orkuhristingur
Orkuhristingur Lilju
Ein vinkona mín orðaði það þannig að það væri aðeins fyrir hina áræðnu að prófa þennan orkuhristing.

1/2 þroskað mangó
1 bréf grænt te frá Pharmagreen
1-2msk blönduð fræ og hnetur sem legið hafa í bleyti frá kvöldinu áður.
1/2-1 msk kókosolía
1msk Udo´s choice olía
Nokkrir dropar Liquid nutrient shot frá Dr Gillian
smá fersk engiferrót (eftir smekk)
ef ávöxturinn er súr og ekki vel þroskaður er gott að bæta við smá hunangi eða agave sýrópi

Út í þetta er sett ozonerað vatn.

Allt sett í blandarann og blandað vel saman.

Fræblandan sem ég nota samanstendur af
sesamfræum
sólblómafræum
graskersfræum
hörfræum

furuhnetum
heslihnetum
möndlum

Hægt er að skipta út mangó fyrir einhvern annan ávöxt.
Einnig er hægt að bæta við 1 mæliskeið af próteindufti ef þú hefur verið í erfiðri líkamsrækt.

Verði ykkur að góðu
Free Web Hosting