sananda99-shamballa
Sananda, miðlun gegnum John Armitage á páskadag 1999
Ljósboðun frá Sananda gegnum John Armitage, Nesvik, Íslandi, páskadag 1999

Ég er Sananda.  Ég er veran sem er einnig þekkt sem Jesú Kristurinn.
Fyrir kristna menn er þessi tími mjög mikilvægur.  Margir halda
hátíðlegan það sem talinn er vera dauði minn á krossinum.
María mey sagði ykkur í gær að krossfestingin var ekki eitthvað sem gerðist
fyrir slysni. Það er staðreynd að áætlunin hafði verið sett í gang mörgum
þúsundum ára áður eða á tímabili í sögunni sem mörg ykkar þekkið sem tíma
Atlantis.  Á þeim tíma var ég konungur, Atlantis konungur.  Á þeim tíma
voru konungarnir einnig prestar og höfðu yfir að ráða vitneskjunni um
orkuna. Það gæti komið ykkur á óvart að einnig á þeim tíma var ég
píslarvætti. Ég nota orðið píslarvottur á mjög léttvægan hátt.  En ég var
fangaður, tekinn og drepinn. Og getið hver það var sem sagði frá felustað
mínum. Það var vera sú sem þið þekkið sem Júdas.

Skiljið að í gegnum mörg þúsund ár var leiðin undirbúin fyrir
krossfestinguna.  Skóli heimspekinnar eða hin heimspekilega vitneskja um
þessa atburði var holdguð á plánetunni. Skiljið að þessir atburðir komu frá
hinum dulhelgu skólum Egyptalands.  Hinir dulhelgu skólar Egyptalands voru
stofnaðir af verum sem horfið höfðu frá Atlantis fyrir eyðileggingu
heimsálfunnar. Þegar ég segi eyðingu heimsálfunnar þá er það ekki
fullkominn sannleikur því áður en loka eyðingin átti sér stað hafði
heimsálfan hlutast í 6 eyjar.

Þið fáið ekki aðeins trúarlega fræðslu hér heldur einnig sögulega fræðslu.
(hlátur).

Atburðurinn, vitneskjan um atburðina komu frá Melchizedek.  Margir munu
undrast hvaðan nafnið Melchizedek kemur.  Leitið í gamla testamenti
Biblíunnar og þið munið finna nafnið Melchizedek nefnt að minnsta kosti 30
sinnum. Þau rit sem skilin voru eftir um þessa atburði eru þekkt sem
Dauðahafsrit Melchizedek. Þessi rit hafa fundist og verið afkóðuð en
innihaldinu er haldið leyndu.  Innihaldinu er haldið leyndu af stofnun sem
er þekkt sem hin Rómversk kaþólska kirkja með höfuðstöðvar í Vatikaninu.
Því ef innihaldið kæmi fyrir sjónir almennings yrði kirkjan og stjórnkerfi
hennar ómerk á svipstundu.  Því allir myndu vita sannleikann um starf mitt
í Palestínu og myndu segja að kirkjunnar menn væru bara stjórnendur og þeir
hefðu logið um marga hluti.

Grundvöllur starfs míns í Palestínu var heilun grundvölluð á kærleika.  Ég
er viss um að mörg ykkar vita að starf mitt í Palestínu stóð aðeins í fá
ár.  Þið getið spurt ykkur hvað ég gerði fyrir þann tíma og auðvitað ef ég
dó ekki á krossinum getið þið spurt hvað ég gerði eftir þann tíma.

Þegar tími krossfestingarinnar kom var ég í hópi lærisveina minna.  Mínir
nánustu lærisveinar voru auðvitað tólf.  Ég hafði miklu fleiri lærisveina
en þessa tólf.  Skiljið að orðið lærisveinn þýðir nemandi.  Ég kenndi
mörgum hin dulhelgu fræði sem ég hafði lært hjá drúídum í Englandi, frá
Sadhúum (heilögum mönnum af Hindú trú) í Indlandi, frá Tíbetum, frá
lærisveinum Islam og esóterískum gyðingdómi.

Skiljið að ég ferðaðist og lærði í mörg, mörg ár og hjá mörgum kennurum.
Ferðir mínir voru að mestu farnar í tengslum við Jósef frá Arimetheu.
Jósef verlsaði með málma svo hann var vanur að ferðast og átti báta.

Margar verur á þessum tímum undrast hvernig okkur tókst að ferðast svo
langt á þessum tímum.  Skiljið að ferðalög voru algeng og staðreynd að menn
ferðuðust frá Evrópu til Ameríku, frá Egyptalandi til Ameríku og jafnvel
frá Egyptalandi til Ástralíu.  Einn af staðföstum ferðafélögum mínum var
Lúkas.  Ég deili hér með ykkur að ljósboðari sá sem ég tala í gegnum nú var
einnig Lúkas.

Þegar við höfðum safnast saman voru lærisveinar mínir hræddir því ég hafði
gefið þeim upplýsingar um krossfestingar áformin. Þeir ákváðu að reyna að
fela mig vegna eigingirni sinnar.  Þeir vildu ekki missa mig þar sem þeir
litu á mig sem leiðtoga og Meistara.  Við vorum í Getsemanegarðinum í
Jerúsalem og ég vissi að rómverjarnir myndu ekki finna okkur.  Því gaf ég
Júdasi fyrirmæli sem hafði enn holdgast í því lífi til  að taka að sér það
verkefni að segja rómverjunum. Að segja rómverjunum hvar ég væri svo
krossfestingin myndi eiga sér stað.

Margir kristnir menn gleyma því af hentisemi að Júdas fékk fyrirmæli um að
fara og segja rómverjum frá mér.  Í raun er það skráð af Lúkasi og Matteusi
að ég gaf þessi fyrirmæli.

Skiljið að margir voru krossfestir á þeim dögum og margir, margir lifðu af
þessar krossfestingar. Það var ekki siður að stinga líkamann með sverði eða
spjóti meðan á krossfestingunni stóð. Hegningin var sú að láta reka nagla í
gegnum hendur og fætur til að festa þig við krossinn.  Margir voru teknir
af krossinum á lífi og margir lifðu af áverka þá sem naglarnir orsökuðu.
Auðvitað dóu sumir af völdum sýkinga , áfalls osfrv.

Við höfðum skipulagt áform okkar mjög nákvæmlega þannig að krossfestingin
ætti sér stað á föstudags eftirmiðdegi. Við sólsetur á föstudegi hefst
hvíldardagur gyðinga eða sabbath.  Það er gegn lögum gyðinga að láta fólk
hanga á krossi meðan á sabbath stendur.  Svo við vissum að ég myndi ekki
þurfa að eyða miklum tíma hangandi þarna.  Á krossinum tók ég fimmtu vígslu
mína.  Það getur glatt ykkur öll að heyra að þið þurfið ekki að láta negla
ykkur á kross til að taka fimmtu vígsluna. 

Meðan ég var á krossinum héldu lærisveinarnir orkumandölu.  Móðir mín,
María Magdalena og nokkrir aðrir kvenfylgjendur héldu einnig orku fyrir
mig.  Þessarri orku var haldið í formi 6 arma stjörnu mandölu til að taka
niður ljóssúlu frá Uppsprettunni.

Einn hlutur sem gerðist, eitt atvik kom fyrir sem ekki var með í áformunum.
Skiljið að allir hafa frjálsan vilja. Vegna þess að svo margt fólk þrýsti
sér áfram í fjöldanum, og hélt út höndum sínum til að gefa mér orku, varð
einn rómverskur hermaður æstur.  Hann hélt að ef hann dræpi mig myndi
fjöldinn hætta að troðast áfram.  Ég var stunginn með spjóti undir
rifbeinin.  Skiljið að vegna náms míns með prestunum, hinum helgu mönnum og
jógum margra siða gat ég hægt á líkamsstarfsemi minni. Og með aðstoð margra
uppljómaðra meistara, engla, erkiengla og himneskra vera tókst mér að halda
þræði vitundar í efnislíkamanum.  Jósef frá Arimeþeu hafði þegar keypt
helli eða grafhýsi.  Því það var hluti af áformunum að þegar ég yrði tekinn
niður af krossinum í upphafi hvíldardags gyðinga yrði ég færður í hellinn
og þangað kæmu Lúkas og margir aðrir.  Mörg ykkar vitið að Lúkas var einnig
heilari.  Hann þekkti til smyrsla og kristalla.  Það var hans hlutverk að
sinna sárum mínum svo þau gréru fljótt.  Þegar þeir komu mér í hellinn
yfirgaf vitundarþráðurinn efnislíkamann og það sem þið þriðju og fjórðu
víddar verur kallið dauða átti sér stað. 

Hinir uppljómuðu og vetrarbrautar meistarar, englar og erkienglar og sumar
utanjarðarverur reyndu að fá mig til að hverfa aftur inn í efnislíkamann.
Reynslan sem ég hafði gengið í gegnum var mikið áfall og jafnvel þó mér
tækist að stjórna tilfinningalíkama mínum og vera stöðugur í kærleikanum
sagðist ég vilja nota hinn frjálsa vilja og ekki fara aftur í líkamann.

Ef ég hefði ekki farið aftur í líkamann hefðu áformin aldrei verið
fullkomnuð.  Svo hinir reyndu enn frekar að telja mér hughvarf  fara með
vitund mína inn í efnislíkamann aftur. Þegar ég byrjaði að hverfa til baka
í líkamann var það eins og sameinast köldum, blautum klút.  Líkamshitinn
lækkaði vegna þess að lífskrafturinn hafði yfirgefið.  Með miklu átaki frá
sjálfum mér og öðrum sameinaðist ég efnislíkama mínum að nýju.

Á meðan á þessu stóð höfðu margir hinna, María magdalena og margir

lærisveinanna verið sendir burtu.  Jósef, Lúkas, Matteus og einn eða tveir
aðrir voru eftir.  Svo þeir fluttu mig á annan öruggan stað og innsigluðu
hellinn.  Það var sunnudagur þegar konurnar sneru aftur, líkami minn var
horfinn og allir héldu að ég hefið uppljómast.  Aðeins örfáir vissu hvað
hafði gerst. Auðvitað var þetta of stórt leyndarmál til að því væri haldið
leyndu.  Þegar fólk vissi að ég var enn á lífi sögðu allir að það væri
kraftaverk og að upprisan hefði átt sér stað.  Þegar fréttin um upprisuna
eða það sem talin var vera upprisan var komin af stað var nauðsynlegt að
flýta sér.  Öldungar gyðinga byrjuðu aftur að þrýsta á rómverja að tvístra
lærisveinum mínum og hollvinum og að drepa eins marga og mögulegt væri.

Mörgum var smyglað í burtu; í skugga nætur ferðuðust þeir til mismunandi
staða á Jörðinni.  Þegar tíminn leið, sáu auðvitað margir eitthvað sem þeir
töldu vera mig uppljómast. Þessi atburður átti sér stað á fjalli í miðju
Ísrael sem þið þekkið sem Tabor.  Mörg vitið þið ekki að ég uppljómaðist
ekki á þessum tíma.  Orkan sem sást , hvíta ljósið sem sást stíga til himna
í fylgd engla og erkiengla var orka Maitreya fylgt með Melchizedek og
Elija. það eru ekki margir sem vita að ég notaði orku Maitreya í
heilunarvinnu minni.  Og margir gera sér ekki grein fyrir þvi að það voru
orð Maitreya sem ég talaði er ég kenndi.

Skiljið að það stóð aldrei til að vera mín hér á Jörð leiddi til
stjórnunarkerfis sem leiddi milljónir manna inn í dauðann í mínu nafni.

Sjálfur ferðaðist ég til Indlands eftir krossfestinguna. Það var mikil
umferð milli Indlands og svæðis þess sem þið þekkið sem Palestínu eða
miðausturlanda á þessum tímum.  Mjög fjölfarin leið sem þið þekkið sem
silkivegurinn.  Það var mögulegt fyrir hóp okkar að dulbúast sem kaupmenn og
kamelhirðar.  Og við fórum til Indlands og áfram til Kasmír.  María
magdalena kom síðar til okkar.  Við settumst að og eignuðumst börn og ég
kenndi fólkinu um ljósið, kærleikan og heilun.  Þessi efnislíkami er
grafinn í Kasmír.  Fyrir þau ykkar sem finnst að þið þurfið staðfestingu á
þessu getið farið til Kasmír og fundið grafstein Isus.


Margir hinna lærisveinanna og fylgjenda fóru í aðrar áttir og deildu
vitneskju sinni.  Margir spyrja mig Isus, Jesus, hvernig veit fólkið að við
erum kennarar?  Mitt svar til þeirra er það sama og svar mitt til allra
kennara.  Þeir munu þekkja ykkur á kærleika ykkar  og gjörðum.

Sum ykkar undrist afhverju ég uppljómaðist ekki eftir krossfestinguna.  Ég
uppljómaðist ekki vegna þess að ég hafði einn galla í persónuleika mínum
sem ég varð að komast yfir.  Orka píslarvottsins var í vitund minni.  Ég
hafði í tvígang boðið mig fram til píslarvættis.  Og vegna þessa fann ég að
ég þurfti að vinna meira úr því á Jörðu. Ég uppljómaðist ekki fyrr en í
næstu holdtekju.

Í næsta lífi var ég þekktur sem Appollonius frá Tyrus.  Á þeim tíma
upplifði ég einnig ofsóknir vegna þess að ég sagði almenningi frá fornum
fræðum hinna dulhelgu skóla.  Eftir uppljómun mína var mest af verkum mínum
eyðilögð svo að venjulegt fólk gæti ekki notað þau til að öðlast hugljómun.
Svo hér gef ykkur smá sögufyrirlestur,  smá sögu um veruna sem þekkt var
sem Jesús hinn kristnaði.

Það var aldrei séð fyrir að trúarlegt stjórnunarkerfi yrði byggt utan um
veru mína á plánetunni.  Áform okkar var að breiða út hreinan kærleika og
ljós laust við allan áfellisdóm. 

Svo ég skil það bræður mínir og systur að þið hafið átt langa helgi.
Margar breytingar hafa átt sér stað innra með ykkur.  Orka hefur verið
virkjuð. Þið hafið öðlast vitneskju og lært tækni.  Ég hvet ykkur til að
nota hana.  Svo, þótt mörg ykkar séuð sorgmædd vegna þessarar sögu verðið
þið að skilja að hún er hluti af framförum , hluti af lærdómi, hluti af
þróun sem allt mannkyn hefur gengið í gegnum til að komast þangað sem það
er nú. Og skiljið að jafnvel þótt ég hefði dáið á krossinum væri ég enn til
staðar.

Svo bræður mínir og systur á Íslandi, ég færi ykkur blessun mína og
kærleika.  Ég bið ykkur að skilja að þið eruð kristnaðar verur.  Að innra
með ykkur í erfðakóðum og DNA þráðum  eru Krists kóðar.  Og þið getið
auðveldlega náð því sem ég náði í starfi mínu í Palestínu.  Ég legg ekki
til að þið stefnið að krossfestingu en dreifið kærleikanum og dreifið
ljósinu.

Það var eitt sem gerðist á stundinni fyrir krossfestinguna sem þýddi nánast
að hún ætti sér ekki stað.  Ég var sá sem varð að halda á krossinum upp á
hæðina.  Hann var mjög þungur og við höfðum ekki sofið í margar nætur og ég
var alltaf að missa hann.  Að lokum var svo komið að rómverskur hermaður
öskraði á mig, " Mér er sama hvað þú heitir, ef þú missir krossinn einu
sinni enn þá ferðu úr fylkingunni. (hlátur). 

Svo vinir mínir munið að ég dó ekki á krossinum svo þið skuluð ekki finna
til sektarkenndar. 

Verið öll blessuð. Namaste.
Free Web Hosting