maria99-shamballa
Ljósboðun gegnum John Armitage á páskum 1999 í Nesvík

Ég er María, stundum þekkt sem María mey, stundum sem Isis, stundum sem
Quan Yin. Ég er gyðjan, hin kvenlega ásýnd hinnar skapandi orku. Mörg
ykkar sem hér eruð stödd lítið á mig sem móður Jesú, móður Sananda, skiljið
að Jesú, hið sanna nafn Jesú er Sananda. Það er á margan hátt satt að ég
var móður Jesú meðan hann lifði í Palestínu en það er ekki fullkomlega
satt.
Það var önnur kona í þrívíddar veruleika sem ól barnið.  Ég, orkan sem þið
þekkið sem Maríu var veran sem yfirskyggði, yfirlýsti konuna sem var móðir
Sananda.
Ég, María verandi tákn hinnar kvenlegu orku, gyðjunnar.  Starf mitt á
Jörðinni núna eða með jarðarbúum núna er að hjálpa þeim að skilja
kvenásýndina.  Ekki aðeins að hjálpa körlum að skilja hina kvenlegu ásýnd
þeirra heldur einnig að aðstoða konur við að aðlagast sinni kvenlegu ásýnd.
Kærleikur er orka frelsis.  Engin önnur orka getur komið á frelsi.  Margir
halda að stríð, kapp og aðrar slíkar athafnir í þrívíddinni komi á frelsi.


Það er misskilin hugmynd, rangar upplýsingar sem reyna að fá konur til að
hugsa að ef þær berjist gegn karlorkunni, aðlagist karlorkunni og hagi sér
eins og karlmenn muni þær verða frjálsar. Athugið að þessar athafnir, ef
þið eruð konur munu fanga ykkur enn frekar í ranghugmyndum frelsis sem þið
teljið ykkur eiga að fá en er fullkomin tálsýn, það mun ekki vera frelsi
sem tengt er kærleika og án áfellisdóms.

Það er rétt að karlorka hefur verið yfirsterkari á plánetunni í mörg þúsund
ár, mörg, mörg þúsund ár. Á þeim tíma sem þið munuð kalla fortíð var
kvenorkan yfirsterkari.  Og jafnvel enn lengra aftur í tímann voru kven-
og karlorkan í fullkomnu jafnvægi. Skiljið að eitt sinn voru allar verur
tvíkynja, hvorki karl eða kona heldur í fullkomnu jafnvægi og samhljómi af
báðum þessum kröftum.

Eftir það sem þið þekkið vel eða það sem þið mynduð kalla fall mannsins.
Þetta er skráð í hina kristilegu Biblíu þegar kona og maður voru aðskilin.
Hin kvenlega orka varð þá yfirsterkari.  Þegar ég segi yfirsterkari þá á ég
við að konur stjórnuðu mönnum með reiði, með yfirráðum, með því að hamla
hugsun og störf.  Hin kvenlega orka orsakaði einnig dauða og eyðingu meðal
manna.

Á þeim tíma var afturför í vitundarstigi þar sem kærleikurinn gleymdist.
Ekki tilfinning ástar heldur hinni sanni kærleikur í samhljómi og jafnvægi.
Eftir innstreymi vera utan Jarðar ykkar, frá plánetu sem þið þekkið sem
Mars færðist skalinn í öfuga átt.  Yfirráðandi bardaga, karl orka
efnisgerðist á plánetunni og karlar réðu yfir konum.

Öll hafið þið endurfæðst mörgum, mörgum sinnum á plánetunni, sum
ykkar síðan plánetan var sköpuð, og þið munið þetta.  Djúpt innra með ykkur hafið
þið þetta innprentað, sem almynd í frumuminni, barátta kynjanna. Nú er sá
tími kominn að skilja ef þið eruð menn, að nú er tíminn kominn til að
samþætta hinn kvenlega þátt. Að samþætta hinn kvenlega þátt þýðir ekki að
þú þurfið að setjast niður og aðhafast ekkert.  Það þýðir ekki að þið þurfið
að hætta að vera karlmenn.  Það þýðir að þið verðið að hætta yfirráðum og
hugsanaformi og siðum karlyfirráða.  Þið verðið að gefa upp á bátinn
hugmyndina um að karlar verndi og konur séu hið veika kyn.
Samhljómur og jafnvægi er það sem þarf núna.  Samhljómur og jafnvægi.
Hvernig samþættið þið hina kvenlegu ásýnd.  Opnið hjarta ykkar og leyfið
kærleika að flæða inn í ykkur og gegnum ykkur.  Hreinan, óskilyrtan
kærleika,
kærleika án skilyrða, án áfellisdóma, án tvíeðlis, án stjórnunar, aðeins
óskilyrtan kærleika.

Skiljið að margir halda að stjórnun sé kærleikur og margir sem trúa því að
þeir séu í kærleiksríku sambandi er stjórnað með ótta, með afbrýði með
reiði, ótta við missi og skort.  Þessi orka stafar af því að þeir leyfa
hinum óskilyrta kærleika ekki að komast að hjarta sínu.
Margir sem eru í ástríku sambandi eða mörg ástrík sambönd virka þannig: Ef
þú gerir þetta fyrir mig skal ég gera þetta fyrir þig. Ef þú gerir þetta
ekki, skal ég gera þig hamingjusama og elska þig.  Það er ekki óskilyrtur
kærleikur.  Það er orka afbrýðissemi, ótta og skorts sem stafar af því
óþekkta, því að vita ekki að hvert og eitt ykkar, karl eða kona eruð Guð og
Gyðjur til samans.

Þannig, hver er þá leiðin fram á við fyrir konur? Það er sannleikur hér á
Jörðu að margar konur eru að reyna að vera eins og karlar, þær eru að reyna
að haga sér eins og karlar, þær halda að frelsi sé að fara til vinnu.  Ha,
ha, ha, ha hvernig í ósköpunum dettur ykkur í hug að frelsi sé að fara til
vinnu.  Vinna rænir tíma af ykkur, vinna rænir af ykkur tíma sem þið gætuð
notað til að hugsa, til að hugleiða, til að samþætta og jafnvel skemmta
ykkur.

Skiljið að konur eru fyrstu kennifeður sem börn ykkar eiga og kennifaðir
eða kennari sem kennir ykkur um hinn sanna kærleika er sá besti kennari sem
þið getið fengið.  Þetta þýðir ekki að konur verði að halda aftur af sér.
Það sem það þýðir er að þið verðið að samþætta kærleikan á ný í hjarta
ykkar og samþætta hið karlmannlega í jafnvægi frekar en fara út í öfgar á
hinn veginn. Óskilyrtur kærleikur, orka frelsis.  Það kann að hafa
breytingar í för með sér fyrir konur í hugsanaformi og lífsstíl.  Það
verður ekki eins fyrir konur og karla þar sem breytingar á hugsanaformi og
lífsstíl eru ekki eins hjá báðum kynjum. Það er kominn tími til að standa í
mætti sínum, það er kominn tími til að gera breytingar á lífi ykkar.
Hvernig farið þið að þessu.  Ekki með árásargirni sem þið hafið lært af
körlum heldur með kærleika, óskilyrtum kærleika.

Það að vera einbeitt í hreinum kærleika þýðir ekki að vera minnimáttar.
Þið gætuð þurft að framkvæma hluti.  Þið gætuð þurft að taka ákvarðanir.  Þið
gætuð þurft að segja hluti sem aðrir í kringum ykkur eru ekki ánægðir með,
að gæta þess að verða ekki herskáar. Leyfið ekki óttanum að læðast inn í
hjarta ykkar og huga og haldið einbeitingu ykkar á þessum  kærleika, á
þessu ljósi og gangið fram inn í frelsið, gangið fram til frelsis.

Skiljið að hver mannvera, maður eða kona er kristnuð, þegar ég segi
kristnuð þá á ég við að þið hafið öll hæfileikana, hæfileikana til að gera
ykkur grein fyrir kristnun ykkar.  Sonur minn Sananda var einn, hann varð
þekktur sem Jesú Kristurinn, Jesú Kristur er stytting á titlinum Jesú
Kristurinn sem þýðir Jesú hinn kristnaði.

Sananda gerði sér grein fyrir kristnun sinni og aðlagaðist því og vann með
það.  Eftir margra ára nám, ferðalög og hugleiðslur, þar sem hann vann með
mörgum mismunandi kennurum í mörgum löndum samþættaði hann kristnunina og
steig fram.  Hann stóð upp og sagði, ég er kennari, ég er heilari og ég hef
jafnvægi á karl og kvenorku, ég er kærleikur og gegnum þessa hluti
efnisgerði hann hluti sem margir, margir tala enn um í dag.  Kraftaverkin sem voru framkvæmd daglega.
Þessar kraftaverka lækningar.  Og hann kenndi, þegar hann kenndi talaði
hann orð sem voru sköpuð til að frelsa fólk frá þrældómi hins meðvitaða
hugar þeirra.

Skiljið að í raunveruleika þessarrar víddar vilja kúgararnir sem eru
stjórnvöld ekki að fólk hugsi sjálfstætt.  Þess vegna átti Sananda í svo
miklum vandræðum með yfirvöld í starfi sínu sem heilari og kennari.
Skiljið að krossfestingin var ekki afleiðing þessarra vandamála sem hann
átti  í við stjórnvöld. Krossfestingin hafði verið skipulögð mörgum
þúsundum ára áður.  Krossfestingin var hluti af kosmískri áætlun. Áætlun
sem margar verur höfðu unnið að í mörgum líftímum til að hún yrði að
veruleika. Ég mun ekki tala mikið um krossfestinguna þar sem Sananda minnir
mig hér á að hann ætli að tala við ykkur um
líf sitt í Palestínu og um krossfestinguna og það sem gerðist eftir hana á
morgun.

Svo bræður mínir og systur, systur og bræður frá Íslandi.  Skilaboð mín til
ykkar eru einföld.  Það eru skilaboð sem ekki einungis eiga við ykkur á
þessu landi heldur eiga við allar mannverur sem eru í jarðvist á þessarri
plánetu núna.  Samlagist kærleika, hugsið kærleika, verið kærleikur og
verið frjáls. Skiljið að frelsi fyrirfinnst  aðeins í huga ykkar.  Þið getið setið í
herbergi sem er 2x2 metrar til eilífðar og verið frjáls eins og fuglinn.
Frelsi er aðeins frelsi frá ótta, frelsi frá stjórnun gegnum ótta.  Þar sem
kærleikur er, eru engin höft.

Þið eruð fjölvíða verur sem upplifið stöðugt fjölvíddirnar. Sjálfsvitund
ykkar, hinn sanni neisti vitundarinnar  er sannanlega eilíf.  Það kom
aldrei sá tími er þið voruð ekki og það mun aldrei koma sá tími sem þið
eruð ekki.

Ég María bið ykkur nú um að opna hjörtu ykkar og sitja hljóð smástund og ég
mun færa ykkur í gegnum þennan þessa orku óskilyrts kærleika sem ég hef
talað um.

Ég kveð ykkur í kærleika mínum, ég kveð ykkur í ljósi mínu og ég bið hvert
og eitt ykkar um að gera ykkur grein fyrir fæðingarrétti ykkar og ég vona
líka að Skaparinn  drottni (reign) yfir hverju ykkar þeim kærleika og ljósi
sem þið eruð og þeim kærleika og ljósi sem þið verðskuldið.

Ég er María og ég blessa ykkur og kveð ykkur.

Heim    shamballa     ýmsar greinar    hrifkjarnar     námskeið     jarðarheilun  upphafssíða
María mey, miðluð gegnum
John Armitage 1999
Free Web Hosting