vaknid-shamballa
“Vaknið þér börn hinnar nýju kynslóðar, sjáið og skynjið yðar dýrðlega hlutskifti.  Vaknið af sljóleika yðar og sinnuleysi og notið mátt yðar.  Fyllið hjörtu yðar af kærleika hver til annars og lifið lífi einingar og samlyndis.  Gerið yður nú grein máttuleika yðar-og hlýðið raustu Vors mikla hjálpara.  Vér þörfnumst allra er svarað geta kalli Hans.  Allir sem Honum heyra til verða að vakna af þeirra gangslausu draumum einskisvirðar góðvildar, lítilifjörlegu eigingjörnu hvötum.  Sérhver verður að gera sér grein fyrir því hvar hann á heima í starfinu til hjálpar öllum er lifa í myrkri og þekkingarleysi.  Hjálpa til að lyfta vitund þeirra svo að þeir fái skynjað vald hins góða og fá þá til að sjá mikilvægi þessa guðlega boðskapar.  Vér meistarar viskunnar flytjum þetta mál til þess að verða heyrðir.  Vér þörfnumst þín- Vér þörfnumst allra.  Ó, að allir vildu vakna og veita Honum hjálp, hinum mikla Drottni veraldarinnar og hjálpa Oss í hinu ógurlega mikla starfi er kynslóðin öll býður eftir að verði unnið.  Frumtónninn ómar. Hve margir vilja enduróma hann?

Ég er
Ég er meistari þinn
Og Ég er meira en það, því að Ég er þú sjálfur- og þú ert ég sjálfur.  ÉG ER þú –þú ert Ég-Vér erum Hann- allir eru Einn.
ÉG ER þar sem þú ert.
EG ER ljós sálar þinnar.  Nefndu Mig ávallt þannig og ver þú öðrum það ljós. ÉG ER andinn í hjarta þínu og allstaðar er EG, í hjörtum allra.  Innst inni í hjörtum alls er lifir er Ég.  ÉG ER í öllum – og er allir.  Hugleið þú þetta þar til þér skjátlast ekki framar í því að hugsa nokkurn aðskilinn Mér – því Ég er þeir-, og sérhver er Ég.
Ég horfi í gegnum auga allra- óska ávallt að líta Mig þar.
Hugsa um Mig eins og valdið er hjálpar og líknar.
Ég er í allri hjálp í allri fórn og er þú hjálpar öðrum sameinast þú Mér.
Ég er kærleikur- og sérhver birting einlægs kærleika er opinberun af sjálfum Mér.
Hlýð á raust Mína- og lát aldrei neitt tækifæri ónotað til að flytja orð Mín á meðal mannanna.”

Þessi orð koma til okkar úr fortíðinni en eru þó svo ný og fersk því þau eru án tíma og rúms.  Stattu upp og gangtu inn í máttuleika þinn kæri lesandi.  Þú ert ljós og kærleikur og þú ert Meistari.

En hvernig á ég að ganga inn í máttugleika minn, ég sem er enginn, ég er einskisverður, Guði þykir ekkert vænt um hann lætur mig bara þjást.

En þetta er ekki rétt.  Öll erum við verðug.  Öll erum við máttug.  Guði þykir vænt um okkur öll enda er hann í öllum og við í honum, við erum eitt með öllu sem er.

Er þú segir ÉG ER , láttu þá jákvæð orð koma þar á eftir, það sem þú vilt vera en ekki það sem þú ekki vilt vera. Því við erum það sem við hugsum og við erum það sem við segjum og við sköpum raunveruleika okkar með þessum hugsunum.

Við getum breytt heiminum með því að breyta sjálfum okkur, með því að krefjast fæðingarréttar okkar sem er líf í kærleika.

Hefðu hvern dag með þeirri staðfestingu að þú sért ljós, að þú sért kærleikur, að þú sért sál, að þú sért vilji og síðast en ekki síst að þú sért Mahatma.

Afhverju Mahatma? Jú, því Mahatma er líkamsgervingur samrunans sem inniheldur öll 352 svið Guðsvitundarinnar og stendur nú öllum mönnum til boða.  Mahatma er sjálfsvitund Guðs, hinn skínandi hreini kærleikur alls sem er.  Þessi kærleiksorka hefur aldrei verið vanvirt hér á jörðu því það var ekki fyrr en eftir “Harmonic Convergence” árið 1987 sem hún var fest hér á jörðu. Þá opnuðust dyr fyrir hærri orku okkur til handa.  Hún er umbreytandi, umfaðmandi, kærleikur.  Þessi orka getur umbreytt lífi þínu, fyllt líf þitt meiri kærleika, meiri gleði og hamingju og þannig hefur hún einnig áhrif á alla þá sem koma í návist þína.

Göngum nú inn í ljósið öll sem eitt, lifum í kærleika, öndum kærleika, verum líkamsbirting kærleikans eins og okkur var ávallt ætlað.

Hefjum hvern dag á þessum orðum og þökkum einnig fyrir það sem við höfum nú, áður og eigum eftir að hafa.

ÉG ER SÁL
ÉG ER GUÐLEGT LJÓS
ÉG ER KÆRLEIKUR
ÉG ER VILJI
ÉG ER FULLKOMIN HÖNNUN
ÉG ER MAHATMA, KÆRLEIKUR

Ég þakka þér móðir/faðir uppspretta (Guð) fyrir líf mitt nú og alla þá sem komið hafa inn í það og hjálpað mér þangað sem ég er nú.  Þakka þér fyrir fortíð mína, nútíð og framtíð og blessaðu allt það sem er.

Með þessum orðum tengjumst við Sjálfsvitund okkar og Guðsvitundinni. Finnið gleðina sem vellur upp, hinn umfaðmandi kærleika og vellíðan er við gerum okkur grein fyrir því hver við í raun erum.

Við erum ljós, allt er ljós.  Við erum Eitt.

Með Mahatma kærleika

Lilja Petra Ásgeirsdóttir /Vywamus
10.desember 1998


Heim    Mt Shasta     Shamballa    Hrifkjarnar     Aðalsíða
Vaknið, börn ljóssins.
Free Web Hosting