Heilajöfnun “Heilajöfnun” er einföld og áhrifarík aðferð. Heilajöfnun jafnar orkuna milli heilahvela. Heilajöfnun hefur verið notuð til að hjálpa til við að stjórna flogaveiki og til að hjálpa með dyslexíu (lesblindu). Þá tækni að miðla orku fyrst í eina átt og síðan til baka er hægt að nota hvar sem er í líkamanum til að minnka sársauka og hindranir. Þegar þú heilajafnar félaga þinn jafnar þú heila þinn í leiðinni. 1. Hafðu félaga til að vinna með. Þú getur setið þægilega á gólfinu með bakstuðning og félagi þinn getur sett höfuðið í fang þér. Eða ef þú ert að vinna á nuddbekk, liggur félagi þinn á bakinu og þú getur staðið eða setið fyrir aftan við höfuð hans. Eða ef félagi þinn situr í stól getur þú staðið fyrir aftan. Þú getur sem sagt heilajafnað einhvern hvar sem er. 2. Tengdu við jörðina og láttu jarðarorku flæða gegnum handleggi og hendur eins og lýst er í jarðtengingar kaflanum. 3. Settu varlega 2-3 miðfingurna á hvorri hendi á höfuð félaga þíns um það bil 21/2 sm fyrir ofan eyrað. Þú getur fundið hvar höfuðkúpan fer aðeins inn þar sem beinin mætast. 4. Nú skaltu miðla jarðarorkunni gegnum aðra hendina, gegnum heila félaga þíns yfir í hina hendina. Leyfðu hinni hendinni að vera núllstillta (neutral) og móttækileg og taktu eftir að orkan sem þú sendir inn í heilann kemur út hinum megin. Taktu eftir viðnáminu (hversu auðvelt eða erfitt er að senda orkuna í gegnum heila félaga þíns) miðlaðu síðan orkunni í hina áttina. 5. Miðlaðu orkunni í eina átt uns þú finnur hana í móttöku hendinni (þegar hún hefur farið í gegnum heila félaga þíns), miðlaðu orkunni síðan tilbaka. 6. Haltu áfram að miðla orkunni gegnum heila félaga þíns, skiptu um áttir þegar þú finnur fyrir orkunni í móttöku hendinni þar til viðnámið milli handanna er það sama í báðar áttir. 7. Heilajöfnun tekur um það bil 3-5 mínútur (ekki meira) og er hægt að gera á hverjum degi eða annan hvern dag. 8. Þegar þú heilajafnar einhvern jafnarðu heila þinn í leiðinni. Orkustöðvarnar Orðið sjakra þýðri hjól á Sanskrít. Sjakra er orkumiðstöð líkamans og flestar heimildir tengja innkirtla okkar við orkustöðvarnar. Þú munt líka taka eftir því að hver orkustöð er í návígi við eitt eða fleiri mikilvæg líffæri. Þú sérð á handarstöðunum að margar stöður samsvara orkustöðvum mannslíkamans. Ef þú hugsar um þetta munt þú fljótlega skilja að heilbrigður líkami og sál þýðir einnig að orkustöðvarnar eru í jafnvægi. Orkustöðvarnar eru jöfnunarkerfi fyrir sálræna og tilfinninga hlutann. Orkustöðvarnar vinna sem heild og orkuflæðið á milli þeirra á að vera í jafnvægi. Það eru tólf megin orkustöðvar og yfir hundrað minni orkustöðvar. Orkustöðvameðferð er gefin til að jafna orkuflæðið sem flæðir á milli þeirra og um þær. (slöngustafur er fornt austurlenskt tákn fyrir orkustöðvarnar) Aðferðin í þessu kerfi orkustöðva jöfnunar er gefin upp hér á eftir. Númer Litur Tónn Líffæri /kirtill Steinar Eiginleiki 1 Rauður E Æxlunarkirtlar Rúbín Frumhugmynd 2 Appelsínugul D Sogæðakerfi Akvamarín Tilfinning 3 Gulur C Nýrnahettur, mæna Tópas/peridot Skoðun 4 Grænn B Hóstakirtill (tímgill) Smaragður 2.tilfinning 5 Blár A Skjaldkirtill Lapis, safír Tjáning 6 Indígó G Heilaköngull Alexandrít Innsæi,uppljómun 7 Fjólublár F Heiladingull Demantur Sleppa, uppgjöf Takið eftir að Meistara tíðni táknin innihalda 7 liti og 7 tóna sem svara til hinna 7 aðal orkustöðva. Jarðarstöðin: Staðsett á jarðarsviði, milli fótanna. Þessi stöð tengir þig við Móður Jörð og heldur jarðtengingu þinni. Fyrsta eða rótarstöðin: Litur þessarrar stöðvar er rauður. Hún er staðsett neðst í mænunni. Jafnar og jarðtengir orku. Önnur eða sköpunarstöðin/magastöð (einnig nefnd kynstöðin) Litur hennar er appelsínugulur. Hún er staðsett ca 5 sm fyrir neðan nafla. Hefur áhrif á nýrnahettur. Tengist sköpunarhæfileikum. Þriðja eða fullkomnunarstöðin. Litur hennar er gulur. Staðsett yfir solar plexus. Hefur áhrif á efnaskipti og lífsorku; sálrænt og tilfinninga orkuflæði; hæfileikann til að ljúka. Fjórða eða hjartastöðin: Litur þessarrar stöðvar er grænn. Staðsett á bringubeininu, bak við eða í hóstakirtlinum. Tengist sjálfsviðurkenningu, öðrum og skilyrðum; þjónustu án áreynslu; hærri andlegri reynslu samúðar, ófreskigáfu Fimmta eða hálsstöðin: Litur hennar er blár. Staðsett nálægt skjaldkirtli. Hefur áhrif á skjaldkirtilinn. Tengist hringrás þess að gefa og þiggja, samskipti við aðra. Sjötta eða þriðja augað: Litur hennar er indígó. Staðsett milli augabrúnanna. Hefur áhrif á heilaköngul. Tengist því að sjá raunveruleikann, innsæi, hæfileika til að greina á milli og velja á milli. Sjöunda eða hvirfilstöðin: Litur hennar er fjólublár. Staðsett í hvirfli. Tengist hæfileika til að taka hugmyndir og breyta þeim í raunveruleika. Áttunda stöðin: Litur hennar er smaragðs grænn og lilla. Hin fyrsta af hærri orkustöðvunum. Hún er einnig þekkt sem sálarstjarnan. Hægt er skilgreina hana sem sæti tilverunnar. Níunda stöðin: Litur hennar er blágrænn. Þessi stöð tengist ljóslíkamanum og hlutverki hans. En hún tengist gleði. Tíunda stöðin: Litur hennar er perlugljáandi. Hún hefur með jafnvægi milli karl og kvenn orku að gera. Þegar þessi stöð er í jafnvægi er mjög auðvelt að halda sér heilbrigðum og tengdum sál sinni. Ellefta stöðin: Hún er bleik appelsínugul. Hún tengir þíg við hina nýju orku. Þetta er orka frelsis, hún leyfir þér að vinna úr geymdum áföllum osfrv. Tólfta stöðin: Hún er skínandi gyllt. Hún tengir þig við Kristvitundina. Hún tengir allt orkuform saman. Þetta er aðeins yfirlit yfir orkustöðvarnar og hlutverk þeirra. Það eru raunar mun fleiri orkustöðvar sem tengjast fjórðu, fimmtu og hærri víddum tilveru. Ég mæli með því að þú lesir um þær í bók Brian Grattan, Mahatma I og II , Soul Psychology eða Cosmic ascension eftir Dr Joshua David Stone . Þar eru meiri upplýsingar um hinar hærri orkustöðvar. Orkustöðva jöfnun 1. Þegar þú jafnar orkustöðvar heldurðu fingrum hægri handar í þrífótar stellingu meðan þú ferð frá einni orkustöð til annarrar (mjög létt snerting). Mundu að þú ert að tengja á orkusviði. 2. Til að framkvæma orkustöðva jöfnun haltu vinstri hendinni um 2-3 sm fyrir ofan hvirfil stöðina (þiggjandi liggur á kviðnum) þar til þú finnur orkuna flæða inn í lófann. 3. Þegar þú hefur ákveðið orkustigið í orkustöð þiggjandans notaðu þá þrífótar stöðuna með hægri hendi yfir sjöttu stöðinni (þriðja auganu). Þegar flæðið á báðum stöðum er í jafnt (getur tekið mínútu eða svo) færðu þá hægri hönd þína á næstu stöð, áfram í þrífótar stöðu yfir stöðinni sem þú ert að jafna. 4. Þegar allar stöðvarnar hafa verið jafnaðar skaltu bursta orkuna frá nára að kinn (um 15-20 strokur) meðan þú heldur vinstri hendinni yfir hvirfilstöðinni: síðan skaltu bursta orkuna upp og samtímis fjarlægja vinstri hendina frá hvirfilstöðinni. Æfing til að snúa orkustöðvarnar áfram. Þessi æfing hjálpar þér að spinna(snúa) og jafna orkustöðvarnar. Hver hinna megin orkustöðva hefur lit tengdan sér. Að auki ætti hver orkustöð að snúast í ákveðna átt bæði að framan og aftan. Auðveldasta leiðin til að athuga í hvora áttina orkustöðvarnar ættu að snúast er eftirfarandi. Haltu hægri hendi út, settu út þumalfingurinn go krepptu hina fjóra fingurna saman í lófa þér. (eins og puttalingur). Þegar þú bendir með hægri þumalfingri og aðra fingur kreppta að miðju orkustöðvar, ímyndaðu þér þá að orkustöðin snúist í þá átt sem fingurnir vísa. Til dæmis, til að athuga réttan snúning fyrir rótarstöðina, haltu þá hægri hendinni milli fóta þér með þumalfingur upp og líttu á í hvaða átt fingurnir snúa. Taktu eftir að orkustöðvarnar snúast í öfuga átt að aftan miðað við framan. Þegar þú gerir þessa æfingu taktu þá eftir hvaða orkustöðva liti er erfitt að sjá eða skynja eða hvaða orkustöð virðist vera föst, snúast í öfuga átt eða ekki að spinna í hring. Taktu einnig eftir hvaða orkustöðvar eru í jafnvægi. Þetta gæti gefið þér vísbendingar um hvar þú þarft að beina athygli þinni í sambandi við persónulega heilun og vinnu. Þú getur skipað orkustöðvum þínum að snúast á réttum hraða, í réttu formi á réttri tíðni og í rétta átt. Ekki að erfiða eða eyða miklum tíma í þessa æfingu. Haltu áfram með hvert eftirfarandi þrepa þar til þú finnur að orkustöðvarnar eru í jafnvægi og með snúningi og þú getur séð litina auðveldlega. Þú tekur eftir að athygli þín færist upp á næstu stöð þegar vinnu við þá sem þú ert með er lokið. Byrjaðu þessa æfingu með því að jarðtengja þig eins og lýst er hér á undan. 1. Þegar þú andar inn ímyndaðu þér þá að þú andir rauðri orku upp fætur þína og inn í rótarstöðina. Leyfðu andardrætti þínum einnig að færa þér rauða orku úr loftinu. Á sama tíma skaltu snúa orkustöð þinni í rétta átt. Með næsta andardrætti skaltu leyfa meiri rauðri orku að færast upp fætur þína til að fylla og jafna rótarstöðina. Haltu áfram að anda inn rauðri orku þar til þér finnst jafnvægi vera náð. 2. Með næsta andardrætti skaltu færa athygli þína að annarri orkustöðinni. Leyfðu rauðu orkunni frá rótarstöðinni að færast upp á við og inn í appelsínugula orku annarrar stöðvarinnar. Sjáðu fyrir þér réttan snúning bæði að framan og aftan. Með hverjum nýjum andardrætti finndu orku jarðar flæða upp fætur þína inn í rautt fyrir fyrstu stöðina og appelsínugult fyrir aðra orkustöðina og leyfðu appelsínugulu orkunni einnig að koma úr andrúmsloftinu. Haltu áfram að anda appelsínugulum lit inn í aðra stöðina þar til jafnvægi er náð. 3. Með næsta andardrætti skaltu flytja athygli þína að þriðju stöðinni. Leyfðu rauðri orku rótarstöðvarinnar og appelsínugulum lit annarrar stöðvarinnar að færast inn í gulan lit sólar plexus. . Sjáðu fyrir þér réttan snúning bæði að framan og aftan á þriðju stöðinni. Með hverjum nýjum andardrætti , skynjaðu jarðarorkuna færast upp fætur þína, inn í rautt fyrir fyrstu, appelsínugult fyrir aðra og gult fyrir þriðju orkustöðina og leyfðu gula litnum einnig að koma inn úr andrúmsloftinu. Haltu áfram að anda inn gulum lit uns jafnvægi er náð. 4. Með næsta andardrætti skaltu flytja athygli þína að fjórðu orkustöðinni. Leyfðu rauðri orku rótarstöðvarinnar, appelsínugulum lit annarrar stöðvarinnar, gulum lit sólar plexus að færast upp í grænan lit fjórðu stöðvarinnar. Sjáðu fyrir þér réttan snúning bæði að framan og aftan .Með hverjum nýjum andardrætti , skynjaðu jarðarorkuna færast upp fætur þína, inn í rautt fyrir fyrstu, appelsínugult fyrir aðra, gult fyrir þriðju og grænt fyrir fjórðu stöðina og leyfðu græna litnum að koma úr andrúmsloftinu líka. Haltu áfram að anda grænum lit inn í fjórðu stöðina uns jafnvægi er náð. 5. Með næsta andardrætti skaltu færa athygli þína að fimmtu stöðinni sem er hálsstöðin. Leyfðu rauðri orku rótarstöðvarinnar, appelsínugulum lit annarrar stöðvarinnar, gulum lit sólar plexus, grænum lit hjartastöðvarinnar að færast upp í bláa orku fimmtu stöðvarinnar. . Sjáðu fyrir þér réttan snúning bæði að framan og aftan .Með hverjum nýjum andardrætti , skynjaðu jarðarorkuna færast upp fætur þína, inn í rautt fyrir fyrstu, appelsínugult fyrir aðra, gult fyrir þriðju , grænt fyrir fjórðu og blátt fyrir fimmtu stöðina, leyfðu einnig bláu orkunni að koma úr andrúmsloftinu. Haltu áfram að draga inn bláa orku í hálsstöðina uns jafnvægi er náð. 6. Með næsta andardrætti skaltu færa athygli þína að sjöttu stöðinni sem er þriðja augað. Leyfðu rauðri orku rótarstöðvarinnar, appelsínugulum lit annarrar stöðvarinnar, gulum lit sólar plexus, grænum lit hjartastöðvarinnar, bláum lit hálsstöðvarinnar að færast inn í indígo orku þriðja augans. Sjáðu fyrir þér réttan snúning bæði að framan og aftan .Með hverjum nýjum andardrætti , skynjaðu jarðarorkuna færast upp fætur þína, inn í rautt fyrir fyrstu, appelsínugult fyrir aðra, gult fyrir þriðju , grænt fyrir fjórðu, blátt fyrir fimmtu stöðina og indígó í sjöttu stöðina og leyfðu einnig indígó orkunni að koma úr andrúmsloftinu. Haltu áfram að draga inn indígó orku í þriðja augað uns jafnvægi er náð. 7. Með næsta andardrætti skaltu færa athygli þína að sjöundu stöðinni sem er hvirfilstöðin. Leyfðu rauðri orku rótarstöðvarinnar, appelsínugulum lit annarrar stöðvarinnar, gulum lit sólar plexus, grænum lit hjartastöðvarinnar, bláum lit hálsstöðvarinnar, indígo orku þriðja augans að færast inn í lilla lit hvirfilstöðvarinnar. Sjáðu fyrir þér réttan snúning bæði að framan og aftan .Með hverjum nýjum andardrætti , skynjaðu jarðarorkuna færast upp fætur þína, inn í rautt fyrir fyrstu, appelsínugult fyrir aðra, gult fyrir þriðju , grænt fyrir fjórðu, blátt fyrir fimmtu stöðina, indígó fyrir sjöttu stöðina og lilla orku í hvirfilstöðinni leyfðu einnig indígó orkunni að koma úr andrúmsloftinu. Haltu áfram að draga inn lilla orku í hvirfilstöðina uns jafnvægi er náð. Haltu áfram að jafna orkustöðvarnar á þennan hátt alla leið upp í tólftu stöðina. Litir hinna hærri orkustöðva er eftirfarandi. Áttunda stöð: Smaragðs græn og purpurarauð Níunda stöð: Blágræn Tíunda stöð: perluskær Ellefta stöð: Bleik appelsínugul Tólfta stöð: Skínandi gyllt Heim hrifkjarnar ýmsar greinar Compound X jarðarheilun námskeið shamballa aðalsíða |