fengshui2


Feng Shui ár þúsunda gömul heimspeki.


Feng Shui, vindur og vatn, er oft kallað listsköpun staðsetningar. Það er orku nýtingar  kerfi sem byggist á hinu náttúrulega flæði orku í umhverfi okkar, hringrás plánetanna og yin og yang fræðunum. Rétt notkun á Feng Shui gerir okkur kleyft að fá aðgang að hámarks orku sem okkur býðst á hverjum tíma og í hverju rými. Þetta þýðir að við getum beint kí eða lífsorku á jákvæðan hátt inn á öll svið lífs okkar, hvort sem við viljum bæta heilsuna, draga að okkur nýja félaga, breyta um starfssvið, auka hinn andlega þátt í lífinu, auka einbeitingu, bæta afkomuna eða bæta fjölskyldulífið.

Þeir staðir sem við veljum til búsetu og til atvinnu eru endurskin af því hver við erum. Þeir endurspegla okkar dýpsta kjarna. Þess vegna getum við haft áhrif á líf okkar með því að breyta umhverfinu. Með því að læra að lesa úr hinu fjölbreytilega landslagi í kringum okkur tekst okkur að endurskrifa framtíð okkar.

Bagua er orku kort sem hvert heimili hefur. Þegar við notum það sýnir það okkur skýrt hvernig við getum nálgast ákveðin markmið í lífinu og afhverju við náum sumum þeirra aldrei!  Þetta er eitt hið mikilvægasta en jafnframt einfaldasta grunn hjálpartæki sem notað er í Feng Shui.

Bagua skiptir heimili okkar upp í svæði sem tákna mismunandi  hluti í lífi okkar td vinskap, afkomu, forfeður og fleira. Táknmál og orka hinna ýmsu hluta sem við komum fyrir á þessum svæðum hefur mikil áhrif viðkomandi atriði í lífi okkar.
Þegar við áttum okkur á þessum áhrifum veitist okkur ný innsýn í af hverju lífið er eins og það er. Það eflir okkur einnig til að framkvæma nauðsynlegar breytingar.

Hvert og eitt okkar er sérstakt með einstakt upplag frumkrafta og einnig sérstæða uppbyggingu frá stjarnfræðilegu sjónarmiði. Þetta á einnig við um landið og byggingarnar. Þegar við skiljum nokkur lykilatriði eins og liti, form, árstíðir, mat, líkamshluta, yin og yang (karl og kvenn orku) og hvert þau beina okkur, getum við hafið breytingar á umhverfi okkar til að styðja við og ýta undir atburði í lífi okkar. Þetta gæti þýtt að við máluðum herbergi í ákveðnum lit, breyttum notkun herbergis, bættum við ákveðnum frumkröftum eins og plöntu (jörð og tré) eða færðum til skrifborð svo að það sneri í aðra átt.

Grundvöllur Seiðmanns Feng Shui er að  hver hlutur beri í sér undirliggjandi eiginleika, sem oft er hulinn. Þessir eiginleikar hafa bein áhrif á líf okkar. Þetta gæti til dæmis verið endurvarps sendirinn fyrir bílasímann sem er í 7 km fjarlægð, lögun eða form bygginganna umhverfis okkur, myndin sem við geymum bak við hurð af því hún gerir okkur leið og minnir okkur á daprar stundir. Einnig liturinn á svefnherberginu okkar, staflinn af pappírum á skrifborðinu sem eftir er að vinna úr eða afsökunin sem heldur aftur af okkur að tæma fataskápinn af gömlu fötunum sem við munum aldrei nota. Það tekur miklu meiri orku að búa til nýjar afsakanir en að framkvæma verkið.


Vandamálið sem mörg okkar stöndum frammi fyrir er að áhrifavaldurinn er oft hulinn, við gerum okkur ekki grein fyrir honum. Við höldum bara áfram að undrast yfir af hverju við eru föst í ákveðinni hringrás eða mynstri. “Ó, nei, þetta enn og aftur”. “Af hverju endurtekur þetta sig? Af hverju get ég ekki breytt þessu gamla mynstri?”

Feng Shui getur haft mikil áhrif á heilsu okkar. Hvert svæði Bagua kortsins er tengt líkamshluta og líffæri. Sagan heldur áfram að endurtaka sig nema við vitum hvernig við eigum að takast á við hana. Stöðugur bakverkur er til dæmis mjög oft tengdur stoðkerfi okkar og forfeðrum. Ef við setjum upp rétt stoðkerfi hvort sem það er að fá hjálp frá vinum og ættingjum, sitjum í öðruvísi stól eða í réttri stöðu, málum herbergi gult og tökumst á við fortíðina ( það er lítum til baka) getum við séð stórfenglegar breytingar á líkama okkar og innri tilfinningum.

Maturinn sem við borðum endurspeglar einnig hvers við þörfnumst á hverjum tíma. Ef við erum alltaf sólgin í saltan mat þá er það tákn um að frumkraftur vatnsins sé ekki í jafnvægi. Þetta þýðir almennt að við þurfum að takast á við ótta okkar, ferðalag lífs okkar og líta eftir nýrum og tönnum. Vatnið er einnig tengt grunn orkumagni okkar eða skorti á orku. Hjá fólki með síþreytu er alltaf ójafnvægi á vatninu. Það hefur engan vilja til að breyta hlutum eða hefjast handa við ný verkefni.

Feng Shui er mjög praktískt og býður upp á einfaldar lausnir. Það er bæði skemmtilegt og fræðandi að kanna þessa heimspeki sem teygir anga sína svo langt. Jan Hannant og Roberta Shewen hafa í mörg ár kynnt sér hin ýmsu form Feng Shui bæði í Bretlandi en einnig á ferðum sínum um Indland, Kína, Tíbet og Nepal. Þær stunda Seiðmanns Feng Shui víðs vegar um heim. Þær eru væntanlegar til Íslands í lok apríl til að halda helgarnámskeið um Feng shui og taka einnig að sér ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Frekari upplýsingar er að finna á www.geocities.com/lillyrokk, hjá Lilju í síma 5667748 á kvöldin eða á tölvupósti shamballa@heimsnet.is

Greinin er rituð af J. Hannant en þýdd af Lilju Petru Ásgeirsdóttur, mars 2003

Góðar bækur um Feng shui:

Feng shui made easy eftir William Spear
ISBN1 85538 377 2


The Feng shui Directory eftir Jane Butler Biggs
ISBN 0 8230 1657 9

   
shamballa MD Hrifkjarnar    Um okkur    ýmsar greinar    áruhreinsun

Free Web Hosting