Halló, hér getur þú fræðst eilítið betur um aðstandendur Shamballasetursins. Lilja Petra fæddist síðla dags 8.desember 1961. Afstaða stjarnanna var slík þennan dag að bæði sól, tungl og helstu plánetur voru í Bogmanninum samtímis. Erlendur Magnús, oftast kallaður Elli fæddist 10. ágúst 1958 og er því ljón. Við gengum í hjónaband 13.júní 1981 og eigum 4 börn saman. Þau hafa svo sannarlega auðgað líf okkar og kennt okkur fjölmargt Heiðdís er kennari i Svíþjóð. Ásgeir Þór starfar nu hja Brimborg. Jón Ingi stundar námflugnam og stefnir að atvinnuflugmannsprofi. Unnar Freyr er að ljúka grunnskólaprófi. Við erum Shamballa 13D meistarar og heilarar. Einnig Sálnavisku áruhreinsarar. Bæði erum við fædd og uppalin í Reykjavík. Við höfum alla tíða verið opin fyrir hinu dulræna en líf okkar tók stakkaskiptum haustið 1998 er við sóttum 9 daga námskeið í Mc Cloud við rætur fjallsins Shasta í Kaliforníu. Þar lærðum við bæði Merkaba hugleiðslu tækni og einnig Shamballa fjölvíða heilun. Kennarar okkar þar voru John Armitage og Gary Smith. Síðan þá höfum við verið á hraðri leið upp rúllustiga en stígum þó af honum á hinum ýmsu hæðum til að aðlagast nýrri orku og nýrri útvíkkun. Við höfum haldið fjölmörg námskeið bæði hér heima og erlendis auk þess sem við höfum sjálf sótt fjölda námskeiða og fengið hingað til lands erlenda kennara. Náttúran hefur ávallt verið okkur hugstæð og því hefur það komið af sjálfu sér að vinna með jarðarheilun í samvinnu við anda landsins og tívum hinna ýmsu staða víða um heim. Við búum til okkar eigin hrifkjarna sem í upphafi voru bara hugsaðir fyrir okkur tvö en í dag höfum við yfir 100 tegundir til sölu sem snerta á mismunandi ójafnvægi í orkusviðinu eða hjálpa til við uppbyggingu ljóslíkamans. Menntun og störf Lilja Petra lauk námi í lifeindafræði 1981 og hefur unnið við lífeðlisfræðilegar rannsóknir nær alla tíð síðan. Hún starfaði nokkur ár hjá Hjartavernd við ómskoðun á hjarta og hálsæðum.. Lilja hefur sinnt kennslu lifeindafræðinema í sínu fagi. Auk þess að vera shamballa meistari, heilari og kennari, áruhreinsari og miðill fyrir Hrifkjarnana Orkufossa spilar hún þjóðlög á fiðlu og dansar alþýðudansa.Hún er frjálsíþróttadómari og var formaður frjálsíþróttadeildar UMFA í nokkur ár. Lilja lauk leiðsögumannanámi í Ferðamálskóla Íslands vorið 2004 og námi í höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun vorið 2005. Lilja hefur einnig lokið námi í orkusviðsmeðferð sem er stórkostleg aðferð til að losna við kvíða og fælni hverskonar á skjótan og áhrifaríkan hátt. Erlendur er heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands en hann er jafnframt með stúdentspróf af Viðskiptasviði FB. Lengst af hefur hann unnið sem vagnstjóri hjá Stræto bs. en einnig við tölvuvinnslu hjá Reykjavíkurborg. Hann hefur ekið strætisvögnum og rútum í 28 ár. Nú er hann sjálfstætt starfandi heilsunuddari og vagnstjóri. Hann dansar einnig þjóðdansa auk þess að vera shamballa meistari, heilari, kennari og áruhreinsari. Elli er bæði fótaboltadómari og frjálsíþróttadómari. Skólar og námskeið Lilja Petra Stúdentspróf frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1980 Meinatæknapróf frá Tækniskóla Íslands 1982 Próf í leiðsögn frá Ferðamálaskóla Íslands 2004 Höfuðbeina-og spjaldhryggsjöfnun 2003-2005 Erlendur Magnús Stúdentspróf frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 1979 Heilsunuddari frá Nuddskóla Íslands 2004 |
Hver erum við? |