reykjavik-shamballa


Hver vill ekki búa í borg þar sem kærleikur ríkir og ljósið er yfirsterkara myrkrinu?  Auðvitað viljum við skapa okkur sjálfum og börnum okkar sem best lífsskilyrði ekki bara hin veraldlegu, heldur einnig hin andlegu.

Á undanförnum árum hefur mikið starf verið unnið til að gera heim okkar kærleiksríkari og friðsælli.  Það er kannski ekki augljóst þegar stríð á borð við Kosovo deiluna hafa verið í brennidepli en engu að síður staðreynd. Í gegnum aldirnar hafa hugsanir manna streymt út í himingeiminn allt í kringum okkur og haft ósýnileg áhrif á hugarfar okkar og vellíðan.  Við höldum oft að hugsanir okkar og gjörðir hafi engin áhrif á þá sem ekki heyra til okkar eða sjái okkur en svo einfalt er það ekki.  Allar okkar hugsanir góðar eða slæmar berast með eldingarhraða um allan alheim.  Hver hugsun er eins og dropi í haf og góðu hugsanirnar  og hinar slæmu safnast saman og hafa áhrif á allt sem er.

Hugsanir og tilfinningar er orka og sú orka safnast einnig saman á upphafstað sínum. Við verðum oft vör við það að okkur líður ekki vel þar sem rifrildi hefur átt sér stað.  Þetta er vegna þeirrar orku sem var leyst úr læðingi með reiðiorðum og slæmum hugsunum.  Græðgi, ótti og fleira hefur einnig sömu áhrif. Þessi dökka orka hindrar ljósið og kærleikann svo það verður erfiðara að upplifa þessar yndislegu tilfinningar.

Um Jörðina okkar er þéttriðið orkunet sem nærir plánetuna og allt það líf sem á henni er.  Á mörgum stöðum þar sem orkulínur mætast eru orkustöðvar eða orkupunktar þar sem er tenging við hærri svið ljóssins og við Skaparann. Nærandi ljós og kærleikur flæðir þar inn á orkunetið.

Stórborgir eru venjulega byggðar á meginorkustöðvum.  Upphafsmenn búsetu á þessum stöðum höfðu einhverja innri vitneskju um það hvar best væri að setjast að.
Slíkir staðir hafa mikið aðdráttarafl þar sem jákvæð áhrif orkunnar eru margvísleg.
Íbúum svæðisins fjölgar og þar vex upp miðstöð verlsunar og viðskipta.  Höfuðborgir eru einnig sæti stjórnar landsins og stjórnin notfærir sér orku orkustöðvarinnar til að auka völd sín.  Með tímanum verður oft sú breyting á að fólk sem í upphafi  myndaði stjórn til að líta eftir hagsmunum borgaranna verður spillt og byrjar að undiroka þegnana.  Þetta orsakast af því að inn í stjórnina hafa komið stjórnendur sem hafa tengingu við hina dökku bræður eða heimsstjórnina (world management team) sem stundum er einnig kölluð skuggaráðuneytið. Þeirra stefna er að hafa stjórn á  heiminum og fólkinu sem þar býr.  Af þessum sökum verður orkustöðin stífluð af dökkri og ómstríðri orku sem hefur áhrif á alla. Jafnvel þó ekki sé um höfuðborg og aðsetur stjórnvalda að ræða fyllist orkustöðin af orku ringulreiðar og kærleiksskorts. Þetta gerist vegna  þróunar- eða þroskaferils þeirra sem þar búa.  Auðvitað veit fólkið þetta ekki og telur sig vera fórnarlömb og fórnarlömb upplifa tilfinningar örvæntingar og valdleysis sem einnig fyllir orkustöðina og stíflar hana.

Reykjavík er ein þeirra borga sem staðsett er á megin orkupunkti.  Virkjun borgarinnar sem borgar ljóssins og hreinsun orkustöðvarinnar sem hún er byggð á gagnast íbúum hennar og nágranna sveitafélögum  á margan hátt.  Virkjunin er einnig  mikil blessun fyrir Móður jörð.

Mandalan (Davíðsstjarnan ) sem virkjuð var  í júni 1999 opnaði fyrir flæði ljóss og kærleika sem mun um ókomna framtíð hafa í för með sér  miklar breytingar á öllum sviðum mannlífs á svæðinu en þetta hefur einnig  áhrif á orkulínur jarðar í heild.

Í þeim borgum sem slík virkjun hefur verið framkvæmd og þær eru nú allnokkrar víðs vegar í heiminum hefur komið fram lækkuð tíðni glæpa og andfélagslegrar hegðunar. 

Orkustöðin sem Reykjavík er byggð á var virkjuð og hreinsuð seinni hluta júnímánaðar 1999 og hefur Reykjavík því bæst í hóp þeirra borga í heiminum sem hefur beina tengingu við Uppsprettu ljóss og kærleika.




Lilja Petra Ásgeirsdóttir og Erlendur Magnús Magnússon aðstandendur Shamballaseturins , fræðslu og heilunar miðstöðvar.
Bjarkarholti 4, Mosfellsbæ.
Sími 5667748




Heim    Hrifkjarnar    Ýmsar greinar   Jarðarheilun     Shamballa     Námskeið   Aðalsíða
Reykjavík borg ljóssins
Free Web Hosting