Gaia-shamballa
Gyðjan Gaia
Ljósboðun frá Gyðjunni Gaiu
gegnum John Armitage í McCloud ,október 1998


Ég er gyðjan Gaia.  Hinn kvenlega vitund móður jarðar.  Það er ekki oft sem ég tala gegnum ljósboðara.  Mér voru veitt þau forréttindi að tala gegnum þennan ljósboðara til að segja ykkur hversu mjög ég met kærleika ykkar og heilun og til að segja hverju einu ykkar hve mjög ég elska ykkur.  Ég vona að þið getið fundið kærleika minn þegar ég magna kærleika ykkar og nota til að koma á jafnvægi á brautum mínum (merdians???) , nota hann til að hreinsa hjartastöð mína og magna síðan kærleikann og sendi hverju ykkar sem persónulega gjöf frá móður ykkar.

Þetta starf að kærleika, þessi kærleiksvinna, sem þið eruð að framkvæma fyrir mig er stórkostleg.  Hún minnir mig á að börn mín hafa ekki gleymt mér og elska mig. Hjarta mitt er kátt og hamingjusamt og sem ég heilast og umbreytist verður meiri og meiri gleði og hamingja í hjarta mínu.  Það er, það hefur verið fyrir mína parta , tími ráðaleysis gagnvart því hvað væri best fyrir börn mín, ykkur verurnar, síðustu dagar hafa fært mér ákvörðun, og ákvörðun mín er sú að ná jafnvægi og frekari heilun áður en ég tek ykkur og alheiminn með mér gegnum uppljómunar ferlið….

Ég hef haft mynd í huga mér um að flýta fyrir hlutunum og með því að flýta fyrir hlutunum hefði það þýtt að ég hefði farið í heilunar kreppu í stað þess að umbreytast mjúklega til heilunar (wholeness).  Gegnum þá heilunar kreppu, hefði mikið á líkama mínum , möttlinum, mötull líkama míns, sem þið kallið yfirborð jarðar hefði getað breytt náttúru sinni… þið mennirnir mynduð kalla það eyðileggingu. Skiljið það að eyðilegging er frá sjónarhorni manna sem beina sjónum sýnum að því að halda sér í þriðju víddar hluta sínum.  Engu að síður vekur það ótta í hjörtum þeirra af því að þá vantar skilning.

Gegnum þá heilun sem þið hafið verið að senda mér og þann kærleika sem þið veitið mér, þá þýðir það að umbreyting til heilunar (wholeness) getur verið mýkri.  Ég elska ykkur börn mín… og eins og allar mæður , þá reyni ég að taka rétta ákvörðun fyrir hvert og eitt ykkar til að færa ykkur inn í kærleikann til heilunar á þann ljúfasta hátt sem ég get fundið.  Þakka ykkur. Ég mun þiggja gjafirnar sem þið hafið gefið.  Takið við kærleika mínum í staðinn.  Blessi ykkur öll.

Athugasemd þýðanda.
Kærleikurinn sem umlék hópinn var slíkur að tár runnu í stríðum straumum og léttir mikill yfir ákvörðun lafði Gaiu að fara mjúku leiðina til heilunar. Ljósboðarinn, John grét einnig af þakklæti því hann ásamt Gary vissi hve nærri hafði legið að stórbrotnar náttúruhamfarir hæfust á næstunni. Í efri byggðum ríkti gleði mikil.

Lilja Petra Ásgeirsdóttir
Erlendur Magnús Magnússon
11-11-1998


Heim    Shamballa     Hrifkjarnar     Mt Shasta    Vaknið   Spegill ársins     Jarðarheilun   

Námskeið    Aðalsíða
Free Web Hosting