2. kafli Það voru liðnar nokkrar vikur og líf mitt hafði ekki tekið neinum stakkaskiptum. Ég var enn ekki farin að lesa bókina sem ég hafði pantað af Amazon. Ég hafði enga orku til að lesa. Mér fannst ég vera síþreyttur. Er ég kom heim úr vinnu fékk ég mér vanalega eitthvað snarl og settist síðan fyrir framan sjónvarpið til að fylgjast með fréttum. Yfirleitt tókst mér að sjá aðalfréttirnar áður en ég lognaðist út af. Aðra hverja helgi komu Baldur og Dagrún til mín og dvöldu næturlangt. Það var yndislegt að hafa eitthvað til að faðma eða finna hlýjuna frá að nýju. Baldur var vanur að taka utan um hálsinn á mér er hann sofnaði og kærleikurinn og mýktin hlýjuðu mér inn að hjartarótum. Hann talaði oft um indiánann en ég vissi ekki alveg hverju skyldi trúa, hann var aðeins 4 ára. Dagrún kurlaði sig saman í fangi mér í sófanum meðan við horfðum á bíómynd kvöldsins og átum poppkorn. Þetta voru yfirleitt bestu stundirnar sem ég átti. Oddur var vanalega svo upptekinn við íþróttaæfingar eða með vinum sínum að hann sá ég sjaldan. Mamma hans hringdi þó stöku sinnum í mig til að kvarta undan honum, þar sem hann vildi ekki koma heim á þeim tíma sem hún tilgreindi. Ég lofaði að ræða það við hann. Það höfðu oft spunnist háværar deilur er rætt var um útivistartímann meðan hjónabandið hafði enn verið í gildi. Við höfðum átt í sömu vandræðum með Freyju á sínum tíma. Líklega var það nú líka ein skýring skilnaðarins að við gátum ekki verið sammála um hvaða aðferð væri best að beita í sambandi við uppeldi barnanna. Ég saknaði þess að hafa ekki heimili fullt af lífi til að fara heim til eftir vinnu. Að vísu réði ég tíma mínum meira núna og gat ogtar farið út með vinum mínum ef því var að skipta án þess að þurfa að taka tillit til annara. En það var lítil huggun í því, allir mínir vinir höfðu verið sameiginlegir og því erfitt að hitta þá eftir skilnaðinn. Ég var fremur latur við hússtörfin og oftar en ekki voru það Dagrún og Freyja sem ryksuguðu eða löguðu aðeins til þegar þær komu í heimsókn. Þeim blöskraði umgengni mín!! Áður hafði það verið ég sem skammaði þær fyrir umgengni um herbergi þeirra. Svona gátu hlutirnir fljótt snúist upp í andhverfu sína. Það var svo Freyja sem benti mér á auglýsingu frá Komið og dansið um dans kvöld. Hún hafði litið inn til að sækja systkini sín, annars var hún því sem næst flutt að heim til unnusta síns. “Pabbi af hverju drífurðu þig ekki í dans, þér veitir ekkert af því að fara út og skemmta þér pínulítið og ég veit að þig hefur alltaf langað til að læra að dansa meira.” Ég hafði verið í dansskóla sem smá pjakkur, en það var langt síðan. Guðný hafði verið lítið fyrir að dansa svo við höfðum aldrei farið á námskeið saman. “Æ, ég veit það ekki Freyja mín, ég er alltof þreyttur til þess núna.” “Láttu ekki svona pabbi þú hressist við það og hefur bara gott af því.” Ég lét tilleiðast fyrir fortölur þessarar hugulsömu dóttur minnar. Mig hafði vissulega alltaf langað til að dansa. Ég stirðnaði upp og hjartað tók kipp er ég sá hana fyrst. Hún var í fremstu röð á miðju dansgólfi að dansa línudans. Jafnvel “vinur” minn tók kipp. Svona hafði mér ekki liðið síðan í menntaskóla er ég kynntist Guðnýju sem síðar varð eiginkona mín. Augu okkar mættust og aftur fór straumur um mig. Þessi augu hafði ég séð áður en ég kom ekki fyrir mig hvar. Hún leit ekki út fyrir að vera deginum eldri en tvítug, brosmild með glampandi ljósblá augu. Hár hennar var tekið saman í hnút í hnakkanum, dökkbrúnt og hrokkið. Nokkrir lokkar höfðu losnað úr hnútnum og mynduðu krans um rauðar kinnar hennar. Ég stóð upp við vegg og fylgdist með dansinum. Er næsti dans hófst kom hún til mín og spurði hvort ég vildi ekki vera með, þetta væri ekkert mál. Ég fylgdi henni eins og í leiðslu. Kvöldið leið eins og í draumi. Hver dansinn tók við að öðrum. Ég hálf skammaðist mín fyrir vankunáttu mína í dansinum en þesssi nýja vinkona mín fullvissaði mig um að það skipti engu máli heldur bara að hafa ánægju af. Ég kæmi vel til. Hún benti mér einnig á að nýtt námskeið yrði haldið um næstu helgi og hún væri einn leiðbeinanda þar. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um og skráði mig áður en ég hélt heim. Það var langt síðan ég hafði skemmt mér svona vel. Ég lagðist á koddann minn alsæll þetta kvöld og dreymdi að indiáninn kæmi og færi með mig aftur í skólann. Í þetta sinn talaði hann við mig á leiðinni. Hann kvaðst heita Stóri Björn. Hann sagði að við hefðum lengi unnið saman. Það væri hann sem hefði hvíslað að mér ráðleggingum þegar ég hafði þurft að taka tvísýnar ákvarðanir. Einnig hafði það verið hann sem hafði gætt þess að ég færi ekki upp í bíl sem síðan lenti í umferðaróhappi er ég var unglingspiltur. Þessi ákvörðun hafði valdið félögum mínum miklum leiðindum á sínum tíma en þeir höfðu haldið af stað þrátt fyrir fortölur mínar og slasast nokkuð við áreksturinn. Ég hváði, “varst það þú sem stoppaðir mig þennan dag.” Ég hafði aldrei skilið í því hvernig stóð á því að ég komst alls ekki inn í bílinn. Ég bara vissi að ég átti ekki að fara. “Takk vinur minn, ég er þér mjög þakklátur.” “Þakkaðu sjálfum þér Valentínus. Ég ætla að sýna þér nokkuð áður en við förum í skólann.” Við svifum á ógnarhraða upp í himininn, skyndilega vorum við komnir á víðáttumikla sléttu. Í fjarska sáust stóðhestar. Við stefndum þangað. “Ég veit að þú hefur oft hugsað hvernig hestinum líður þegar hann er á skeiði”, sagði Stóri Björn. “Nú færðu að vita það.” Augnabliki síðar hafði vitund mín sameinas vitund glæsilegs svarts fola sem tók á sprett og ég fann vindinn þjóta um vit mín. Þvílíkt frelsi. “Hvernig ætli skeið sé?” Ég hafði ekki lokið hugsuninni er hesturinn lagðist á skeið og við flutum áfram í loftinu. Vá, það var eins og fæturnir snertu ekki jörðina. Samhæfingin var fullkomin. Ég naut þess dágóða stund að kanna sléttuna þarna í för með stórum hópi fagurlimaðra gæðinga sem þó voru ótamdir. Mig langaði ekkert að fara en Stóri Björn sagði að beðið væri eftir okkur. Ég sveif upp yfir folann og Stóri Björn tók mig með í ljósgöngin. Aftur komum við út hjá hinni helgu byggingu. Mikið ljós var í kring og margar verur á leið út og inn. Ég fann laust sæti inn í salnum, ekkert sást til vinkonu minnar frá því síðast. Í stað þess sat ég nú við hliðina á ungum manni sem greinilega var ættaður frá Asíu. Við spjölluðum lítilega saman. Ég spurði hann hvort hann hefði komið þarna oft áður. Hann var sami nýgræðingurinn og ég. Allt í einu fylltist salurinn af uppblásnum blöðrum í öllum regnbogans litum. Djúp rödd hlómaði á bak við okkur. “Takið eina blöðru, setjist á hana og sjáið hvað gerist.” Margar hendur teygðu sig upp í loftið til að grípa blöðru. Síðan heyrðust margir hvellir, eins og verið væri að skjóta af hríðskotariffli er hver blaðran fætur annari sprakk. “Þarna fór draumurinn ykkar”, þrumaði röddin “...eða það sem þið hélduð að væri draumur!! Horfinn og leifarnar eru aðeins óraunveruleg tálsýn, eða hvað? Þið hélduð víst öll að það sem þið upplifðuð hér síðast væri bara fjörugt ímyndunarafl en samt eruð þið komin hingað aftur. Hvar er trú ykkar? Er hún byggð á sandi eða einherju traustara? Sjáið þið til. Þessi staður er jafn raunverulegur og heimili ykkar á jörðinni. Meðtakið það, þetta er ekki draumur þetta er raunveruleiki, raunveruleiki vitundar ykkar.” Ég hrökk í kút, hvernig vissi hann hvað ég hafði hugsað. Ég sá að fleirum var brugðið. “Lífið er aðeins almynd, þið haldið að þið hafið komist að öllu og vitið allt en í raun vitið þið aðeins brotabrot af hinum stóra sannleika.” Hvað var þessi vera eiginlega að fara, hvað átti hún við. “Þið haldið að þið séuð einu vitsmunsverurnar í heiminum. Þið haldið að jörðin sé svo einstök að hvergi annarsstaðar fyrirfinnist líf á svipaðan hátt og hjá ykkur. En ég segi ykkur að það er háþróað líf á mörgum hnöttum í mörgum alheimum og margar þessara vera eru nú komnar inn í sólkerfi ykkar til að fylgjast með ykkur, læra af ykkur og kenna ykkur.” Hvernig má það vera, stjörnfræðingar hafa ekkert sagt frá einhverjum geimförum út í geimnum. “Ah, ha, ég veit hvað þið hugsið: það eru engar sannanir fyrir því . Hafið þið einhvern tíma séð útvarpsbylgjunar?” Ég sá hvar margir hristu höfuðið sitt. “Nei! En þið hafið heyrt útsendingu útvarpsstöðvarinnar í gegnum tæki ykkar. Skynfæri ykkar námu ekki bylgjunar fyrr en þeim hafði verið breytt. Á sama hátt nema tæki ykkar og tól ekki tilvist okkar nema að litlu leyti og að auki þar sem tekið hefur verið eftir okkur hefur því verið haldið leyndu eða viðkomandi er sagður eitthvað skrýtinn. Aðrir halda vitneskjunni fyrir sig. Svo eru það allir ljósberarnir sem hafa opnað huga sinn fyrir þessari vitundarskynjun og treysta þeim boðum sem koma inn. Sá hópur hefur ekki náð eyrum almennings en hópurinn stækkar stöðugt. Sjáið þið nú til. Að afneita tilvist lífs á öðrum hnöttum er það sama og ef íslendingar sem búa á lítilli eyju út í miðju Atlantshafi tryðu því að ekkert land og ekkert líf væri utan eyjarinnar af því að engar skipa eða flugvélakomur væru þar og af því að þeir hafa aldrei hitt menn sem búa annars staðar, þá væru þeir ekki til. En þið vitið öll betur. Opnið augun! Í húsum Drottins eru margar vistaverur og sköpun Drottins er engum takmörkunum háð.” !!!!!!!!!!!!!!!!!!(mynd) Samfara hinum mikla samfæringarkrafti í rödd verunar sem enn hafði ekki sýnt sig fylgdi yndisleg kærleiksorka. Bleikir og gylltir litir fylltu salinn. Hver fruma í líkama mínum hafði vaknað upp og titraði. Ég beið eftir því sem kæmi næst. Röddin var nú mun mýkri er veran hóf upp raust sína að nýju. “Kæru vinir, jarðabúar. Allt það sem þið upplifðuð hvort sem er í vöku eða draumi... það er. Trúið því. Allt það sem Vywamus sagði ykkur og kenndi ykkur......það er. Ekki vanmeta sjálf ykkur. Þið eruð stórkostlegar verur og ég er aðeins einn fjölmargra vera sem er hér til að fylgjast með þroska ykkar og ferli og til að vera ykkur til aðstoðar. Nú skuluð þið aðeins standa upp og teygja úr ykkur.” Undrunaróp heyrðust em allan salinn er blöðrurnar sem við höfðum setið á hófu sig til flugs á ný eins og þær hefðu aldrei sprungið! “Sjáið...... draumurinn ykkar var þá ekki bara loftfyllt blaðra sem sprakk eftir allt saman. Hann var og er raunverulegur.” Gjallandi hlátur fyllti salinn. “Ég Sheendra elska ykkur öll og sé ykkur seinna.” Það varð hlé. Viðstaddir hópuðust saman og ræddu orð Sheendru. Fólk hafði ýmsar skoðanir. Flest okkar töldu að þetta gæti verið satt en það voru enn aðrir sem ekki voru sannfærðir. Við höfum alist upp í heimi þar sem okkur hefur verið sagt að við værum hinir útvöldu, hinir einu. Að fljúgandi furðuhlutir væru skáldskapur. Hinn rökræni heili þurfti sönnun. Síðan fylltist salurinn af gjörólíkri orku. Við þekktum aftur Vywamus. “Jæja vinir mínir. Hvernig líður ykkur? Dálítið ringluð? Aðeins hrædd? Verð ég var við ótta hjá sumum ykkar? Þið vitið það vinir mínir að það er ekkert að óttast nema óttan sjálfan. Ef þið standið í kærleikanum þá getur enginn ótti komist að. Ótti og kærleikur eru andstæður. Nú skulum við tala aðeins meira um kærleika og Mahatma orkuna... sem er kærleikur. Ég ætla að sýna ykkur hvernig þið getið heilað hjarta ykkar með kærleika. Slakið því á og andið djúpt. Þar sem þið andið inn..... sjáið, skynjið, ímyndið ykkur, sjónbirtið Mahatma orkuna koma niður í gegnum sálarstjörnuna sem er um handar lengd ofan við höfuð ykkar, inn í hjartastöðina. Munið þið hvar hjartastöðin er?” Minning um Tarsan gól fór í gegnum huga minn og ég bankaði mér á brjóst. “Já, rétt er það hún er á hóstakirtilssvæðinu. Þar sem þið blásið frá ykkur skuluð þið sleppa öllum ótta við geimverur og allt það sem þið þekkið ekki.” Svartar flygsur liðuðust upp loftið. “Dragið inn andann. Sjáið, skynjið, ímyndið ykkur gyllta silfraða orku flæða inn í hjartahöllina ykkar. Blásið frá ykkur ....... sleppið öllum neikvæðum hugsunum og tilfinningum.” Enn liðuðust svört ský upp í loftið þar sem þeim var eins og í fyrra skipti mitt þarna umbreytt í ljós með einhverskonar lasertækni. “Haldið áfram að anda. Fyllið hjartastöðina með Mahatma og staðfestið. Ég er það ég er Mahatma í kærleika.” Við héldum áfram að anda um stund og ég fann kærleiksorkuna magnast með hverjum andadrætti. “Sjáið nú orkuna flæða niður fætur ykkar og inn í jarðarstjörnuna sem er um handarlengd fyrir neðan iljar ykkar. Sjáið hana síðan halda áfram inn í hjarta móður jarðar. Sjáið, skynjið, ímyndið, sjónbirtið Mahatma orkuna koma niður líkama ykkar inn í jörðina og síðan upp aftur inn í hjartastöðina. Haldið áfram að sjá þetta fyrir ykkur í nokkrar mínútur.” Ég einbeitti mér að öndun minni og fann hvernig fætur mínar eins og límdust við gólfið er jarðtengingin jókst. “Nú skulum við halda áfram og víkka enn frekar út kærleiks og ljósrásina sem umvefur ykkur upp öll 352 sviðin til baka til Uppsprettunar. Sjáið, skynjið, ímyndið ykkur gyllta túbu ljóss sem fer upp og tengist við sjálfsvitund móður/föður Guðs.” Ég sá allar rásirnar fara upp í gegnum þakið á ráðstefnusalnum út í hið óendanlega og síðan sá ég gyllta, silfur, fjólubláa liti flæða niður gegnum þær eins og opnuð hefði verið flóðgátt. Orkan þrýstist inn í líkama minn og síðan fann ég hana fara niður í fæturna og áfram inn í jörðina. Nú rann hún viðstöðulaust upp og niður rásir allra sem þarna voru samankomnir. “Nú skulum við sjá orkuna flæða fram í hendurnar.” Eins og í fyrra skiptið tútnuðu hendur mínar út og sjóðhitnuðu af allri orkunni og síðan sá ég geislandi gyllta orkuna flæða út eins og hendur mínar væru sól sem skein skært. “Staðfestið enn einu sinni. Ég er það ég er Mahatma í kærleika. Setjið hendur ykkar á hjartastöðina og nú skulum við heila hjartað. Sjáið Mahatma orkuna flæða gegnum hendur ykkar og umbreyta allri vöntun á kærleika til sjálfra ykkar. Elskið ykkur sjálf. Þið eruð fullkomin. Hafið alltaf verið það og munuð alltaf vera það. Staðfestið. Ég er það ég er Mahatma í kærleika. Sjáið nú barnið sem er inn í hjartastöðinni.” Ég sá lítinn dreng sem lá á gólfinu og vældi. Þetta var vissulega sorgmætt barn. Mér vöknaði um augun. “Takið það í fangið og faðmið það.” Ég tók drenginn upp og umvafði hann í fangi mér. Hann hætti að gráta. “Elskið það eins og Guð elskar ykkur.” Ég fann til með barninu í fangi mér það var eins og ég héldi á Baldri. Ég skalf og fann orkuna renna upp og niður eftir mænunni. “Segið því að þið elskið það og þið fyrirgefið því allt sem það heldur að það hafi gert rangt eða óhlýðnast. Segið því að þið fyrigefið því allar ljótar hugsanir og orð hvort sem þeim var beint til annarra eða þess sjálfs. Segið því að það hafi ekkert að óttast. Talið við þetta barn....... þetta barn er innra barnið ykkar. Þetta barn er hluti af ykkur. Vitið að ef þessir atburðir hefðu ekki gerst þá væruð þið ekki það sem þið eruð í dag.” Ég settist niður í hjartastöðinni og setti drenginn á hné mér og ræddi við hann. Ég sagði honum hversu mikið ég elskaði hann. Hvernig ég hefði ekki vitað hversu illa honum leið og héðan í frá gæti hann alltaf leitað til mín til að fá huggun. Brjóst mitt brann þar sem hendur mínar lágu. Mahatma flæddi hratt inn í hjarta mér og inn í þennan unga dreng sem var raunverulega ég. “Vissulega eruð þið hér til að læra og upplifa eða muna. Það er allt í lagi að detta á ísnum. Marið mun lagast ef þið elskið sjálf ykkur. Þið eruð fullkomin.” Barnið hafði nú róast og hljóp úr fangi mér og lék sér í kring. “Sjáið hversu kátt barnið er. Það hleypur upp í fang þér og segir: “Takk, takk. Þetta er það sem ég þurfti” og kyssir þig og kúrir síðan í hálsakoti þínu. Nú líður því vel.” Ég gat virkilega skynjað barnið í fangi mér og gleðina og kærleikan sem var gagnkvæmur. “Þið getið alltaf farið inn á við og faðmað innra barnið. Endilega gerið það ef ykkur líður illa. Þó ykkur líði ekki illa þá getið þið það engu að síður. Nú skuluð þið koma til baka og við þökkum verunum sem hafa verið með okkur og sendum þeim kærleika eins og þær hafa sent okkur sinn kærleika meðan á þessarri stund heilunar hefur staðið.” Ég leit upp og tók eftir milljónum ljóskúla allt um kring í salnum sem ég hafði ekki séð áður. Þær voru af öllum stærðum og litum. Sumar voru bjartari en aðrar. Það var eins og þær væru að leika sér að okkur. Ein kom beint til mín og fór án hiks í gegnum líkama minn og ég fann straum fara upp og niður eftir honum. Bleiklituð kærleiksorka geislaði út frá mannfólkinu í salnum og fór inn í ljóskúlurnar sem breyttust svo gneistaði út frá þeim eins og þær væru tívolíbombur. Er neistarnir lentu á mér var eins og ég fengi raflost og líkami minn kipptist til en þó var þetta svo undursamlega kærleiksrík tilfinning. Tárin runnu úr augum mínum. Ég hafði aldrei á ævinni fundið fyrir svo miklum kærleika. 3. kafli heim áruhreinsun feng shui námskeið höfundurinn shamballa hrifkjarnar fróðleikur compound x |
Dögun nýrrar aldar 2. kafli |