cranio
Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun
Cranio-sacral therapy

Ef þú hefur enn ekki prófað þessa meðferð geturðu hringt og pantað tíma hjá mér í síma 6990858.



Hvað er Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð?

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er óvenjulega mild en jafnframt öflug meðferð, sem hefur það meginmarkmið að skapa heilbrigt jafnvægi á öllum sviðum líkamsstarfseminnar og viðhalda því.

Meðferðin getur bæði fjarlægt sjúkdómseinkenni og þær truflanir sem valda þeim, en getur einnig haft djúpa og áhrifamikla heilandi verkun á fjölmörg líkamleg vandamál, hvort sem um er að ræða einfaldan sársauka eða langvinnt og flólkið heilbrigðisvandamál.

Meðferðina má nota við fólk á öllum aldri, allt frá nýfæddum börnum til aldraðra. Hún er mjög hentug fyrir ungbörn og til að nota við bráðar og sársaukafullar aðstæður vegna þess hversu mild hún er, en hún er einnig mjög þægilegt og slakandi meðferðarform.

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð hefur verið beitt með góðum árangri við ungbarnakveisu og eyrnabólgum hjá ungbörnum, námserfiðleikum, hegðunarvandamálum og asthma hjá börnum, og við mígreni, bakverkjum, tíðatruflunum, tilfinningalegri spennu, fylgikvillum slysa, meiðslum, heilahimnubólgu og öðrum alvarlegum sjúkdómum hjá fullorðnum.

Enn fremur getur höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð komið að gagni við nær hvaða aðstæður sem er, vegna þess að hún gengur alfarið út á það að efla heilbrigði, styrkleika og lífsþrótt út frá innsta kjarna mannsins. Hún örvar eðlilegan lækningamátt líkamans, grefur undan rótum vandans, lýsir upp flóknar og erfiðar aðstæður og samhæfir alla styrkleikaþætti líkamans til sjálfslækningar.

Meðferðinni fylgir gjarnan djúp hlýju- og slökunartilfinning um leið og einstaklingurinn er leiddur inn í friðsælt vellíðunar- og jafnvægisástand.


Hvernig virkar meðferðin ?

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð felst í því að meðferðaraðilinn beitir mjög léttri handsnertingu bæði við greiningu og meðferð. Þessari léttu snertingu er beitt á höfuð skjólstæðingsins, spjaldhrygg hans og ýmsa aðra staði líkamans sem viðeigandi er hverju sinni.

Meðferðaraðilinn getur “hlustað” á líkama skjólstæðingsins með höndunum með því að beita næmi sínu. Hann getur greint tog, vinding og spennu í vefjunum, sem geta brenglað eða hindrað eðlilegar, taktfastar hreyfingar höfuðbeina- og spjaldhryggskerfisins, sem nefnt hefur verið þriðja taktkerfi líkamans. Þessar truflanir eru óhjákvæmileg spegilmynd af heilbrigðisástandi einstaklingsins.

Í gegnum þessa léttu snertingu er unnt að vinna með og losa um spennuna og vindinginn. Þannig er einnig hægt að greina upptök vandans og örva hin hárfínu lækningaviðbrögð sem tengjast höfuðbeina- og spjaldhryggskerfi líkamans.

Líkaminn hefur eðlilega þörf fyrir að efla heilbrigði sitt, viðhalda því og vinna gegn sjúkdómum og sýkingum. En til þess að líkaminn geti starfað á heilbrigðan og eðlilegan hátt er nauðsynlegt að allir vefir hans og vökvar geti hreyfst frjálst og óhindrað.

Sé þessi frjálsa hreyfing hindruð á einhvern hátt hefur það í för með sér þrengsli, stíflur eða stöðnun og í kjölfarið sjúkdóm og skerta líkamsstarfsemi.

Það markmið sem meðferðaraðilinn hefur í huga, þegar hann gefur höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð er að “hlusta” á takt þriðja taktkerfisins og greina hindranir í líkamanum og losa um þær. Þannig endurvekur hann flæði lífsorkunnar um líkamann og eðlilega heilbrigða starfsemi í sérhverjum líkamshluta og einstaklingnum í heild.


Hverjum gagnast Höfuðbeina - og spjaldhryggsjöfnun?

Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð getur komið að gagni við nánast hvaða aðstæður sem er, m.a.:

Hjá UNGBÖRNUM:

í sambandi við ungbarnakveisu, eyrnabólgur, svefnleysi eða önnur alvarlegri vandamál.


Hjá BÖRNUM:

Í sambandi við byltur og föll.

Til að stuðla að bata eftir kvef og sýkingar.

Í sambandi við alvarlegri vandamál eins og asthma, námserfiðleika og hegðunarvandamál.

Til að stuðla að fullum bata eftir heilahimnubólgu.


Hjá FULLORÐNUM:

Í sambandi við fjöldann allan af vandamálum, t.d. höfuðverk, bakverk, tognun í liðum, meltingarvandamál, tilfinningalega spennu, truflanir í kjölfar slysa, meiðsli og alvarlega sjúkdóma.

Hjá ÖLDRUÐUM:

Til að jafna út áhrif spennu og álags lífsins, afleiðingar meiðsla, slysa og sjúkdóma og stuðla að að betra líkamlegu og andlegu ástandi með minni þörf fyrir lyf og óþægilegar aukaverkanir þeirra.

Hjá ÖLLUM:

Sem vilja bæta heilbrigðisástand sitt og öðlast meiri tilfinningu fyrir vellíðan, skýrleika og heilbrigði í lífi sínu. 




Síðast en ekki síst má leggja áherslu á að höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð nýtist hverjum og einum í samræmi við þær þarfir sem líkami hans hefur til lagfæringar og betra jafnvægis, því að líkaminn stýrir meðferðinni sjálfur þegar hann fær ákveðna örvun til þess. 


Dæmi um vandamál, þar sem höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð hefur orðið til bóta:

Höfuðverkur, Mígren, Tíðaverkir,
Asthma, Sinusitis, Bronchitis, Blöðrubólga,
Frosin öxl, Liðagigt, Ischias, Langvinn tognun á ökkla, Vandamál í liðum, RSI,
Meltingarvandamál,
Whiplash skaðar, Hryggskekkjur,
Bakverkir, Hálsverkir, Viðvarandi sársauki hvar sem er í líkamanum,
Spenna, Kvíði, Svefnleysi, Sjóntruflanir,
Þrekleysi,
Vandamál á meðgöngu og eftir meðgöngu, Þunglyndi, Fylgikvillar skurðaðgerðar, Samgróningar,
Ungbarnakveisa, Pyloric Stenosis, Vandamál tengd fæðugjöf ungbarna,
Miðeyrabólgur, Vökvi í eyrum, Tonsillitis, ENT vandamál,
Samþjöppun á höfuðkúpu vegna erfiðrar fæðingar ásamt öllum þeim truflunum sem því getur fylgt,
Námserfiðleikar, Lesblinda, Rangeygi, Augnleti, Ofvirkni, Einhverfa, Flogaveiki, Cerebral Palsy,
Hegðunarvandamál, Bræðisköst, Þráhyggjuhegðun,
Tannvandamál og TMJ vandamál,
Höfuðskaðar og hin hárfínu áhrif þeirra á persónuleika og andlegt ástand,
Heilahimnubólga og langvinnir fylgikvillar hennar,
Post Viral Syndrome, ME, Glandular Fever, Síþreyta,
Fylgikvillar hvaða langvinnra veikinda eða veiklandi sjúkdóms sem er.

Þýðing úr kynningarbæklingi frá
“Primrose Hill Natural Health Center” í London,
Margrét Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur, 1997 Félag Höfuðbeina -og spjaldhryggsjafnara, Pósthólf 5217, 125 Reykjavík.


Í
targrein um höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun
Lokaritgerð í hbs meðferð-Tennur og mikilvægi þeirra í hbs meðferð
Heim
“Þú sem skynjar jafnt dásemdir sköpunarinnar í heild sem og hinna smáu hluta hennar getur þú notað augu þín til annars betra en til að læra að skilja í öllu þessu birtingu mikilfengleiks skapara þíns eða huga þinn til að rannsaka undur og stórmerki alls þessa?” 
Amenhotep IV
“Sjúkleiki líkamans þjakar jafnvel einnig andann; hvorugur getur verið hraustur án heilbrigðis hins.”
Amenhotep IV
Free Web Hosting