Shamballa MD |
Germain |
Hvað er Shamballa? Shamballa fjölvíða heilun. Kjarninn að shamballa er kærleikur, kærleikur og frelsi. Að elska sjálfan sig og innri vitneskja um tengingu sjálfrar þín við móður föður Guð og alla sköpunina. Frelsi frá öllu sem stendur í vegi fyrir þeirri vitneskju. Frelsi til vita hver þú ert og til að standa í eigin mætti og vera þinn eigin Herra. Á shamballa námskeiðum muntu upplifa hugleiðslur sem eru hannaðar til að hjálpa þér að hreinsa burt allt tilfinningalegt rusl sem þú hefur borið gegnum marga líftíma. Síðan mun orkusvið þitt verða fyllt af shamballa orkunni og tengt við uppsprettu shamballa orkunnar svo þú getir hvenær sem er kallað á hana. Megin tilgangur þessarra hreinsana og samstillinga er þróun Sjálfsins og sjálfsefling. Þú munt gera þeim sem á eftir þér koma auðveldara fyrir að fylgja í fótspor þín. Þú hjálpar hópvitund og undirvitund mannkyns til að eflast og vaxa í kærleika. Sem hliðar bónus þá getur þú kallað á shamballa orkuna til að hjálpa þér við að aðstoða aðra og þig sjálfan við heilun. Hinn uppljómaði meistari Germain hefur sannfært okkur um að Shamballa orkan sé nú hluti af orkuneti sem umlykur Jörðina og við getum tengst hvenær sem við viljum eða þurfum. Uppruni Shamballa kerfisins liggur í forsögu okkar. Germain lifði á tíma Atlantis og það var þá sem hann opnaði fyrir og setti í gang upprunalega kerfið til að hjálpa verum með mjög lága tíðni sem voru notaðar sem þrælar á þeim tíma til að þróast. Hann vildi gera þetta þrælahald óásættanlegt og frelsa þessar verur úr fjötrum vanþekkingar. Kerfið eins og það er í dag hefur tekið miklum stakkaskiptum því við búum nú þegar við mun hærri orkutíðni en var í Atlantis. Tilgangurinn er þó svipaður þ.e. að frelsa okkur úr fjötrum vanþekkingar, að hjálpa okkur að standa í kærleika og frelsi okkar eigin máttar. Hvað þýðir svo að vera eigin Herra (meistari) Það þýðir ekki að þú ráðir yfir öðrum. Það þýðir einfaldlega að þú ert þinn eigin Herra rétt eins og sérhver sannur meistari mun segja þér. Shamballa er ekkert annað en hópvitund allra hinna uppljómuðu meistara og vetrarbrautar meistara. Þessi samstilling er nú til reiðu fyrir okkur þar sem við opnum hinn kristallaða orkugrunnmassa í orkusviði okkar fyrir móttöku. Þessi demants tíðni Shamballa hefur afar fágaða og mjög umbreytandi tíðni með verulega græðandi áhrif. Vígslur eða samstillingar við þessa orku leyfir okkur aðgang að nýjum kóðum sem nú er hlaðið niður gegnum miðstöðvar vetrarbrautarinnar til að jafna og koma á samhljómi milli mannkyns og ómunar Jarðar svo við getum orðið einn sameinaður hljómur. Þegar þú hefur tekið við þessum nýju kóðum og byrjar að vinna með og í demants tíðninni muntu auka fjölvíða meðvitund þína, þróa dulskyggni, dulheyrn og aðra dulskynjun. Nú er rétti tíminn til að losna undan óþörfum forritum úr fortíðinni og undirbúa móttöku hinnar nýju orku. Við erum að fara að meðskapa hér á Jörðu hreint ótrúlega hluti. Þér er boðið að vera með hverja stund og njóta dansins til enda. Þýtt og endursagt úr grein John Armitage (Hari Baba Melchizedek og Germain) Til að virkja orkuna eftir samstillingu þarftu aðeins að hugsa eða segja Shamballa á . Þú þarft ekki að slökkva á orkunni hún stöðvar sjálfkrafa þegar hún hefur unnið sitt verk. Engin þörf er fyrir flókið ferli. Orkan fer þangað sem hennar er þörf og hendur þínar þangað sem þær vilja fara. Þér eru allir vegir færir. Allir eru verðugir. Ég, Germain óska þér til hamingju og það gera einnig vetrarbrautar meistararnir fyrir einbeitingu þína, hugrekki, óttaleysi og við hvetjum þig til að nýta þessa orku til að standa í eigin mætti og vera ÞÚ. Namaste Germain |
Ef þú hefur áhuga á að læra Shamballa hafðu þá samband við okkur í síma 6990858 eða á email shamballa (hja) internet.is. Ef þú hefur þegar verið vígð/-ur inn í Reiki og ert meistari og vilt bæta við þá orku sem þú getur nálgast og miðlað í gegnum þig þá gæti Shamballa einmitt verið fyrir þig. Hafðu samband. Við bjóðum einnig upp á einkatima í heilun. Leyfðu sjálfri/sjálfum þér að njóta djúprar slökunar og um leið heilunar og pantaðu tíma. Hrifkjarnar ýmsar greinar námskeið compound X jarðarheilun forsíða Heim |