vinur-shamballa
Vinur í raun
Veistu að þú átt vin í raun!!!

Hver ætti það svo sem að vera.? Ég á enga svo leiðis vini hugsar þú kannski en er það svo?

Ertu einmana eða þarftu að létta á hjarta þínu við einhvern sem þú veist að blaðrar ekki öllu í næsta mann við fyrsta tækifæri. Finnst þér heimurinn vera á móti þér og enginn til að tala við ?  Þá er gott að vita til þess að við göngum lífsleiðina aldrei ein.  Því Guð er alltaf með okkur,  hluti af okkur og við getum talað við hann í trúnaði og fengið hughreystingu hjá honum.

Hvernig get ég svo sem talað við Guð, hann svarar mér aldrei?
Veistu að hann svarar okkur víst. Kannski ekki eins og við erum von að aðrir svari okkur en á ýmsann annan hátt. Kannski sérðu einhverja grein í blaði sem þú lest sem er svar við spurningu þinni til Guðs eða þú heyrir söngtexta sem svarar henni.

Þú getur talað við Guð, besta vin þinn hvar og hvenær sem er.
En hér er ein leið til að ná góðu sambandi við hann.
Sestu niður í þægilegan stól eða sófa og láttu fara vel um þig.  Ef þér er kalt skaltu fara í hlýrri föt eða setja teppi yfir þig. Lygndu augunum aftur og slakaðu vel á, ekki fara samt að sofa. Ímyndaðu þér að þú sért með besta vini þínum og það er Guð.  Hann gengur með þér eða situr hjá þér og þið eruð að spjalla.

Segðu honum frá áhyggjum þínum, gleði, sorgum, þjáningum, ótta og vanlíðan eða hverju því sem að þú vilt.  Segðu honum hvað þig langar til að gera og biddu hann um ráð.  Guð er góður áheyrandi, sá besti.

Hann brosir uppörvandi til þín, þurrkar tár þín, tekur utan um þig og hvað eina sem hugur þinn óskar eftir og þarfnast á þeirri stundu.  Hann hlær með þér og umvefur þig í kærleika sínum.  Þér líður svo vel eftir samtal þitt við hann að þú gætir faðmað allan heiminn. Þegar samtalinu lýkur þakkar þú honum fyrir áheyrnina og hjálpina og kveður hann á þann hátt sem þú kveður besta vin þinn.

Ef þú hlustar vel segir hann þér hvað þú getur gert til að þér líði betur.  T.d ef samband þitt við foreldra þína er slæmt , þá veitir hann þér ráð til að bæta það.  Kannski kemur ráðið í orðum , kannski myndum eða bara tilfinningu.

Farðu eftir því sem þér finnst að Guð vilji svo framarlega sem hjarta þitt samþykki það.  Guð er góður , hann dæmir okkur ekki það erum við sjálf sem dæmum verk okkar og hugsanir.  Það erum við sjálf sem þurfum að fyrirgefa sjálfum okkur það sem við gerum eða hugsum. 

Það erum við sjálf sem þurfum að vera sátt við allar okkar gjörðir.  Vissulega eru ekki öll okkar verk þóknanleg Guði en hann elskar okkur jafn mikið fyrir því, því að við erum hluti af honum.  Við erum einnig hluti af öllu hans sköpunarverki.  Hvort sem það eru  mennirnir, dýrin, plönturnar, stjörnurnar eða aðrir íbúar alheimsins þá erum við hluti af því og  það er hluti af okkur.

Veistu að þú stendur jafnfætis hvaða manni sem er. Við erum öll jöfn fyrir Guði og við erum öll verðug kærleika hans. Og yfir hverju einu okkar vaka englar og það eina sem við þurfum að gera til að fá aðstoð þeirra er að biðja um hana.
Vendu þig á að hugsa eitthvað jákvætt um sjálfa/n þig þegar þú vaknar á morgnanna og alltaf þegar neikvæð hugsun læðist inn í huga þinn og endurtaktu þá e-ð jákvætt oft í huganum eða jafnvel upphátt. 

Þú getur t.d. sagt í huganum: 

Ég er góð/-ur, Ég er kærleikur, Ég er ljós, Ég er verðug, Ég er elskuð, Ég er glöð/glaður, Mér líður vel os.frv. 

Prófaðu þetta, þú verður örugglega undrandi á árangrinum.



Heim   Shamballa     Mt Shasta Jarðarheilun   Vaknið    Námskeið   Hrifkjarnar

Aðalsíða
Free Web Hosting