dögun nýrrar aldar 3
Ég vaknaði snemma morguninn eftir. Klukkan var ekki nema sex og ég gat því kúrt áfram í rúminu. Ég vafði höndunum um koddann og fann til mikillar vellíðanar. Hugurinn reikaði til gærkvöldsins og í eyrum mínum hljómaði Hreðavatnsvalsinn. Unnur Dís hafði séð til þess að ég settist nánast ekkert niður á milli dansa.
Hún var taktvís og auðvelt að stjórna og þar sem ég var óöruggur hafði hún tekið við og leitt mig af leikni áfram um dansgólfið. Bros hennar var alltaf jafnbjart og djúpar broshrukkur um augun. Það var greinilegt ða hún dansaði af hjartans lyst. Allt varð eitthvað svo auðvelt með hana í faðmi sér. Það hafði ekki gengið eins vel þegar kokkurinn var dansaður. Bæði var að ég kunni ekki alla dansana og þurfti því að treysta á þann dansfélaga sem ég fékk og að á stundum stóð ég uppi án dansfélaga. Meðan að allir voru komnir af stað í hraðan polka eða ljúfan tangó. Þær voru heldur ekki allar jafn taktvissar eða léttar að stjórna eins og Unnur Dís.
Ég hlakkaði til morgundagsins er Sving námskeiðið yrði. Ég vissi samt ekki hvort tilhlökkunin væri meiri yfir að hitta Unni Dís eða læra að dansa.
Í huga mér brá einnig fyrir myndum af ungum dreng sem  kúrði í hálskoti mínu og ég tók ósjálfrátt fastar utan um koddann. Ég óskaði þess að mér liði alltaf svona vel. Bara að ég þyrfti ekki að fara framúr.
Ég hlýt að hafa dottað aðeins því ég hrökk upp er vekjaraklukkan hringdi. Klukkan var sjö.
Það var kalt gólfið er ég steig framúr og hitamælirinn sýndi 5 stiga frost úti. Það hafði snjóað og birti talsvert yfir umhverfinu í skammdeginu. Nóvember mánuður hafði verið vætusamur og því æði dimmt yfir öllu. Nú hafði orðið breyting þar á. Ég hafði þó litla trú á því að þessi snjór héldist fram að jólum. Það voru enn fjórar vikur fram að hátíðunum.
Ég klæddi mig hlýlega og gætti þess að fara fyrr af stað en venjulega til að skafa af bílrúðunum. Rafgeymirinn sem ég hafði keypt um síðustu mánaðamót sá til að þess að bíllinn færi örugglega í gang.
Á leiðinni velti ég því fyrir mér hvort Unnur væri lofuð. En um leið heyrðist önnur rödd sem sagði mér að vera ekki að gera mér vonir. Mér væri nær að ná áttum eftir skilnaðinn fyrst, þar að auki hefði ég ekki efni á því að fara að standa í einhversskonar ástarsambandi með því sem slíku fylgdi. En hin röddin hélt samt uppteknum hætti. Hvaða máli skiptu einhverjar krónur ef ég fyndi hamingjuna.
Hugsanir mínar voru truflaðar af bílflautu. Ég hafði ekki tekið eftir græna ljósinu á umferðarvitanum.
Freyja hringdi til mín eftir hádegi. “Hæ pabbi hvernig var í gær?”
“Allt í lagi.”
“Bara allt í lagi, hitturðu ekki einhverja dömu?”
Ég hikaði áður en ég svaraði “reyndar.”
“Hvenær ferðu næst?” Það var ákafi í rödd hennar.
“Ég skráði mig á námskeið um helgina.”
“Jibbí “... heyrðist á hinum enda línunnar, “ég vissi að þú myndir hafa gaman af dansinum og hitta einhvern sem fengi þig til að brosa.”
“Hvað er þetta, þykist þú nú vera orðin forspá?”
“Ef þú vilt kalla þetta það.
Hvað heitir hún?
Hvað er hún gömul?”
“Bíddu nú hæg unga dama, engan æsing.”
Ég gat ekki annað en brosað að ákafanum í henni. Hún hafði alltaf sagt hug sinn beint út enda bogmaður.
“Við skulum nú leyfa tímanum að leiða í ljós hvort eitthvað meira en kunningsskapur verður úr þessum kynnum.”
“Allt í lagi pabbi minn skemmtu þér vel um helgina.” Við kvöddumst og í huga mér runnu orð hennar og spurningar aftur og aftur í gegn. Ég var engu síður forvitinn en dóttirin.

Hjartað í mér sló örar er ég nálgaðist danssalinn. Ég réði lítið við tilfinningar mínar og það lá við að ég sneri við og hætti við allt saman. En mér tókst að finna nógan kjark til að leggja bílnum og ganga inn í húsið þar sem námskeiðið var haldið.
Hún stóð frammi í andyri og var að tala við eldri hjón sem voru greinilega að mæta þarna til að læra eins og ég. Hún leit upp og brosti til mín er hún heyrði hurðina opnast. Augu okkar mættust og eins og áður hríslaðist um mig tilfinning þess að við hefðum alltaf þekkst. Þetta var einkennileg tilfinning. Ég vissi að við höfðum aldrei hittst í þessu jarðlífi og þótt ég hafði heyrt um að maður gæti lifað mörg líf á jörðinni hafði ég aldrei leitt hugann að því og trúði því tæpast.
Maður fæddist, lifði og dó. Einfalt.
Í seinni tíð hafði þó einhver brestur komið í þessa trú mína.
Helgin leið hratt. Það voru tuttugu manns á námskeiðinu og tveir kennarar. Svo heppilega vildi til að kynjaskiptin voru jöfn. Dansfélagi minn þessa helgi var menntaskólastúlka sem sagði að sér hefði ekki tekist að draga kærastann með sér og væri því ein. Ég hafði vænst þess að fá tækifæri til að dansa við Unni en hún var óþreytandi að aðstoða og kenna öllum sem þurftu á því að halda svo allir fengu að njóta færni hennar. Ég skemmti mér samt konunglega. Það var létt glaðværð yfir stjórnendunum tveim sem smitaði út frá sér yfir allan hópinn. Er námskeiðinu lauk á sunnudag spurði Unnur mig hvort ég kæmi ekki á dansæfingu næstkomandi fimmtudag. Við gætum þá fengið tækifæri til að dansa saman og æfa það sem ég hafði lært þessa helgi.
“Veistu það Valentínus, ég er sannfærð um að við höfum þekkst áður og unnið saman á öðrum sviðum.”
Ég skyldi ekki alveg hvað hún átti við en orð hennar hljómuðu trúanleg.
Þegar ég kom heim lét ég renna í bað og setti olíu út í. Mig var farið að verkja í hvern vöðva enda höfðu þeir verið þandir til hins ýtrasta alla helgina.
Ég átti erfitt með svefn er ég lagðist á koddann. Á endanum ákvað ég að líta í bókina sem ég hafði keypt frá Amazon. Hún hét “Miðlun”. Fyrsta blaðsíðan hljómaði eins og hebreska í eyrum mér. Þarna var fullt af orðum og hugmyndum sem ég hafði aldrei heyrt áður. Það sem ég skyldi þó og kom mér mest á óvart var sú staðhæfing Vywamusar að allir væru miðlar. Í mínum huga táknaði orðið miðill einhvern sem sagðist vera í tengslum við heim framliðinna og kom með skilaboð frá þeim. Ég hafði aldrei séð eða heyrt neitt frá látnum ættingjum eða öðrum og hér kom Vywamus og sagði að allir væru miðlar.
Orkumiðlar, einskonar straumbreytar.
Straumbreytar fyrir visku, upplýsingar, orku og kærleika frá hærri sviðum inn í okkar raunveruleika.
Hvar voru þessi hærri svið? Hverjir voru þar? Hvers konar upplýsingar og orka var þetta? Hvernig gat ég sem hafði alltaf verið mjög jarðbundinn verið miðill? Það voru margar spurningar sem vöknuðu en fá svör sem ég fékk og það var út frá þessum hugleiðingum sem ég loks sofnaði.

Stóri Björn beið eftir mér. “Í nótt förurm við í nýjan stað.”
“Hvar er hann?”
“Hann er í borg sem kallast Shamballa og er yfir Góbíeyðimörkinni í norðurhluta Kína og syðst í Mongolíu. Þetta er eterísk borg sem þýðir að hún sést ekki með hinum mennsku augum heldur er hún í annari vídd. Shamballa er fundarstaður allra uppljómaðra meistara sem lifað hafa á jörðinni og mynda þeir helgistjórn plánetunar. Einn þeirra hefur boðið þér að koma til sín í einkatíma til að svara spurningum þeim sem þú varpaðir fram í kvöld.
Ég ætla líka að leyfa þér að njóta útsýnisins á leið okkar þangað, rétt eins og þú færir í flugvél nema við ætlum að ferðast í fimmtu víddinni sem gefur öllu nýjan lit og meiri dýpt. Við svifum upp yfir landið, það var eins og allir litirnir væru ýktir. Birtan var stórkostleg. Ég sá í gegnum bergið. Sá glóandi kvikuna og innst í iðrum jarðar var stórfenglegur kristall.
“Þetta er hjarta móður jarðar, gyðjunnar Gaiu sem er lifandi vera rétt eins og þú. Það skiptir því verulegu máli hvernig mennirnir ganga um jörðina. Hlutverk mannana hefur verið að gæta móður jarðar, passa upp á að þar ríki jarnvægi. Þeir hafa því miður löngu gleymt því með örfáum undantekningum þó. Á seinni hluta þessarar aldar var ójafnvægið orðið slíkt að lafði Gaia íhugaði að draga vitund sína til baka. Það hefði þýtt að lífskrafturinn í jörðinni hefði slokknað og allt líf á jörðinni hefði farið sömu leið. Margir spámenn fyrri alda sáu þann atburð fyrir. Sem betur fer hefur nú tekist að snúa dæminu við. Það eru fjölmargir sem hafa hjálpast þar að m.a. helgistjórn plánetunnar sem hefur unnið sleitulaust að því að fræða og upplýsa mennina um kærleikan og tengingu þeirra við móður/föður Guð.
Fjölmargir menn hafa opnað upp augu sín fyrir því hverjir þeir raunverulega eru, þ.e. ljósverur og gæslumenn jarðarinnar og vinna að heilun hennar. Nú er jörðin á hraðri leið til hærri tíðni og lafði Gaia er hætt við að gefast upp á mannkyni. En á leið sinni þarf hún að losa mikla spennu og hreinsa stór landsvæði af uppsafnaðari ómstríðri orku sem orðið hefur til í stríðum, eða misnotkun gegnum gegnum árþúsundir. Þar sem þetta er verst dugar ekkert minna en frumkraftarnir, eldur, vatn, loft eða jörð. Það er ein skýring á  þeim miklu flóðum, eldum og jarðraski sem orðið hafa á síðustu árum. Til að minnka áhrifin og þörfina á miklum hamförum eru þúsundir manna sem virkja merkaba ljósför sín daglega og enn fleiri sem opna hjarta sitt og regnbogabrú til að kærleikur móður/föður Guðs og Mahatma orkan flæði inn í hjarta móður jarðar.
Sjáðu!” Ég sá fjölmargar tengingar við kristalinn í miðju jarðar sem teygðu sig eins og gylltir þræðir út í hið óendanlega. Við yfirborð jarðar voru glitrandi deplar eins og það væri þakið fegurstu gimsteinum. Sumir voru stærri og bjartari en aðrir. Svona sjáum við mannfólkið frá hærri víddum. Birtan og ljósmagnið fer eftir því hversu langt þeir eru komnir í vitundarþroska, hversu mikinn kærleika og ljós þeir geta geymt í líkömum sínum. Flestir hafa unnið að því mörg jarðlíf og nú styttist í að þeir uppskeri.”
Við vorum komnir hátt upp yfir jörðina og ég gat séð að sumstaðar var mikið ljósmagn meðan annarsstaðar var minna.
“Dreifing kærleiks og ljósbera um jörðina er ekki jöfn. Sumstaðar eru þeir enn í dvala og hafa ekki vaknað til þess hlutverks sem þeir tóku að sér. Ástæðurnar fyrir því geta verið margvíslegar m.a. vegna þess að stjórnvöld bæla niður alla tilburði almennings til að standa í eigin mætti. Þetta er ekki allt, líttu nú á jörðina.” Ég sá nú þéttriðið net umlykja jörðina. Sumstaðar var eins og vantaði möskva og annarsstaðar voru þeir örmjóir. Þeir virtust gerðir úr gulli og silfri og það blikaði á það eins og  mikil hreyfing væri þar um. Á nokkrum stöðum var svo enn þéttara og bjartara,  þar gekk netið inn í miðju jarðar.
“Þetta er orkunet jarðarinnar. Þar sem þú sérð tengingu inn í hjartað eru orkustöðvar. Þessir staðir hafa flestir verið þekktir sem helgir staðir eins og Glastonbury í Englandi, Gýza píramýdin, Mt. Shasta í Kalíforníu, Machu Picu í Perú o.s.frv.
Orkunet jarðarinnar var orðið mjög stíflað vegna orða, hugsana og athafna mannanna en einnig var stórum hluta af því lokað er Atlantis menningarsamfélagið leið undir lok og var það gert til að utanaðkomandi öfl myndu ekki misnota það. Á síðasta áratug hefur verið unnið að því að hreinsa netið og opna upp orkustöðvar. Það hefur gengið framar öllum vonum.”
Við vorum nú komnir inn yfir Asíu og í fjarska sá ég gríðarstóran demant sem stórkostleg birta stafaði af. “Þetta er Shamballa demanturinn sem er í raun fjölvitund allra meistaranna. Shamballa er nefnilega ekki bara borg eins og við þekkjum heldur vitundarstig. Allt sem þessar verur hafa lært og tileinkað sér um kærleikan og lífið í alheimi.”
Ég átti í erfiðleikum með að horfa í birtuna en það vandist þó smátt og smátt. Við svifum inn í demantinn og þá sá ég hvar við vorum staddir í fagurri borg. Strætin voru gulli lögð og kirstallar prýddu umhverfið. Við gengum í átt að musteri. Stóri Björn benti mér á að ganga þar inn.

Ég gekk inn í gríðarstóran sal. Hann var hringlaga og með hvolfþaki hátt yfir höfði mér. Þar sást upp í stjörnurnar sem blikuðu í fjarska en þó svo undurskærar. Tólf gluggar voru á salnum jafnt dreift allan hringinn og gegnum hvern þeirra skein ljós í mismunandi litum. Í miðjum salnum var stór kristall þar sem geislanir mættust. Ég horfði á þetta sjónarspil ljóss og lita með djúpri lotningu.
“Þetta er fagurt er ekki svo?” Heyrðist sagt blíðri röddu við hlið mér.
Er ég leit við mættu mér augu sem ég mun aldrei gleyma.
“Velkominn til Shamballa Valentínus. Ég er Djwal Kuhl, tíbetinn eins og margir kalla mig. Það er mér heiður að fá þig hér í dag.”
Ég velti því fyrir mér afhverju honum væri heiður af að hitta mig venjulegan mann frá Íslandi. “Ekki vanmeta sjálfan þig Valentínus, þú valdir að fæðast og starfa á jörðinni án minninga um það hver þú raunverulega ert. Til þess þurfti hugrekki. Það sama gildir um alla aðra menn. Nú er runninn upp tími sannleikans um hver þú ert.
Við skulum fá okkur sæti hér á kristallinum því hann mun hjálpa þér að meðtaka orð mín.” Við gengum að kristallinum og þar sá ég tvö fagurlega mynduð sæti. Ég hélt að þau hlytu að vera köld og hörð en er ég settist var eins og ég væri umvafinn miklum móður og föður kærleika. Öll spenna og ótti við hið óþekkta sem hafði aðeins læðst inn í huga minn hvarf á svipstundu. Djwal Kuhl brosti til mín það var greinilegt að hann vissi nákvæmlega hvernig mér leið.
“Af jörðu ertu kominn og að jörðu skaltu aftur verða” eru orð sem prestar ykkar nota oft við útfarir og bera kannski í sér að þið fæðist, lifið og deyið á þessari jörð og þá sé öllu lokið.
Að hluta til er þetta rétt. Hinn efnislegi þétti líkami sem þið mennirnir hafið meðan þið starfið á jörðinni hefur aðeins ákveðinn líftíma. Orkulíkami og ljóslíkami er hins vegar eilífur og tengist stærri vitund sem síðan tengist enn stærri vitund. Þannig heldur það áfram koll af kolli uns vitundarstigi Skaparans er náð.
Ég velti þessu fyrir mér. Ég var að byrja að átta mig á því hvað átt var við með ljóslíkama. Stóri Björn hafði einmitt sýnt mér á leiðinni alla ljósdeplana á jörðinni sem hann sagði vera menn svo ég hlaut að hafa séð ljóslíkama þeirra. En hvernig tengdust þessar vitundir hver annari. Þú getur litið á sjálfan þig sem regndropa sem fellur til jarðar. Hann lendir í litlum læk. Við segjum að lækurinn sé æðra sjálfið þitt, þín hærri vitund. Dropinn samlagast fullkomlega vatninu sem fyrir er í læknum. Lækurinn rennur út í á og þá er dropinn orðinn hluti af enn stærri heild sem við getum líkt við aleind eða sjálfsvitund þína. Áin rennur út í stórt stöðuvatn og enn samlagast dropinn fullkomlega vatninu. Svona heldur ferðalag dropans áfram. Hann verður alltaf hluti af enn stærri heild sem á uppruna sinn á mörgum stöðum. Það má segja að leið þín inn í þetta form hafi verið öfugt við ferð dropans. Þar sem í upphafi varstu hluti af stórri heild Skaparans sem síðan skipti sér í smærri og smærri heildir og á endanum var það vitund þín. Þess persónuleika sem þú ert sem stóð eftir.
Nú er tími til kominn að halda heim á ný alveg eins og þegar vatnið gufar upp úr hafinu og stígur til himins áður en það fellur á ný sem regndropi. Það er tími til kominn að tengjast hinni stærri heild á ný. Sá ferill er kallaður uppljómun en í raun er hann ferð æðra sjálfsins og sjálfsvitundarinnar og annnara hærri vitundar inn í efnið.
Þú ert áfram í þínum efnislíkama en ljóslíkami þinn víkkar út og gerir æðra sjálfinu kleift að taka sér bólfestu í hjartastöð þinni og hafa þannig betri möguleika á að aðstoða þig í lífi þínu og þú hefur greiðari aðgang að hærra vitundarstigi og meiri andlegri orku og kærleika. Ljósmagn þitt eykst.
Ég ætla að kenna þér litla möntru sem aðstoðar þig við að tengjast æðra sjálfinu og sálinni þinni og því sem þú í raun ert.
Endurtaktu nú efir mér.

Ég er sál
Ég er guðlegt ljós
Ég er kærleikur
Ég er vilji
Ég er fullkominn hönnun

Ég er Mahatma.

Þetta skaltu endurtaka 3x að minnstakosti og ef þú gerir það reglulega muntu finna mun.
Síðan til að tengjast betur sjálfsvitund þinni breytum við fyrstu setningunni.

Endurtaktu nú.

Ég er aleind(mónað)
Ég er guðlegt ljós
Ég er kærleikur
Ég er vilji
Ég er fullkomin hönnun

Ég er Mahatma.

Þetta skaltu einnig endurtaka í þrígang því margfeldi af þremur magnar upp allar staðfestingar.
Valentínus þú ert hluti af móður/föður Guði. Jafn mikilvægur hluti eins og hver og einn af meisturunum sem gengið hafa á jörðuni. Jafn mikilvægur og hver og einn af erkienglunum. Allir eru jafnir fyrir Guði hvernig svo sem þeir lifa lífi sínu og hvar sem þeir eru staddir á leið sinni til baka til uppspretunnar. Þú veist að ef það vantar bita í púsluspilið þá er myndin ekki heil, það sama á við um sköpun Drottins. Hver vitund er eins og biti í púsli og ef eina vitund vantar þá er myndin ekki heil.
Til að hjálpa þeim sem skemmra eru komnir er heill herskari mikilla ljósvera. Þær eru líka komnar mislangt í sínu ferli en eru allar viljugar til að hjálpa mönnunum. Það eru englar, erkienglar, meistarar sem gengið hafa á jörðunni og uppljómast, verur sem koma frá öðrum stjarnkerfum ólíkum ykkar og svo má lengi telja. Þær eiga sameiginlegt að vinna í kærleikanum og ljósinu. Nokkrar þeirra hefur þú hitt í nætursklólanum sem Stóri Björn hefur fylgt þér til.
En hvar búa þessar verur, hvar halda þær til. Af hverju sé ég  þær ekki líka þegar ég er vakandi og með opin augun? Þetta er eins og með útvarpsbylgjunar, þær eru með mismunandi tíðni en þó í sama rými. Þú sérð þær ekki með berum augum af því að augu þín nema ekki tíðni þeirra. Sumir geta séð með innri sýn sinni eða þriðja auganu. En þó er mismunandi hvað þeir nema. Það þarf að fínstilla útvarpstækið til að ná góðri útsendingu. Sumum gengur betur að fínstilla en öðrum. Oft er líka um það háa orku eða tíðni að ræða að venjulegur maður myndi ekki þola orkuna ef hún kæmi óbreytt inn í líkama hans. Því er orkan tröppuð niður á leið sinni frá hærri sviðum. Við getum sagt að hún fari í gegnum marga straumbreyta áður en hún nær ykkur mönnunum í þriðju og fjórðu víddinni. Þið virkið síðan líka sem straumbreytar fyrir jörðina.
Svo að þessar verur eru hérna í herberginu hjá okkur en ég sé ekki af því að augu mín eru ekki stillt inn á þá bylgjulengd eða tíðni sem þær eru á. Það má segja það já. En hvers konar upplýsingar og orku miðla þessar verur okkur?
Fyrst og fremst miðla þær kærleiksorku. Upplýsingar eru margvíslegar allt frá smá leiðbeiningum um hversdagsleg málefni upp í flóknar upplýsingar um sköpunarsögu alheims og hátækniatriði. Mikið af uppfinningum og listsköpun hefur verið miðlað til vísundamanna og listamanna. Svo þú sérð að fjölbreytnin er mikil og allir geta miðlað og það er þeirra fæðingarréttur. Miðlun getur því verið allt frá óljósri tilfinningu í líkamanum þar sem þú finnur að orka fer í gegnum þig til beinna skýrra skilaboða. Það eru þó hin beinu samskipti sem mikil áhersla er lögð á núna. Það eru miklir umbreytingatímar í heiminum í dag og margar ráðviltar sálir sem eiga erfitt með að höndla þessar breytingar á orkutíðnini. Við sem erum á hærri sviðum viljum hjálpa  ykkur í gegnum þessar breytingar hjálpa ykkur að skilja hvað er að gerast í líkama ykkar og umhverfi með því að koma beinum skilaboðum til ykkar varðandi þau málefni sem leita á huga ykkar hverju sinni. Til að draga úr ótta og óöryggi og til að þið getið lifað í meiri kærleika.
Ég sat þögull í sæti mínu. Mér hefði aldrei dottið í hug að miðlun væri svo fjölbreytt og svo mikilvæg. Mér varð hugsað til allra stundana er ókennilegir verkir höfðu ferðast um líkama minn og læknanir höfðu ekki fundið neina skýringu. Kanski hefði mitt æðra sjálf getað skýrt það út ef ég væri í betri tengingu og samskiptum við það. Eða þegar væruleysið eftir skilnaðinn hafi gripið um sig. Einnig þegar spurningar eins og hvernig varð heimurinn til, hvernig varð ég til leita á hugan. Gætu einhverjar himneskar verur veitt mér betri svör en presturinn eða kennarinn. Ég skynjaði kærleika sem Dwahl Khul umvafði mig meðan ég var að melta svör hans. Það var gott að vera þarna.
Það líður nú brátt að lokum þessarar samverustundar okkar að þessu sinni Valentínus en þú getur alltaf komið hingað meðan þú sefur þú þarft aðeins að óska eftir því að fara í næturskóla Dwahl Kuhl áður en þú sofnar á kvöldin og vitund þín mun koma hingað.
Ég stóð upp, mér fannst litirnir í herberginu og birtan vera enn skærari en hún hafði verið og þeir höfðu leikið um líkama minn meðan ég sat á kristalnum og mér fannst eins og hver og einn hefði sín séreinkenni. Höfðu mismunandi áhrif á líkama minn. Samt var eins og Dwahl Kuhl læsi hugsanir mínar. Þetta eru hinir tólf geislar sem hver um sig hefur ákveðna eiginleika að færa jörðinni og lífverum hennar. Fimm þeirra eru tiltölulega nýir á jörðinni. Það eru hinir hærri geislar sem koma með nýja tengingar við hærri vitundir ykkar mannana.
1.geislinn er rauður- litur vilja og krafts
2.geislinn er blár- litur kærleika og visku
3.geislinn er gulur- virkir greind
4.geislinn er smargaðs grænn- litur hreinleika og fegurðar
5.geislinn er appelsínugulur- litur visinda og sannleiks,þjónusta
6.geislinn  er indigó- litur triggðar, trúfestu(devotion)
7.geislinn er fjólublár athöfn(ceremonial)
8.geislinn er sægrænn –hinn hærri hreinsandi geisli
9.geislinn er blágrænn- færir gleði
10.geislinn er perluhvítur- ankerisfesti ljóslíkamans
11.geislinn er bleik- appelsínugulur og er brúin til nýrrar aldar
12.geislinn er gylltur- kemur með kristvitundina

Það er margt hægt að segja um geilsana og er efni í marga fyrirlestra en þú getur leitað upp meira um þá í bókunum sem þegar hafa komið út.
Á meðan Dwahl Kuhl útskýrði litina fyrir mér höfðu við gengið að innganginum. Þar beið Stóri Björn eftir mér. Ég kvaddi því Dwahl Kuhl og þakkaði honum fyrir allar upplýsinganar. Meira vissi ég ekki af mér fyrr en ég vaknaði næst morgun.


Heim   4. kafli (væntanlegur)    shamballa  áruhreinsun feng shui   námskeið höfundurinn
compound x  fróðleikur
Dögun nýrrar aldar
3. kafli
Free Web Hosting