Ayur veda uppskriftir
Ayurveda uppskriftir frá Dr Kamlish
Hér eru nokkrar hollar og ákaflega góðar uppskriftir að hætti Ayur veda.

1. Basmati hrísgrjón,
soðin í hrísgrjónasuðu potti. 
1 bolli grjón á móti 2 bollum af vatni. Einnig hægt að bæta við dal (klofnar baunir) og þá 1 bolli grjón, 1/2 bolli dal á móti 3 bollum af vatni.

2. Dalai Lama soup fyrir 4
1 bolli Toordal (gular hálfbaunir, fást í Sælkerabúðinni, Suðurlandsbraut)
4 bollar vatn
sjóða í 30 mín og þá bæta við eftirfarandi;
2 bollar blandað grænmeti, skorið í litla bita. t.d. gulrætur,kartöflur,blómkál, rauðbeður, grasker eða það sem til er.
1 bolli grænt grænmeti (einhvers konar kál) t.d. spínat eða brokkóli
1/4 tsk karry blanda
salt eftir smekk
sjóða í 30 mín til viðbótar
bæta útí
1 msk chilli ferskt saxað smátt
1 msk engifer ferskt saxað smátt
2 msk kóriander ferskt saxað smátt
4 msk sólblómaolía
Chapati strimlar ( uppskift neðar á síðunni)
1/2 bolli blandaður rúsínum og kasjúhnetum
blanda vel saman
1 msk tamarid eða bæta við ferskum sítrónusafa á hvern disk þegar borið er fram.

3.Chapati
Chapati heilhveiti blanda
vatn, smá sjávarsalt.
Blanda saman þar til deigið er auðvelt í meðförum, fletja út í litlar pönnukökur (eins og flatkökur að stærð) og þurrsteikja á pönnu við mikinn hita.

4.Chilla fyrir 4
2 bollar kjúklingabaunaduft
blanda saman við vatn þar til hræran er eins og skonsu deig
1/3 bolli ferskur kóríander saxað smátt
1 msk fersk engiferrót saxað smátt
1/2 tsk ferskur chilli saxað smátt
Hrærið saman kjúklingabaunadufti og vatni bætið við kóríander, engifer og chilli.
Ausið á pönnu og bakið, áður en snúið er kökunni hellið smá sólblómaolíu yfir og bakið svo hina hliðina.

5.Subge
4 msk olía
1/8 tsk broddkúmen
250 gr hráar kartöflur
1/4 tsk turmarik
1/4 tsk karrý blanda
100 gr blómkál hrátt
2 lárviðarlauf
vatn
1 msk engifer fersk söxuð smátt
1 msk kóríander ferskt saxað smátt
chilli saxað smátt eftir smekk

Hita olíu vel, bæta útí broddkúmen steikja þar til kúmen er orðið brúnt
bæta útí grænmeti (það má nota annað grænmeti) og velta vel uppúr olíu
þar á eftir bæta útí kryddi og velta grænmetinu vel uppúr blöndunni.
síðan lárviðarlauf og vatn eftir smekk
leyfið þessu að sjóða þar til grænmetið er tilbúið
Bætið þá engifer, kóríander og chilli við og berið fram.

Hér er tilvalið að nota hvers kyns grænmeti eins og sprotakál (brokkóli), grasker, rauðbeður, rauðkál, kínakál, succini, fennel, gulrætur, rófur, smá spínat.

6.Raita
1/2 tsk broddkúmen
1 bolli niðurrifin gúrka
1 bolli hrein jógúrt
1/2 tsk salt
10 -20 kóríander lauf fersk söxuð niður

Þurrristið broddkúmen og merjið í duft
blandið rest saman.
Geymist í 3-4 daga í ískáp

7.Sweet chutny

1 bolli palm suger/hrásykur
1 bolli turmarind
1/2 bolli rúsínur
smá salt
smá ferskan kóríander

Bleyta með mjög heitu vatni turmarind og mýkja upp.
hræra útí palm suger eða hrásykri
bæta við rúsínum, salti og engifer
hræra vel saman (gott að nota matvinnsluvél)
geymist í 2 vikur í ískáp

8.Kóríander chutny
225 gr tarmarind (hægt að nota döðlur)
1/2 bunt kóríander saxað smátt
salt eftir smekk
chilli eftir smekk

Bleyta uppí tarmarind með mjög heitu vatni, hræra tamarind í mauk (gott að nota matvinnsluvél)
bæta við kóríander, salt og chilli.

9.Spínat
4 msk olía
1/2 tsk broddkúmen
1/4 karrý blanda
1/2 kg spínat

Hita olíu í potti, bæta útí broddkúmen og brúna
bæta við karrý og spínat
sjóða í 15 - 20 mín hræra í reglulega
smá salt í lokin

10.Kókós eftirréttur
1/2 bolli kókósduft
1/2 bolli kókósflögur
1/2 bolli hrásykur/palm suger
1/2 bolli muldar kasjúhnetur
1/2 bolli rúsínur
smá kardimomuduft

kókósflögur, leggja í bleyti í 2 tíma fyrir matreiðslu
4 msk vatn og sykur brætt saman í potti
öllu bætt við og hrært saman soðið í 5 mín.
Tilbúið til framreiðslu, möguleiki er að bera fram bæði volgt og kalt.

Þar sem Ayur veda leggur áherslu á að í að minnsta kosti einni máltíð á dag fái einstaklingur allar bragðtegundir mætti setja saman á disk td. Dalai Lama súpu, hrísgrjón, chapata, chutney og raitu. Nú eða Chilla, Raita, hrisgrjón, subge, chutney og chapata.

Einnig er lögð mikil áhersla á að hráefni sé ferskt en ekki niðursoðið, frosið eða þurrkað (nema döðlurnar og tarmarindað). Allra best er ef það er lífrænt ræktað þá inniheldur það mesta lífsorku/prana/ki sem við þurfum öll á að halda.

Hafragrautur a la Lilja

vatn
lífrænt ræktað gróft haframjöl
hnefafylli af heimatilbúnu músli sem gæti td verið
sólablómafræ
hörfræ
graskersfræ
sesamfræ
rúsínur
kókosflögur
ef vill örfáar hnetur.
þetta er soðið með haframjölinu

Verði ykkur að góðu.

Heim Heilsustofan   Shamballa   Essensar Compound X Cranio   ýmsar greinar
Free Web Hosting