað að leita annarra leiða til hins ítrasta fyrst. Meðal annars hbs meðferð.

1.meðferð var í höndum H. Hún vann með heildarkerfið en síðan beint með tönnina og andlitsbeinin inn í munninum og losnaði um heilmikla spennu.
Áfram fann ég fyrir uppsöfnun mikilla eiturefna í höfði á nóttinni þar sem ég vaknaði með seyðing í höfuðleðri að morgni sem hvarf eftir höfuðnudd og sturtu.

Nokkrum dögum síðar fór ég til IÞ. Í fyrsta tíma kom fram mikil tenging við kristalla í vinstri hæl en þeir hafa verið þar fastir síðustu vikur og finnst vel fyrir þeim þegar fótkefli er notað fyrir svæðanudd að morgni.
Einnig var bein tenging við meltingarfæri upp í tönn.
Mikil virkni var í vinstri tauginni, seiðandi óþægindi á öllu skynsvæði hennar.
Tönnin sjálf virtist vera hrein að mestu og líkur á að hún nái bata.
Heldur dró úr uppsöfnun að nóttu í höfuðleðri eftir þessa meðferð.
Í þriðju meðferð nokkrum dögum síðar kom enn tenging niður í vinstri hæl en ró yfir meltingarfærum. Nú er geislandi speglun á virkni svo að hægri taugin er einnig farin að gera vart við sig sem kemur fram í kuli í tönnum og seyðing í andliti.

Enn er seyðingur í andliti og mandibular hluti taugarinnar mjög aumur bilateralt sérstaklega ef komið er við taugina þar sem hún kemur út úr kjálkabeininu.

Nú eru liðnir 3 mánuðir frá þessarri tannviðgerð og er enn einhver seyðingur á áhrifasvæði þrenndartaugar vinstra megin í andliti. Annað sem ég hef tekið eftir er að vinstra auga er einkennilegt eða vöðvar í vinstra auga og get ég ekki skýrt hvernig það virkar. Sjónin hefur aðeins versnað sl. mánuði en ekki þó nóg til að gleraugna sé þörf.

Óþægindi hafa ekki komið aftur fram hægra megin.
Næsta stig meðferðar er að finna tannlækni sem vinnur á heildrænan og náttúrulegan hátt og láta skoða hvað hægt er að gera fyrir tönnina.
Áframhaldandi hbs meðferð er einnig mikilvæg en einnig væri hægt að skoða enn fleiri meðferðarmöguleika eins og hómopatalyf og frekari hreinsun á líkamanum og stendur til að fasta að nýju um vorjafndægur.


Samantekt


Hvað höfuð við lært af þessu.
1. Tennur eru staðsettar í kinnkjálka og neðri kjálka.
2. Skekkja í þeim, tannskemmdir og bitskekkja hefur áhrif á önnur bein andlits og höfuðs í gegnum beintengsl, taugatengsl,  liðtengsl, vöðvatengsl og himnutengsl og hið gagnvirka himnukerfi.
3. Vanheilsa tanna hefur einnig áhrif út í líkamann í gegnum orkubrautir og fósturfræðileg tengsl tanna og taugavefs.
4. Vanheilsa tanna getur haft verulega andleg og líkamleg áhrif á einstakling og m.a. skert sjálfsmynd hans.
5. Höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun getur bætt líðan og heilsu fólks sem er í tannréttingum eða hefur einhvern tíma farið í gegnum slíkt ferli og kraftbeitingu.
6. Nauðsynlegt er að taka með þátt tanna hvenær sem við meðhöndlum einstakling þar sem einkenni í td. baki eða nýrum getur átt upptök í tönnum og öfugt.
7. Til að góður og varanlegur árangur náist í meðferð vandamála tengd tannskekkju eða bitskekkju verður að koma til samvinna tannlæknis og meðferðaraðila auk vilja sjúklings.

Það er ljóst af ofangreindum upplýsingum að við getum aldrei litið á einn hluta líkamans sem aðskilið fyrirbæri  til að meðhöndla heldur er alltaf nauðsynlegt að vinna heildrænt með einstaklinginn og ekki gleyma hinum stóra þætti sem tennur spila í þessu samspili beina, himna, tauga, vöðva, innkirtla, tilfinninga og orkubrauta svo fátt eitt sé nefnt.

Greinagóð sjúkrasaga sem kemur inn á tannheilsu er ekki síður mikilvæg þegar við meðhöndlum bakverki eins og ef við værum að meðhöndla þá sem eru í tannréttingum og eiga í vandamálum með bein og liði í andliti.

Fjöldamörg sjúkdómseinkenni, festur eða leiðni getur leitt okkur upp í munnhol skjólstæðings og ýtt undir að við vinnum með andlitsbein og annað sem þeim tengjast. Það eru fjölmargar leiðir sem við höfum til að meðhöndla þetta svæði. Við getum unnið með losun beina og beintengsl, tengt inn á vöðva, taugabrautir, orkubrautir, fráveitu eða himnur.
Í þessu ferli mun á sama tíma losna um höft á ýmsum stöðum í líkamanum sem eru tengd tann- eða andlitssvæði bæði innan höfuðkúpu en eins í mjaðmagrind og spjaldi, innri líffærum, hrygg og jafnvel niður í tá og allt þar á milli.
Jafnframt því sem líkamleg höft losna verður einnig mikil hræring á tilfinningum og þarf meðferðaraðili að vera meðvitaður um það og gæta ítrustu varkárni og aðstoða einstaklinginn þannig að hann hafi grunnráð til að jarðtengja sig og ná jafnvægi eftir miklar hræringar hið innra.

Leiðbeiningar um breyttan lífsstíl gætu einnig átt við í sumum tilfellum þar sem við sjáum að þess gæti verið þörf.

Þegar við fáum einstakling sem er á leið í tannréttingar eða er í tannréttingum er best ef hægt er að vera í samvinnu við tannréttinga sérfræðinginn en að öðrum kosti meðhöndla viðkomandi áður en meðferð hefst og síðan alltaf þegar einhverju er breytt, strekkt á teygjum osfrv. Einnig er mikilvægt að meðhöndla fólk eftir að réttingum lýkur.

Af lestri fjölmargra greina sýnist mér að Alf vírar sem notaðir eru innanvert á tennur og virka hægar en hefðbundnir kubbar og vírar  séu vænlegur kostur fyrir þá sem þurfa á tannréttingum að halda. Alf aðferðin er hönnuð af Craniodontics eða sérfræðingi í tannréttingum og osteopatiu með sérstöku tilliti til höfuðbeina-og spjaldhryggskerfisins.


Heimildaskrá

1. Andreas Moritz,THE AMAZING LIVER CLEANSE A Powerful Approach To Improve Your Health And Vitality  ebók, 2002, ISBN: 1-4033-2996-6 (e-book)
ISBN: 1-4033-2997-4 (Paperback) http://ebook.lightningsource.com/TitleDownload/LSCFD.dll/AmazingLiverCleanse.pdf?transID=MTA0IG7Ejo/Hh3UPh2Iu1nwbh8TQ088wW3sp5tqrdDt0KBcp3+wW4UW5Hu7GEnk5tEcO+S0gwDWfvfINTIJs93QbtI3aJ0qBGfFmbbu7JFfODkGs3fzrRnuBGkRZJLds99RkGiIlz+v4AxWm, bls 66
2.  Gerald H. Smith • Langhorne, Pennsylvania , http://www.icnr.com/cs/cs_06.html
3. Hannes Petersen, Andlitsáverkar,     http://www.hi.is/pub/med/greinar/hne/andlit.html
4. Hugh Milne, 1995, Heart of listening 2, North Atlantic Books
5. Osteopathy and Dentistry, Sutherland society. http://www.cranial.org.uk/page5.html
6. Steingrímur Þór Einarsson, Beinavefurinn. Beinaskrá. http://www.fsu.is/vefir/ornosk/liffraedi/beinavefur/bein3/bein3.htm#Höfuðkúpa
7. Tannlæknatal. http://um.margmidlun.is/um/tannsi/vefsidur.nsf/$filesX/Skjalasafn_FelagaskraStofurweb.htm/$file/FelagaskraStofurweb.htm
8. Thomas Attlee, Cranio Sacral therapy, A stig
9. Thomas Attlee, Cranio Sacral therapy, D stig


Tilvitnanir
i  Hugsanlega rituð af Amenhotep IV, faraó Egyptalands, 1360-1355 f. krist., endurskoðuð af SRI Ramatherio, þýdd af Sveini Ólafssyni, 1978, Þér veitist innsýn, Rósakrossreglan Íslandi, bls 138
ii Hugsanlega rituð af Amenhotep IV, faraó Egyptalands, 1360-1355 f. krist., endurskoðuð af SRI Ramatherio, þýdd af Sveini Ólafssyni, 1978, Þér veitist innsýn, Rósakrossreglan Íslandi, bls 143 og 144.
iii Lýður Björnsson, Tannlækningar á Íslandi, http://www.tannlaeknar.is/index.php?option=content&task=view&id=13&Itemid=38
iv Hippokrates, Hugh Milne, 1995, Heart of listening, North Atlantic Books, bls 52
v Úr bókinni Tennur og tannhirða sem gefin var út með styrk Tannverndarráðs árið 1989. Útgáfu önnuðust Gunnar Þormar og Sigfús Þór Elíasson.slóð: http://www.tannheilsa.is/interpro/heilb/tannvernd.nsf/pages/wpp0010
  viÚr bókinni Tennur og tannhirða sem gefin var út með styrk Tannverndarráðs árið 1989. Útgáfu önnuðust Gunnar Þormar og Sigfús Þór Elíasson. http://www.tannheilsa.is/interpro/heilb/tannvernd.nsf/pages/wpp0023
viiGerald H. Smith • Langhorne, PennsylvaniaALF / Whole Body Connection http://www.icnr.com/cs/cs_14.html
  viii Hypocrites, 500 BC  http://www.amalgam.org/
  ixTannlæknafélag Íslands. http://um.margmidlun.is/um/tannsi/vefsidur.nsf/index/7.0141?open
x Gerald H. Smith • Langhorne, Pennsylvania http://www.icnr.com/cs/cs_21.html
  xiAndreas Moritz,THE AMAZING LIVER CLEANSE A Powerful Approach To Improve Your Health And Vitality  ebók, ISBN: 1-4033-2996-6 (e-book)
ISBN: 1-4033-2997-4 (Paperback) http://ebook.lightningsource.com/TitleDownload/LSCFD.dll/AmazingLiverCleanse.pdf?transID=MTA0IG7Ejo/Hh3UPh2Iu1nwbh8TQ088wW3sp5tqrdDt0KBcp3+wW4UW5Hu7GEnk5tEcO+S0gwDWfvfINTIJs93QbtI3aJ0qBGfFmbbu7JFfODkGs3fzrRnuBGkRZJLds99RkGiIlz+v4AxWm bls 66
  xiiApostole P. Vanderas, D.D.S., J.D., M.P.H., M.D.S.; Maria Menenakou, D.D.S.; Liza Papagiannoulis, D.D.S., M.S.; Emotional Stress and Craniomandibular Dysfunction in Children; Cranio. 2001 Apr;19(2):123-9.
xiiiDr. Gerald Smith: ghsdoc@icnr.com
Advanced Lightwire Functionals http://www.icnr.com/alf/alfanatomy.html
  xivGerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
  xvGerard J. Tortora (1997): Introduction to the Human Body - The Essentials of Anatomy and Physiology. Menlo Park, California: Benjamin Cummings.
Free Web Hosting