Hrif-ljod

Hrif ljóð

Náttúran er eitt mikilfenglegt ljóð. Lífið er mikilfenglegt ljóð. Líkamar okkar eru ljóð sem tala til okkar í myndhverfingum um það hvert við þurfum að líta í lífi okkar. Okkur dreymir hverja nótt-hvílíkt samsafn af litríkum myndum sem við sköpum, hvert og eitt okkar, hversu " litlaust" sem við höldum að líf okkar sé. Hvert og eitt okkar hefur í sér undursamlegan sköpunarneista sem ekki er hægt að hefta. Ef við tökum ekki eftir honum í vöku þá brýst hann fram af sjálfsdáðum meðan við "sofum".

Sköpun er okkur náttúruleg. Hver stoppar ekki jafnvel þó ekki sé nema í fáeinar sekúndur til að virða fyrir sér fagurt sólsetur? Móðir Jörð skapar fegurð og kærleika allt í kring um okkur, allar stundir og kveikir síðan á sviðsljósunum smástund eins og til að segja; "LÍTIÐ Á! Sjáið hve fögur veröldin er sem ég hef skapað fyrir ykkur! Sjáið hversu heitt ég unni ykkur!"

Leiðin til að lifa er að lifa hvert andartak í undrun og gleði yfir þessarri fegurð. Við erum ljóðið og ljóðskáldið sem hreyfist áfram inn í lífið lifað í gleði. Og hver er munurinn á góðu og slæmu ljóði? Heiðarleiki. Tækni getur gert gott ljóð betra, ljóðrænna fyrir hlustandann og kannski auðskildara. En einungis heiðarleiki getur gert ljóð, líf, gott.

Bestu ljóðin eru þau sem "frysta augnablikið" og nota síðan mörg vers, setningar og málsgreinar til að fara með þig inn í augnablikið svo þú getir skynjað það í öllum sínum stórfengleik. Eitt augnablik sem er lifað í fullkominni gleði og algleymi. Og samt lifum við slík augnablik hundrað, þúsund sinnum á hverjum degi. Ó, hve líftíminn er undursamlegur! Hve stórkostleg er dögun nýs dags-algleymi hvers andardráttar. Efni ljóðskálda-og dulúðar-og hversdagslegs fólks.

Við höfum tekið Paradís og breytt henni í bifreiðastæði ef við bregðum fyrir okkur myndlíkingu. Við höfum tekið stórfengleik tilverunnar og breytt henni í "humdrum", skrap eftir peningum til að lifa og kaupa hluti og reynslu til að fylla tómið sem verður til eftir þrá okkar eftir fyrri glæsileik- vitneskju okkar um tilveru í hinu stórkostlega núi. Núllpunktur veraldar á hreyfingu. Hið frosna augnablik sem heldur áfram til eilífðar, í alsælu…

Svo hvað hefur þetta að gera með heilsu og sjúkdóma? Ímyndun er leið Hærra sjálfsins okkar til að hafa samskipti við okkur, til að segja okkur hverju við þurfum að beina athyglinni að í lífi okkar, hvernig andi okkar þarfnast næringar. Líkami okkar er ljóðið sem myndbirtingin er leikin á. Tökum til dæmis þegar ójafnvægið er lítið, kannski aðeins minning um fyrri sársauka eða átakanlega reynslu þá gæti hugarlíkami okkar leikið ljóðið Okkur gæti dreymt okkar eigin sýn á þennan sársauka eða áfall og hvernig við gætum heilað það. Ef vökuvitundin horfir fram hjá þessu þá spilar hið skapandi Sjálf okkar sterkara lag, stríðari söng og notar til þess tilfinningalíkamann. Við gætum farið að endurupplifa, að skynja að nýju tilfinningarnar sem komu af stað upprunalega ójafnvæginu. Ef við ýtum þessu til hliðar vegna ótta eða vegna tímaskorts þá verður líkami okkar síðasta hálmstráið. Sársauki vekur okkar að lokum. Loksins hefur sál okkar náð athygli okkar! Við verðum að breyta-eða þjást, stundum jafnvel deyja.

Augljóslega væri best eða að minnsta kosti áreynsluminna að taka eftir fyrr! Þetta er þar sem sveiflulyf geta hjálpað. Blómadropar geta meðhöndlað samdrátt eða hindranir í orkuflæði lífskraftsins þegar þær eru enn í orkulíkömum okkar (andlegum, hugar og tilfinningalíkama) áður en þær koma fram eða verða að sjúkdómum. Það getur söngur, tónun og ómun einnig gert. Litir og ilmur geta einnig tekið á þessu ójafnvægi snemma á ferlinu. Þetta eru allt leiðir til að koma á jafnvægi í kerfinu með sveiflum (hrifum). Því við erum straumar eða sveiflur. Öll sköpunin er straumar.

Ein áhrifarík leið til að nálgast slíka meðferð er að vinna með orkustöðvarnar eða orkumiðstöðvarnar í líkamanum. Þetta eru orkustöðvar sem draga inn lífskraft í líkamann frá eterinu eða sviðum sköpunarinnar. Orkulíkamar okkar virka sem spennubreytar, sem taka hina háu sveiflutíðni hinnar skapandi Uppsprettu og tónar hana niður, smátt og smátt, líkama eftir líkama þar til við getum tekið hana inn í hinn efnislega líkama okkar án þess að brenna upp. Orkustöðvarnar eru mikilvægir lyklar í þessu umbreytingarkerfi. Þær tengja saman orkulíkama okkar og eru hlið til að orkan komist inn í líkamana. Þegar orkustöð er ekki í toppformi eru öll svæðin í kring undir áhrifum og þjást. Þegar orkustöðin vinnur fullkomlega geta líffærin og svæðið í kring byrjað að taka inn nauðsynlega hrif næringu og heilast.

Það eru sjö megin orkustöðvar í hinum efnislega líkama; það eru í allt yfir 200 orkustöðvar sem skráðar hafa verið af austurlenskum heilurum. Þær eru tengdar með eterískum rásum sem kallast meridian. Þetta eru leiðir orkunnar til og frá efnislíkamanum til hins andlega og aftur til baka. Þetta eru þær leiðir eða stígar sem blómadropar eða aðrir orkudropar nota til að koma hinum heilandi hrifum þangað sem þörf er. Megin orkustöðvarnar eru: rótarstöð við enda mænunnar, önnur stöðin hin skapandi stöð eða kynstöð neðarlega í kvið, þriðja stöðin eða tilfinninga og vilja stöðin (solar plexus), fjórða stöðin eða hjarta/hóstakirtils stöðin, fimmta eða hálsstöðin/samskiptastöðin, sjötta eða þriðja augað/sálræna stöðin og sjöunda eða hvirfilstöðin(gáttin að sálinni og út fyrir til sjálfsvitundarinnar og uppsprettunnar). Það er mikilvæg orkustöð fyrir neðan fæturna sem er um 15-18 sm niður í jörðinni kölluð jarðarstjarnan; það er einnig ein í hverju hné og um 18 sm fyrir ofan höfuð okkar er hin svokallaða sálarstjarna. Síðan komum við að hinum hærri orkustöðvum sem við byrjum að hafa aðgang að þegar við þroskumst andlega. Það er ein sem kallast Uppsprettustjarna sem hægt er að sjá um 2 metra fyrir ofan höfuðið. Þaðan getum við tekið niður Mahatma orkuna hina gylltu/silfruðu/fjólubláu ljósorku til að hreinsa og virkja hverja orkustöð.

Við getum einnig sungið fyrir orkustöðvar okkar. Hver orkustöð hefur sinn tón. Mismunandi hefðir munu segja þér að syngja mismunandi tóna fyrir hverja orkustöð. Algengast er að byrja á "C" fyrir rótarstöðina og vinna sig siðan upp hinn hefðbundna 7 tóna nótnaskala. Ég syng venjulega bara lágan tón uns ég finn rótarstöð mína sindra með honum og síðan held ég áfram upp. Þegar þú ert í vafa skaltu ávallt nota innsæi þitt. Það er einungis annað nafn á hinum innri sköpunarkrafti eða hærra sjálfi. Tónkvíslir, kristallar, tíbet skálar, digeridoo, trommur eru einnig leiðir til að tóna og jafna orkustöðvarnar.

Hver orkustöð á sér einnig hefðbundinn lit. Þessir litir eru mismunandi eftir því hvaða orkulíkama verið er að tala um. En í hinum efnislega líkama notum við rautt fyrir rótarstöðina og fylgjum síðan regnboganum upp: appelsínugult, gult, grænt, blátt, indigo, fjólublátt eða hvít-fjólublátt. Myndbirtið bjartan grunnlit sem kemur inn í orkustöðina til að fylla hana krafti sérstaklega ef tónað er um leið.

Djup öndun er önnur mjög mikilvæg leið til að koma jafnvægi á orkustöðvarnar og allt kerfið. Andaðu inn í hverja orkustöð, sjáðu fyrir þér eða skynjaðu kærleika; blástu út ótta, sársauka, takmörkunum og öðru. Þar sem þú andar út, sjáðu skítuga útgáfu hins hefðbundna lits orkustöðvarinnar flæða út gegnum tilfinningalíkamann út í hugarlíkamann og inn í hinn andlega líkama sem er hvítt ljós. Þar hverfur þetta ójafnvægi inn í ljósið og umbreytist. Þú getur einnig notað silfur fjólubláa logann til að umbreyta ef þú vilt.

Aftur geta blómadropaúðar hjálpað til að koma á jafnvægi í orkustöðvunum og til að nálgast hærri orkustöðvarnar þegar þú ert tilbúin. Við getum einnig notað orkulíkama okkar og hreyfingu og kristalla. Flest fyrrtaldra notar einnig einhverskonar sjónbirtingu.

Allt eru þetta tæki. Notið þau saman með sköpunarkrafti til að koma á jafnvægi í ykkur sjálfum. Hlustið á ykkar innri visku, þennan fullkomlega skapandi, óstöðvandi guðdóm sem er ykkar Sjálf og fylgið innri leiðsögn. Endurskrifið ljóð ykkar til fullkominnar heilsu. Skemmtið ykkur!

Hin skipulögðu trúarbrögð taka hina gleðilegu stund okkar bestu ljóða og snúa þeim upp í dýrðlinga utan seilingar hins venjulega manns. Skapandi fólk, fólk sem trúir á sinn eigin sköpunarkraft og á undur tilverunnar þar sem þeir hjálpa til við að skapa á hverju andartaki, þetta fólk er stjórnlaust.

Það verður að halda fólki sofandi gagnvart stórfengleika þeirra sjálfra og dauðu gagnvart hinni skapandi náttúru. Skipulögð trúarbrögð draga úr ljóði lífsins og taka það niður á hið tæknilega plan: "gerðu þetta og þú munt bjargast" bjargast frá sjálfum þér hinum sanna krafti þínum. Frekar en láta sér nægja skipulögð trúarbrögð ættum við heldur að ganga til móts við samfélag sem upplifir alsælu augnabliksins saman.

Phyllis Brooks 1999

Þýðandi Lilja Petra Ásgeirsdóttir mars 2000

Free Web Hosting