lifrarhreinsun
Lifrarhreinsun
Lifrar og gallblöðru hreinsun

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar af vefsíðunni
http://www.curezone.com en þar er að finna 8000 tengla við síður um þetta efni.

(Athugið að hér er því ekki haldið fram að lifrar hreinsun eða aðrar náttúrulegar aðferðir lækni hina ýmsu sjúkdóma en reynslusögur hinna fjölmörgu sem hafa reynt þetta eru vel þess virði að lesa um og svo er bara að taka eigin afstöðu og eða prófa sjálf.)

Líffærafræði lifrar og gallblöðru




























Athugið að lifrar hreinsun og gallblöðru hreinsun er framkvæmd á sama hátt og hreinsast hvort tveggja um leið.
Þeir sem eru með steina í gallblöðru eru ávallt með steina í lifrinni líka. Hins vegar er svo að þeir sem eru með steina í lifrinni þurfa ekki endilega að vera með steina í gallblöðrunni. Sýnt hefur verið fram á þetta með ómskoðun og lifrar hreinsun.

Þarma hreinsun og lifrar/gallblöðru hreinsun ásamt parsita(sníkla) hreinsun er að margra mati einfaldasta aðferðin til að bæta unglingabólur, of hátt kólesteról, exem, psoriasis, astma, ofnæmi, gallsteina, fæðu óþol, verki í öxlum, kviðverki, verki í lifur, verki í gallblöðru, háþrýsting, hjarta og æðasjúkdóma, brjóstsviða, ristilbólgu, harðlífi, krabbamein, AIDS, MS, FMS, Parkinson, Alzheimer, flogaveiki, krampa, beinþynningu og fleira. Engin trygging er þó fyrir því að það gerist.

Hér mun ég aðeins tala um eina aðferð til lifrarhreinsunar en fleiri uppskriftir er að finna á vefsíðunni
http://www.curezone.com.

Aðferð Dr. Huldu Clark.


Þetta er vinsælasta og mest notaða aðferðin. Tugir þúsunda hafa notað hana án vandkvæða.
Eftirfarandi texti er að mestu þýddur og endursagður úr bók Dr. Huldu. Lækning allra sjúkdóma (Cure for all Diseases). Allur réttur er áskilinn höfundi og eða útgefanda. "The Cure for all Diseases": Copyright 1995 by Hulda Regehr Clark, Ph.D., N.D.
All rights reserved.
  Um 90% af efni bókarinnar er að finna á vefnum
http://www.curezone.com/clark/

Hreinsun á lifrinni og gallsteinum lagfærir meltingu geysilega en það er grunnurinn að góðri heilsu. Þú  getur búist við því að ofnæmi hverfi einnig, meira eftir því sem þú hreinsar oftar. Þótt ótrúlegt sé bætir það einnig verki í herðum, upphandleggjum og baki. Þú verður orkumeiri og líður betur.

Eitt af hlutverkum lifrarinnar er að framleiða gall. Gall, sem myndast í lifrinni, er forsenda eðlilegar fitumeltingar. Með galli losnar líkaminn við úrgangsefni, gallrauða (bilirubin) sem er orðinn til við sundrun blóðrauða

Gall er samsett úr vatni, söltum, gallsýru, kólesteróli, fosfólípíðum og bilirúbin. Ef röskun verður á þessarri samsetningu (oftast of mikið kólesteról) verða til litlir kristallar sem síðan safnast saman í gallstein/gallsteina.

Steinarnir geta verið svartir, rauður, hvítir, grænir eða brúnir. Þeir grænu fá lit sinn af bilirúbíni. Í miðju hvers steins er klumpur af sýklum sem vísindamenn telja að bendi til þess að dauður sníkill gæti hafa verið upphaf myndunar steinsins. Eftir því sem steinarnir stækka og verða fleiri eykst bakþrýstingur á lifrina sem veldur því að hún býr til minna gall. Þetta þýðir að minna kólesteról fer út úr líkamanum og kólesteról magn hækkar. Gallsteinar geta tekið upp sýkla, vírusa og parasíta (sníkla) sem fara í gegnum lifrina. Þeir eru því hreiður sýkinga. Ekki er hægt að lækna sýkingu eins og magasár eða skeifugarnasár fullkomlega nema hreinsa lifrina einnig af gallsteinum.

Hreinsið lifrina tvisvar á ári.

Undirbúningur.

Þú getur ekki hreinsað lifrina með lifandi sníklum í. Það getur valdið miklum óþægindum fyrir þig að reyna lifrarhreinsunina án þessa að hreinsa fyrst sníklana.
Til þess er hægt að nota svokallaðan Zapper daglega vikuna á undan (Zapper fæst a
www.puls.is). Einnig er hægt að nota jurtaprógramm til þessa og tekur það 3 vikur.

Það sem þú þarft til hreinsunar er ólífuolía, sítrónur eða greip, epsom salt  Einnig getur verið gott að nota ferskan eða hreinan lífrænan eplasafa (ósætan).

1,25dl Extra Virgin ólífuolía
1 stórt greip eða 3 sítrónur
4 msk Epsom salt (MgSO4 + 7H2O)  (Magnesium súlfat)
7,5dl af vatni eða eplasafa

Veldu helgi eða tvo frídaga til að framkvæma hreinsunina þar sem gott er að hvílast daginn eftir.
Taktu ekki inn lyf eða vítamín sem þú getur verið án þar sem þau gætu minnkað árangurinn. Hættu á sníklaprógramminu daginn áður.

Borðaðu fitusnauðan morgunmat og hádegismat svo sem hafragraut með ávöxtum, ávaxtasafa, brauð, bakaða kartöflu eða annað grænmeti með salti eingöngu. Þetta leyfir gallinu að byggjast upp og mynda þrýsting á lifrina. Því hærri þrýstingur því fleiri steinar sem komast út.

Kl 2 e.h.
Ekki drekka eða borða eftir klukkan 2. Ef þú brýtur þessa reglu gæti þér liðið illa seinna.
Taktu til Epsom saltið. Blandaðu 4 msk í 7,5dl af vatni eða safa og helltu í könnu sem þú kælir í ísskáp. Drykkurinn er mikið betri ef kældur.

Kl 6 eh.
Drekktu fyrsta skammtinn af epsom saltlausninni. 2 dl (samsvara einu vatnsglasi)

Kl 8 eh
Drekktu aftur 2dl af Epsom lausninni
Þú munt ekki finna fyrir hungri. Tímasetningin er mjög mikilvæg og ekki gott að vera 10 mínútum of fljót eða sein.

9:45 eh.
Taktu til olíuna og pressaðu safann úr greip ávextinum eða sítrónunum. Taktu kjötið frá með gaffli.

Þú ræður hvort þú blandar safanum saman við olíuna eða hefur hann sér. Ef þú blandar skaltu hrista olíuna og safann vel saman.

Undirbúðu þig fyrir nóttina með því að fara á salernið og vertu tilbúinn fyrir drykkinn þinn kl 10.

Kl 10 eh.

Drekktu olíuna og safann eða blönduna. Hægt er að nota strá til að drekka í gegnum. Bragðið getur verið undarlegt. (sjálf drekk ég þetta hratt beint úr glasinu) Ekki vera lengur en 5 mínutur að koma þessu í þig. (15 mínútur ef þú ert veikburða eða aldraður/öldruð)
Leggstu síðan beint upp í rúm. Gott er að leggjast á hliðina með hné upp að brjósti. Ef þú leggst á hægri hlið getur orðið meira bakflæði af olíunni og valdið þannig ógleði, þetta getur á sama hátt aukið áhrifin til hreinsunar. Ekki hreyfa þig mikið fyrsta hálftímann. Ef þú leggst ekki strax niður getur verið að þér mistakist að ná út steinunum. Það getur verið að þú finnir fyrir því þegar steinarnir ferðast eftir gallrásunum eins og skrautkúlur. Það er enginn verkur sem fylgir þessu þökk sé Epsom saltinu sem opnar gall lokurnar. Farðu nú að sofa. (það getur verið að nóttin verði óróleg en reyndu að hvílast sem best)

Næsta morgunn.
Þegar þú vaknar skaltu taka þriðja skammtinn af Epsom saltlausninni. Ef þú ert með meltingartruflanir eða ógleði skaltu bíða uns það líður hjá. Farðu svo aftur í rúmið. Ekki taka þennan skammt fyrir kl 6 að morgni.

Tveimur tímum síðar.
Taktu fjórða og síðasta skammtinn af Epsom saltlausninni. Drekktu 2 dl og farðu aftur upp í.
Eftir tvo tíma til viðbótar geturðu byrjað að borða. Byrjaðu á ferskum ávaxtasafa. Hálfri stundu síðar geturðu borðað ferskan ávöxt. Einni stundu síðar geturðu byrjað að borða létta máltíð. Upp úr hádegi ættirðu að vera eins og nýsleginn túskildingur.

Hversu vel gekk þér?

Þú mátt búast við niðurgangi að morgni. Gáðu að því hvort þú hafir skilað af þér gallsteinum í salernið. Leitaðu eftir grænum steinum sem fljóta á vatninu því til staðfestingar. Þeir eru sönnun þess að um steina er að ræða en ekki venjulegar hægðir. Kastaðu grófri tölu á steinana hvort sem þeir eru grænir, gulir eða brúnir. Þú þarft að losna við um það bil 2000 steina áður en lifrin er orðin nógu hrein til að losa þig við ofnæmi, bakverki eða bursitis til langframa. Fyrsta hreinsunin losar þig við einkennin í nokkra daga en eftir því sem gamlir steinar ferðast fram á við í lifrinni koma einkennin aftur. Þú þarft þá að endurtaka hreinsunina á tveggja vikna fresti. Framkvæmdu hreinsunina aldrei þegar þú ert lasinn.

(Í fyrstu hreinsun hjá mér komu niður nokkur hundruð steinar, þeir stærstu um sm í þvermál. Það var ekki fyrr en eftir að ég var búin að fá mér ávöxt sem eitthvað fór að losna út.)

Þessi aðferð brýtur í bága við það sem nútíma læknavísindi halda fram. Þau telja að gallsteinar myndist í gallblöðru en ekki í lifur og séu aðeins örfáir en ekki í þúsundatali. Gallsteinar eru ekki taldir tengjast öðrum sjúkdómum en gallsteinakasti.

Hið sanna er augljóst. Fólk sem hefur farið í aðgerð á gallblöðru og hún tekin hefur skilað niður grænum bilirubin steinum í lifrarhreinsun og þeir sem kæra sig um að skera steinana í sundur og líta inn í þá sjá miðjuna fulla af kólesteról kristöllum eins og sjá má í uppfletti bókum um gallsteina.

Athugasemdir í sviga eru þýðanda, Lilju Petru Ásgeirsdóttur.

Heim    áruhreinsun shamballa   greinar feng shui námskeið  vefverslun
Free Web Hosting